Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.10.2011, Blaðsíða 41

Fréttatíminn - 28.10.2011, Blaðsíða 41
Revestimiento Ace Negro 33,3x100 cm Ace Blanco 33,3x100 cm Pavimento Crystal Floor White 33,3x33,3 cm Crystal Floor Dark 33,3x33,3 cm 25 ára Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 25 % afmælisafsláttur 21/10 - 5/11 J ón Sigurðsson, maðurinn sem hjálpaði okkur að losna við danska kóng- inn,” þannig talaði fóst- urdóttir mín, Jóhanna Rannveig, 5 ára um Jón Sigurðsson forseta, eft- ir umræðu á heimilinu um þennan merka mann sem á merkisafmæli í ár. Hann var stór. Hann var sterkur og hann gerði þjóð sinni gott. Hann á afmæli og við fögnum því. Hann var hugaður maður. Hann hafði sýn, kjark og þor til að tala fyrir okkar málstað. Hann hafði áhyggjur af íslenskri þjóð; taldi hana ekki nægilega hugaða né stað- fasta. Hann vildi meira þor, meiri baráttu fyrir trú og eigin gildum. Sanna baráttu, ekki lýðskrum. Höf- um það í huga þegar við flöggum næst á afmælisdaginn, grillum vegalambið eða skálum út í loftið á 17. júní. Hvernig skyldi honum síðan líða árið 2011, þessum frænda íslensku þjóðarinnar, sem barðist eins og hann gat með öllum þeim ráðum sem hann hafði, ef hann settist um stund á bekk við Arnarhól og horfði yfir sviðið. Ætli hann yrði ekki hæstánægður að sjá eftirmenn sína, alþingismennina okkar, heyja málefnalega baráttu fyrir fólkið í landinu, baráttu sem einkenndist af framsýni, trúverðugleika og sterkri samkennd? Skyldi hann taka eftir því hversu agað samfélagið er orðið eftir hans dag; þar sem siðleysi, sóðaskapur, einelti og græðgi eru aðeins orð í gamalli bók? Skyldi hann ekki dást að kaupsýslu- mönnum sem glaðbeitt- ir og fullir samkenndar axla hverja þá ábyrgð sem þeim ber og jafnvel líka fyrir náungann, sem ekki hefur alveg eins breitt bak. Eða skyldi hann ekki fyllast stolti yfir vel- gengni bankanna síð- ustu vikur og mánuði, ósérhlífni skilanefndar- manna, sem vinna dag og nótt, fyrir launum sínum, sem varla teljast há miðað við þjóðhags- legt mikilvægi starfsins? Já, það er án efa margt sem gæti glatt hjarta frænda okkar Sigurðs- sonar og þó er það svo, að hér hef ég ekkert skrifað um daglegt líf og stöðu hins almenna Íslendings, launamál kennara og heilbrigðis- stétta, starfsskilyrði lögreglunnar, stöðu sjúkra, fatlaðra, geðfatlaðra og þeirra sem standa höllum fæti í samfélaginu, enda er svo sem lít- ið um þessi mál að segja. Það eru stóru málin sem mestu skipta. Já, hvernig myndi Jóni líða? Við vitum ekki svörin. Sagnfræðingar okkar tíma hafa ekki samið þau. Bókin er ekki tilbúin. Enginn veit neitt, en við höldum samt upp á af- mælið. Og það er í sjálfu sér ærin ástæða til, því þarna fór maður með hugsjón, stíl, þor og getu til að tala og framkvæma. Ég vildi að ,,maðurinn sem hjálp- aði okkur að losna við danska kóng- inn” væri kominn aftur. Ég myndi bara vilja ræða aðeins við hann … og bjóða honum svo í bíó; ,,ameríska bíómynd, popp og kók og alles”. Jón Sigurðsson ,,Hjálpaði okkur að losna við danska kónginn” Þorgeir Pálsson professor við tækni- og verkfræðideild Skyldi hann ekki dást að kaupsýslumönnum sem glaðbeittir og fullir samkenndar axla hverja þá ábyrgð sem þeim ber og jafnvel líka fyrir náungann, sem ekki hefur alveg eins breitt bak. HELGARBLAÐ auglysingar@frettatiminn.is Auglýsingasími Fréttatímans 531 3300 Helgin 28.-30. október 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.