Fréttatíminn - 28.10.2011, Síða 39
Af opinberri umræðu mætti einmitt halda að þessi ímynd um vonda stöðu sam-
félagsins sé ráðandi. Sú er þó alls ekki raunin.
H run krónunnar hefur leikið al-menning miklu
verr en hrun bankanna.
Erlendir kröfuhafar og
ríkissjóður tóku á sig
stærsta hlut bankahruns-
ins en hrun krónunnar
hafði meiri áhrif á hag
heimila og fyrirtækja.
Erlend lán heimila tvö-
földuðust og fjölskyldur
með verðtryggð lán sáu
þau vaxa um 20 til 30 pró-
sent. Þannig þurrkaðist
út eignarhluti fjölmargra
húsnæðiseigenda. Þá
höfðu mörg fyrirtækin flúið krón-
una og tekið lán í erlendri mynt.
Við hrunið tvöfölduðust því skuldir
velflestra fyrirtækja sem leiddi af
sér „tæknilegt“ gjaldþrot um 70 til
80 prósent þeirra og hægagang í at-
vinnulífinu í kjölfarið.
Hálfnuð með verkefnið
Sumir stjórnmálamenn hafa sagt
að vegna vandamála dagsins í dag,
höfum við ekki tíma til að ræða
stefnumótun til lengri tíma. Ekkert
er fjær sanni. Stóru vandamál dags-
ins í dag tengjast beint þáverandi og
að einhverju leyti núverandi skipan
efnahags- og atvinnumála. Það er
því hluti af lausn viðfangsefnanna
að marka stefnu til framtíðar. Þór-
anna Jónsdóttir doktorsnemi ramm-
aði þetta vel inn í aðsendri grein í
Fréttatímanum í október í fyrra
þegar hún hvatti til þess að lausnir á
aðsteðjandi vanda yrðu settar fram
í samhengi við langtímastefnu og
markmið, því annars
væri ljóst að önnur
og stærri vanda-
mál myndu fylgja í
kjölfarið: „Stærsta
vandamálið er þó að
skammtímahugsun er
innbyggð í þankagang
Alþingis- og stjórn-
málamanna. Þar snú-
ast leikreglurnar um
að ná skjótfengnum
árangri, hvort sem
er sem einstaklingur
eða flokkur, og færast
þannig ofar í gogg-
unarröðina hjá koll-
egum eða kjósendum …. Þannig
eru skammtímalausnir og hags-
munagæsla verðlaunuð en lang-
tímalausnum ýtt til hliðar. Því miður
er niðurstaðan sú að þar sem lang-
tímasjónarmið skortir eru líkurnar
á raunverulegum árangri og umbót-
um litlar,“ skrifaði Þóranna.
Tölur um hagvöxt, minnkandi
atvinnuleysi og betri stöðu ríkis-
sjóðs sýna að við erum á réttri leið
að loknu hruni. Þá hefur ríkisstjórn-
in farið með skipulegum hætti yfir
aðdraganda hrunsins og lagt til
breytingar. Þar má til dæmis nefna
endurskoðun á löggjöf um fjár-
málafyrirtæki, breytingar á lögum
um stjórnarráðið, nýja starfshætti
Alþingis og nú stendur yfir endur-
skoðun á stjórnarskránni. Þannig
hefur verið reynt að tryggja að kerfið
geti ekki hrunið með sama hætti og
það gerði haustið 2008. Hins vegar
er stór hluti endurmatsins eftir, eink-
um sá hluti sem snýr að umhverfi
efnahagsmála og hvernig við tryggj-
um farsæld heimila og fyrirtækja til
lengri tíma litið.
Sjálfstraust eða ótti
Nú er brýnt að ræða af alvöru hvern-
ig samfélag við viljum byggja á Ís-
landi. Þar virðast stjórnmálamenn
skiptast í tvo hópa. Sumir telja að
nánara samstarf við alþjóðasamfé-
lagið skapi forsendur til að skapa
stöðugleika í fjármálum heimila og
fyrirtækja. Þannig verði hægt að
byggja upp samkeppnishæft þjóð-
félag sem laðar að sér fólk og fyr-
irtæki. Aðrir vilja leggja áherslu á
þjóðernishyggju og vilja hverfa aft-
ur til þjóðfélagseinangrunar með
skertu frelsi einstaklinga og und-
irtökum þröngra hagsmunaafla.
Þannig hafa íhaldsöflin daðrað við
einangrunarhyggju.
Svo virðist sem rökræðan um lang-
tímastefnu snúist um opið eða lokað
samfélag, samstarf eða einangrun,
sjálfstraust eða ótta. Jafnaðarmenn
telja að velferð þjóðarinnar felist í
opnu samfélagi þar sem hver ein-
staklingur búi við öryggi og velferð,
en hafi greiða möguleika til vaxtar.
Þannig leggjum við áherslu á jöfnuð
en um leið að hverskyns hindrunum
og pólitískum takmörkunum verði
vikið úr vegi. Þessum markmiðum
verði náð í samstarfi við alþjóðasam-
félagið. Við viljum breytingar, ekki
stöðnun. Svo virðist sem jafnaðar-
menn séu í raun eini valkostur þeirra
sem vilja uppbyggingu fjölbreytts at-
vinnulífs í alþjóðlegum tengslum og
vilja losa heimili og fyrirtæki undan
oki verðtryggingar og hárra vaxta.
Hvoru á að trúa, þeim sem segja að hér sé allt
meira eða minna í klessu eða grjóthörðum
staðreyndum um umsvif landsmanna sem
benda til annars? Lítum á nokkrar tölur. Inn-
lend kreditkortavelta hefur vaxið um tæplega
fimm prósent á þessu ári. Aukningin á kort-
anotkun í útlöndum er enn meiri. Skíða- og
golfferðir seljast jafnt og þétt. Í vikunni voru
svo fluttar af því fréttir að þegar er búið að
selja miða á jólatónleika fyrir 350 milljónir
króna. Þannig er töluverður
kraftur í einkaneyslu lands-
manna, enda hefur hún hefur
ekki aukist hraðar frá skell-
inum haustið 2008 en á þessu
ári.
Þessari ljómandi traustu
vísbendingar benda sem sagt
eindregið til þess að ástandið
sé í raun töluvert langt frá því
að vera jafn afspyrnu slæmt
eins og maður gæti slysast til
að halda þegar hlustað er full-
trúa svo ólíkra hópa sem Hagsmunasamtaka
heimilanna og Samtaka atvinnulífsins.
Hvað er sagt og hversu oft hefur áhrif. Hollt
er að hafa í huga, þegar málflutningur þessara
tveggja samtaka er meltur, að þó nöfnin séu
stór þá eru þau fyrst og fremst lobbíistafélög
tiltölulega þröngra hagsmuna.
Samtök atvinnulífsins eru að minnsta kosti
ekki í neinum feluleik með þá stöðu, ólíkt
Hagsmunasamtökum heimilanna, sem láta í
sífellu eins og þau tali fyrir gjörvalla þjóðina.
Hafa reyndar margir talsmenn furðu ólíkra
sjónarmiða tekið að sér það umboð að þjóð-
inni forspurðri undanfarin þrjú ár.
Í Fréttatímanum í dag er athyglisverð
fréttaskýring Gunnhildar Örnu Gunnars-
dóttur þar sem skoðað hvort hugarfarið sé
farið að þvælast meira fyrir þorra landsmanna
fremur en raunverulegur efnahagsvandi, sem
vissulega hrjáir afmarkaða hópa. „... hægt er
að blása erfiðleikana upp með afstöðu sinni.
Það er engin spurning. En [kröggurnar sem
fólk upplifir] eru ekki ímyndun heldur ímynd.
Ef fólk upplifir tóma erfiðleika í kringum sig
verður það ímynd þess á stöðu samfélagsins.
Þótt það sjálft eigi hugsanlega ekki í miklum
vanda,“ segir Þórhallur Örn Guðlaugsson,
markaðsfræðingur og dósent við Háskóla Ís-
lands, í greininni.
Af opinberri umræðu mætti einmitt halda
að þessi ímynd um vonda stöðu samfélagsins
sé ráðandi. Sú er þó alls ekki raunin. Allar
kannanir, byggðar á samtölum við venjulegt
við fólk, sýna okkur þveröfuga mynd.
Börn og unglingar eru til dæmis ánægð-
ari nú en fyrir þremur árum og í skýrslunni
„Hvernig hefur þú það?“, sem er sagt frá í
fréttaskýringunni, kemur fram að 98 pró-
sent Íslendinga segjast þekkja einhvern sem
þeir geti treyst á í neyð. Það hlutfall er hvergi
hærra innan OECD-ríkja og 83 prósent segja
að þeir eigi ánægjulegar upplifanir dagsdag-
lega, sem er ellefu prósentustigum yfir meðal-
tali í OECD-ríkjum.
Það er umhugsunarefni að svona mikill
munur skuli vera á þeirri afstöðu fólks og tón-
inum í hinni opinberu umræðu. Það bendir til
þess að margir af þeim sem þar tala mest og
skrifa séu ekki í góðum tengslum við raun-
veruleikann.
Bölsýnissíbyljan Spurning um val
Veruleikinn og opinber umræða
Jón Kaldal
kaldal@frettatiminn.is
H
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur
Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsinga-
stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
Stefnumótun til langs tíma er hluti af lausn stóru vanamála dagsins.
Opið eða lokað?
Magnús Orri Schram
þingmaður Samfylkingar-
innar
viðhorf 35Helgin 28.-30. október 2011
Veitingahús
SuZushii Stjörnutorgi
Sjávargrillið ehf
Íslenska Hamborgarafabrikkan
Italiano ehf - pizzastaður
Karma Keflavík ehf
Grófinni 8
Kringlunni 4-12
Skólavörðustíg 14
Hlíðasmára 15 7 ummæli
17 ummæli
4 ummæli
5 ummæli
7 ummæli
1
2
3
4
5
Efstu 5 - Vika 43
Topplistinn
Fékkstu ekki
Fréttatímann
heim?
Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu.
Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með
tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is
Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is