Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.10.2011, Side 31

Fréttatíminn - 28.10.2011, Side 31
heilbrigðisþjónusta fyrir þennan hóp og baðst afsökunar á því.“ Vill fá afsökunarbeiðni og úrbætur Gísli vill að heilbrigðisyfirvöld hér á landi gefi einnig út viður- kenningu sem þessa. Viðurkenni að ME-sjúklingar hafi ekki fengið þá hjálp sem þeir þurfi og eigi skilið. Ef viðmiðunarhlutföll er- lendis frá eiga við hér á landi má ætla að ME-sjúklingar á Íslandi séu um 1200. „Heilbrigðisyfirvöld þurfa að biðjast afsökunar og gefa út afgerandi yfirlýsingu til að læknar og almenningur geti farið að losa sig við fordómana gagn- vart þessum sjúklingum,“ segir hann ákveðinn. Hann hefur skýrar hugmyndir um hvernig hægt er að bæta úr áralangri vanrækslu heilbrigðis- kerfisins á ME-sjúklingum. „Ís- lensk heilbrigðisyfirvöld þurfa að kynna sér aðferðir heilbrigðis- kerfisins í Kanada til þess að greina ME-sjúklinga. Vinna þarf að því að ME-sjúklingar fái rétta greiningu og meðferð núna strax og á næstu árum, sérstaklega með tilliti til þess að ný lyf eru væntanleg og framfarir eru að eiga sér stað sem gætu orðið til þess að stórbæta möguleika ME- sjúklinga og hjálpa þeim til meiri þátttöku og verðmætasköpunar í þjóðfélaginu. Það þarf að hjálpa fólki, sem hefur fengið ranga geð- greiningu, til að fá rétta grein- ingu.“ Þá nefnir Gísli að koma þurfi á fót fagnefnd til þess að vinna að endurmenntun lækna og menntun sérfræðinga sem geti meðhöndlað ME. Í framhaldi af því þurfi að setja strangar starfs- reglur sem komi í veg fyrir að sjúkrahús og læknar ýti þessum sjúklingum frá sér. „Þetta er mannréttindamál,“ segir hann. „Félagsmálastofnun mætti sjá til þess að aðstoðar- teymi grípi strax inn í félagslegan veruleika sjúklinga og hjálpi að- standendum að átta sig á þessum sjúkdómi og hvað fötlun sjúklinga er illa sýnileg öðrum, enda er ME mjög sérstakt að því leyti. Það þarf að sjá til þess að sjúklingar, sem hafa orðið fyrir höfnun heil- brigðiskerfis og félagsumhverfis, fái áfallahjálp. Ástand margra er mjög slæmt og erlendis hefur komið í ljós að sjálfsmorðstíðni ME-sjúklinga er há vegna þeirra erfiðu félagsaðstæðna sem þeir glíma við. Loks þarf að hjálpa sjúklingum sem eru á lokastigum ME til þess að fá örorkubætur, eins og aðrir sjúklingar. Líta má til reynslu margra þeirra hæfu lækna sem hafa verið að með- höndla ME-sjúklinga erlendis, svo sem læknanna dr. Kenny Meirleir í Belgíu og dr. Jakop Teitelbaum og dr. Daniel Peter- son í Bandaríkjunum. Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér? „Ég er bjartsýnn núna. Ég hef náð að eignast þannig líðan að líf mitt er ekki stanslaust helvíti. Ég á auðveldara með að tengjast fólki en áður og mér líður betur. Ég næ að halda uppi einhverjum tölvulærdómi og gefandi sjálf- boðastarfi í gegnum tölvu á sér- hönnuðu borði við rúmið mitt. Ég á von um gott líf því fréttir eru að berast erlendis frá af nýjum lyfj- um sem lofa góðu. Nýjar kynslóð- ir öruggra og hjálplegra lyfja eru í þróun. En ég á ekki mikla von um framfarir ef heilbrigðisyfirvöld gjörbreyta ekki áherslum sínum. Ég vona að saga mín verði til þess að aðrir með þennan sjúkdóm og aðstandendur haldi kjarki sínum, hafi trú á framtíðinni og taki þátt í réttindabaráttu. Ég vona að heil- brigðisyfirvöld átti sig á alvarleik- anum í stöðunni.“ LDN (Low Dose Naltrex- one) hefur verið þekkt í marga áratugi og var upphaflega notað í stórum skömmtum (50-100 mgr.) til að verja fólk gegn áfengis- og lyfjafíkn, að sögn Sverris Bergmanns læknis og sérfræðings í heila- og taugasjúk- dómum. Þegar lyfið er notað í litlum skömmtum (3 mgr.) hefur það allt önnur áhrif. Í fyrstu kemur það í veg fyrir að heiladingullinn framleiði endorfín í um þrjá klukku- tíma. Eftir þessa þrjá tíma bregst heiladingullinn við með því að framleiða mikið magn endorfíns sem endist allan sólarhringinn. Þetta gefur mikla vellíðan og mildar ýmis einkenni sjúkdóma, eins og MS. Sverrir hefur annast fólk með MS í meira en 40 ár og hefur ávísað lyfinu til skjólstæðinga sinna á síðustu mánuðum. Að hans mati gerir lyfið í versta falli ekkert illt. Hins vegar getur það gert mikið gagn og hefur gert það í mörgum tilfellum. „Þessi aukna framleiðsla endorfíns hefur í för með sér vellíðan sem minnkar þreytu og verki en það eru algengir fylgifiskar MS. Einkenni eins og spasmi og stífni mildast mjög mikið þannig að fólki líður miklu betur. Lyfið mildar líka einkennin hjá gigtar- sjúklingum. Geti maður mildað einkenni MS er eins og maður mildi líka framgang sjúkdómsins. Samt má ekki tala um þetta sem raunverulega fyrirbyggjandi lyf því svo er ekki,“ segir Sverrir. Erlendis er LDN nú m.a. notað við eftirfarandi sjúkdómum: ME, MS, Par- konson, Alzheimer, Lupus, Scieroderma (sarkklíki), liðagigt, vefjagigt, alls kyns sjálfsofnæmissjúk- dómum, taugahrörnunar- sjúkdómum og gigtar- sjúkdómum. Meirihluti sjúklinga finnur breytingu til batnaðar. Unnið er að því að fá lyfið flutt inn hingað til lands og að það fáist afgreitt hér í apó- tekum gegn lyfseðli. Þá yrði leitað með formlegum hætti eftir greiðsluþáttöku í lyfinu. Fyrir ári stofnaði Gísli Þráinsson facebook-hóp í þeim tilgangi að hjálpa sjúklingum að nálgast LDN, í samstarfi við lækna. Sjúklingar með MS og fleiri sjúkdóma panta nú lyfið frá Skotlandi og bera saman bækur sínar á netinu. Auðvelt er að finna hópinn með því að slá nafni hans upp á netinu: Undralyfið LDN (Low Dose Naltrexone) á Íslandi. Sjúklingar hafa mikla trú á þessu lyfi og hafa nú skorað á lækna landsins að kynna sér LDN betur. Eitt prósent landsmanna hefur tekið þátt í því fram- taki. Undirskriftasöfn- unina má finna á facebook og heitir hún Áskorun á lækna á Íslandi. Um LDN viðtal 31 Helgin 28.-30. október 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.