Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.10.2011, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 28.10.2011, Blaðsíða 56
Steven Spielberg er alltaf bestur þegar hann fylgir barnshjarta sínu og það gerir hann svo sannarlega í þessari sprellfjörugu ævintýramynd um Tinna, Tobba og Kolbein kaftein. Með tölvu- tækniliði sínu og góðum leikurum tekst honum að blása ótrúlegu lífi í vel þekktar persónur Tinnabóka Hergés og með göldrum sínum fangar Spielberg anda bókanna þannig að unun er á að horfa, bæði fyrir grjótharða Tinna-aðdáendur til áratuga sem og nýja og yngri áhorfendur. Kjarni sögunnar er sóttur í bókina um Tinna og leyndardóma Einhyrningsins þar sem Tinni reynir að leysa ráðgátuna um hvar kafteinn Kjálkabítur, forfaðir Kolbeins, faldi fjársjóð sem kenndur er við sjóræningjann Rögnvald rauða. Sagan er hins vegar þétt og gerð enn skemmtilegri með því að flétta vænan hluta úr Krabbanum með gylltu klærnar saman við hana. Ákaflega sniðugt og vel til fundið. Maður sogast einhvern veginn strax inn í heim bókanna á fyrstu mínútunum og síðan tekur við hörkuskemmtileg rússíbanareið þar sem hvergi er slegið af og hver uppákoman rekur aðra þannig að áhorfandinn gleymir alveg stund og stað. Rétt eins og í bókunum er ógnin aldrei mjög þrúgandi en myndin er engu að síður hörku- spennandi. Persónurnar eru sjálfum sér samkvæmar. Hundurinn Tobbi er eldklár og þrautgóður á raunastund, Skapti og Skafti skila sínu gríni og Tinni er jafn flöt persóna og venjulega þannig að hver sem er getur speglað sig í honum. Það er svo vitaskuld kjaftfori og hjartahreini alkóhólist- inn Kolbeinn kafteinn sem auðgar myndina bæði með fyndnustu atriðunum og grátbroslegum mannlegum harmi sem gefur myndinni ákveðna dýpt. Og þegar þetta smellur allt saman í höndunum á Spielberg stendur eftir frábær skemmtun og áferðarfögur lifandi myndasaga sem sýnir Tinna og skapara hans fullan sóma. 52 bíó Helgin 28.-30. október 2011 M yndasögur Hergés um Tinna hafa notið mikilla vinsælda áratugum saman og Tinni heldur alltaf sínu þótt heimurinn breytist og hann á bæði tryggja fylgendur og stöðugt bætast nýir í hópinn, ekki síst í Evrópu sem hefur alla tíð verið helsta vígi Tinna enda á hann sitt varnarþing í Brussel. Þessi hjartahreini og hugaði blaðamaður er minna þekktur í Bandaríkjunum þar sem kynslóðirnar hafa haft Batman, Superman, Spiderman og alla þá halarófu af ofurhetjum sem þar starfa til þess að halla sér að. Ekkert bendir þó til annars að stórmyndin um Tinna muni leggjast vel í Kanann og vegur Tinna eigi eftir að fara vaxandi handan Atlantshafsins. Tinni hefur einstakt lag á að róta sér í vandræði og sérstaklega fundvís á illmenni og skúrka sem hafa jafnan eitthvað veru­ lega skuggalegt fyrir stafni. Fæstir mega þeir sín þó mikils andspænis hinum eld­ klára Tinna sem er svo sannarlega Þrándur í götu, ekki síst þegar hann er með kjaftfora og alkóhólíseraða sjóarann Kolbein kaftein sér við hlið. Að ógleymdum hinum trygga hundi Tobba. Ævintýraþrá Tinna veldur því að hann af­ kastar ekki miklu sem blaðamaður og lítið fer fyrir fréttaskrifum hjá kappanum enda er hann á stöðugum þeytingi. Bregður sér meðal annars til tunglsins og lendir í hremmingum í flestum heimshornum. Hann er ekki ólíkur Indiana Jones að þessu leyti og hermt er að Spielberg hafi fyrst fengið áhuga á að kvikmynda Tinna upp úr 1980 enda meðvitaður um að heimshorna­ flakk blaðamannsins með barnsandlitið bauð upp á hressileg ævintýri í anda gömlu þrjú bíómyndanna sem eru honum svo hug­ leiknar. Söguþráður Leyndardóms Einhyrnings­ ins er flestum Íslendingum vel kunnur en Hergé sagði söguna af fjársjóði Rögnvaldar rauða í tveimur bókum, Leyndardómi Ein­ hyrningsins og svo Fjársjóði Rögnvaldar rauða. Þegar Tinni fer að kynna sér sögu hins goðsagnakennda skips Einhyrnings­ ins kynnist hann Kolbeini kafteini en sá er afkomandi skipstjóra Einhyrningsins, Rögnvaldar rauða. Þeir ákveða í framhald­ inu að leggjast í leit að skipinu, sem hvílir á hafsbotni, þar sem sagan segir að mikill fjársjóður hafi sokkið með því. Þeir eru þó ekki einir um að vilja komast í gullkistur Rögnvaldar þar sem annar og fremur illúð­ legur afkomandi Rögnvaldar er í svipuðum hugleiðingum. Myndin er í þrívídd og tölvuteiknuð sem gefur Spielberg og Jackson gott færi á að fanga anda bókanna og persónanna og rétt eins og í sögum Hergés þykir Tinni áberandi litlausastur í persónugalleríinu. Kolbeinn kafteinn sér um að lyfta upp fjör­ inu og húmornum og seinheppnustu leyni­ lögreglumenn sem sögur fara af, Skapti og Skafti, standa fyrir sínu. Og Tinni er bara Tinni. Ákafur og úrræðagóður og kemst alla leið með dyggum stuðningi vina sinna og góðkunningja. Kamelljónið Andy Serkis blæs lífi í Kol­ bein en hann hefur áður sýnt mikil tilþrif í túlkun sinni á Gollum í Hringadróttinsþrí­ leik Peters Jacksons. Jamie Bell, sem gerði fyrst garðinn frægan í Billy Elliot árið 2000 leikur Tinna.  Ævintýri tinna Leitin að einhyrningnuM Biðin eftir fyrstu myndinni í fyrirhuguðum þríleik þeirra miklu kappa Stevens Spielberg og Peters Jackson um ævintýri hins dáða Tinna er loks á enda. Þeir ríða á vaðið með Leyndardómi Einhyrn- ingsins en Jackson snýr sér líklega að Föngunum í sólhofinu þegar hann hefur klárað The Hobbit. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is bíó Evrópskur Indiana Jones með barnsandlit Tinni ásamt seinheppnustu og lélegustu rannsóknarlögreglumönnum sem sögur fara af, Skapta og Skafta.  gaMLingjar í hoLLywood Rúnar Rúnarsson hefur farið sigurför um kvik- myndahátíðir víða um lönd með Eldfjalli sem gagnrýnendur hafa ausið lofi, bæði hér heima og annars staðar. Myndin er framlag Íslands til keppninnar um Óskarsverðlaunin sem best erlenda myndin og gæti átt ágætis möguleika á því að komast í fimm mynda úrslit en fari svo þarf Rúnar að setja smókinginn í hreinsun og vera við öllu búinn þegar verðlaunin verða afhent í Los Angeles. Eldri borgarar í akademíunni gæti reynst Rúnari haukur í horni þegar kemur að vali á bestu erlendu myndinni en þeir sem helst hafa tíma til þess að kynna sér allar myndir eru þeir sem sestir eru í helgan stein í Hollywood. Þá ætti heldur ekki að spilla fyrir að Eldfjall fjallar um innri glímu manns sem þarf að takast á við breytt líf þegar hann kemst á eftirlauna aldur. Íslensk mynd hefur einu sinni komist í lokaslaginn um Óskarinn sem besta erlenda myndin en það var þegar Friðrik Þór Friðiriksson mætti með Börn náttúrunnar til Los Angeles. Á þeim tíma spratt upp sú kenning að það hefði talist Börnum náttúrunnar til tekna að hún fjallaði einmitt um eldri borgara. Aðrir miðlar Imdb: 7.7 Rotten Tomatoes: 90% Gætu hjálpað Eldfjalli  BíódóMur tinni og LeyndardóMur einhyrningsins Fjörug eins og trilljón trylltir túnfiskar í Trékyllisvík  The Inbetweeners Jay, Simon, Neil og Will eru utan- garðs í skólanum, frekar óvinsælir og klaufskir í samskiptum. Þeir ganga að því sem gefnu að líf þeirra muni taka breytingum til hins betra að skólagöngu lokinni en vandræðin halda áfram eftir útskrift þannig að félagarnir ákveða að skella sér í frí á gríska sólarströnd, njóta lífsins og kynnast því hvernig það er að vera alvöru karlmenn. Þeir eru þó því miður sjálfum sér sam- kvæmir og eru ekki lengi að róta sér í botnlaus vandræði sem vandséð er að þeir nái að losa sig út úr. Aðrir miðlar: Imdb: 7.9, Rotten Tomatoes: 79%  FruMsýndar The Help Myndin er gerð eftir metsölubók Kathryn Stockett og fjallar um líf auðugra hvítra kvenna í Mississippi og þeldökka þjóna þeirra. Emem Stone (Zombieland) leikur hina forvitnu og rétt- nefni Skeeter sem snýr aftur til heimabæjarins eftir háskólanám. Hún setur allt í bál og brand í bænum þegar hún reynir að taka viðtöl við hörundsdökar stúlkur sem þjóna ríkum, hvítum fjölskyldum í bænum. Meðal annarra leikara í myndinni eru Allison Janney, Sissy Spacek og Bryce Dallas Howard. Aðrir miðlar: Imdb: 8.1, Rotten Tomatoes: 74%, Metacritic: 62. Theodór Júlíusson gæti átt greiða leið að hjörtum fullorðna fólksins í akademíunni sem velur þær fimm myndir sem keppa um Óskarinn sem besta erlenda myndin. Þórarinn Þórarinsson toti@ frettatiminn.is Söguþráður Leyndardóms Einhyrningsins er flestum Íslendingum vel kunnur en Hergé sagði söguna af fjár- sjóði Rögn- valdar rauða í tveimur bókum, Leyndardómi Einhyrningsins og svo Fjársjóði Rögnvaldar rauða. Eldgos í Paradís Sýningar eru hafnar í Bíó Paradís á tveimur heimildarmyndum um gosið í Eyjafjallajökli, Iceland Volcano Eruption og In to Iceland́ s Volcano. Profilm gerði myndirnar í fyrra í samráði við National Geographic Channel í Banda- ríkjunum. Þær hafa verið sýndar um allan heim og vakið athygli fyrir bæði efnistök og myndatöku. Myndirnar hafa meðal annars verið tilnefndar til Emmy-verðlauna og hafa verið sýndar á yfir 300 sjónvarpsstöðvum. Myndirnar verða sýndar í Bíó Paradís til 4. nóvember. Smáralind 201 Kópavogur Hverafold 1-3 112 Reykjavík 511 1710 svanhvit@svanhvit.is www.svanhvit.is Opnunartími Hverafold: Virka daga 8:00–18:00 og föstudaga 8:00–18:30 Opnunartími í Smáralind: Virka daga 11:00–19:00 og laugardaga 11:00–18:00 SKYRTUTILBOÐ! 300 kr. skyrtan – ef komið er með þrjár eða fleiri í einu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.