Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.10.2011, Side 64

Fréttatíminn - 28.10.2011, Side 64
Þ að er spurning,“ segir Gói þegar hann er spurður hvern-ig standi á þessu endalausa ástarbrölti á honum og Birgittu á fjölunum. „Þetta hefur einhvern veginn æxlast svona á síðustu miss- erum og við náum vel saman enda er ekki annað hægt. Við leikum elskhuga núna í Kirsuberjagarð- inum og hún var að stökkva inn í hlutverk eiginkonu minnar í Nei, ráðherra! og svo var hún sjúk í mig í Gauragangi.“ „Hann er náttúrlega óþolandi. Hvernig væri að fara að fá einhvern nýjan?“ spyr Birgitta og hlær. „Nei, djók. Þetta er fínt og hann er frábær mótleikari og svo mikill atvinnu- maður. Svo var ég rosa mikið að reyna við hann í Fólkinu í kjallar- anum. Það er að segja persónan mín var að reyna við persónuna hans. Höfum það alveg á hreinu,“ segir Birgitta áfram á léttu nótunum. Kirsuberjagarðurinn er síðasta og mest leikna verk Antons Tsjek- hovs og er í hugum margra eitt besta leikverk allra tíma. „Ég held að maður væri ruglaður ef maður myndi neita því að það væri draum- ur hvers leikara að fá að kljást við Tsjekhov yfir höfuð,“ segir Gói. „Þetta er alveg ótrúlega vel skrifað leikrit og alveg magnað að vera bú- inn að fást við að síðustu vikurnar og sjá hvað það á mikið erindi við tíðarandann á Íslandi í dag. Ég held að íslenskir áhorfendur skilja það betur nú en nokkru sinni fyrr.“ Kirsuberjagarðurinn var frum- sýndur árið 1904 í Moskvu í leik- stjórn Constantins Stanislavskí. „Tsjekhov var einmitt mjög ósáttur þegar Stanislavskí setti það upp fyrst að þá var ekkert nema drama. Það er mjög auðvelt að gera sýn- inguna þannig en þegar maður fer að kafa ofan í verkið skilur maður hvað Tsjekhov er að meina með því að segja að þetta sé gamanverk. Vegna þess að hann er kannski svo- lítið að gera grín eða benda okkur á hvernig manneskjan virkar. Það er aldrei bara drama í okkar lífi og þótt það komi upp einhver hræðileg- ur atburður þá finnur maður alltaf grínið, einhvern veginn til að gera hlutina bærilegri,“ segir Birgitta. „Þessi leið Hilmis Snæs og þessi uppfærsla núna er rosalegan stór og mikið líf í henni,“ segir Gói. „Við erum með tónlistarmenn á svið- inu þannig að það er mikil tónlist og mikið stuð og fjör í Kirsuberja- garðinum. Það er stanslaust partí hjá hefðarkonunni sem á garðinn, en harmurinn er náttúrlega alltaf skammt undan. Eins og við þekkj- um bara. Það var stuð 2007 og svo var ekkert meira stuð. Það er dálítið eins í þessu leikriti.“ toti@frettatiminn.is  Birgitta og gói Kærustupar eina ferðina enn Ástin blómstrar í Kirsuberjagarðinum Guðjón Davíð og Birgitta njóta þess að fást við Tsjekhov í Kirsuberjagarðinum. „Ég hugsa að þetta leikrit hafi aldrei verið sett upp á Íslandi á tímum þar sem það talar svona beint til okkar,“ segir Gói. „Mér finnst líka að Tsjekhov sé að reyna að fá áhorfendur til að sjá hvað við erum hlægileg í rauninni, mannskepnan, án þess að það fari út í einhvern farsa.“ Guðjón Davíð Karlsson, Gói, og Birgitta Birgisdóttir leika elskendur í Kirsuberjagarðinum sem Þjóðleikhúsið frumsýnir á föstudagskvöld í leikstjórn Hilmis Snæs Guðnasonar. Gói og Birgitta eru alvön því að leika kærustupar en á síðustu misserum hafa þau haft ríka tilhneigingu til þess að fella saman hugi á sviðinu. Þau voru par í Gauragangi, eru hjón í Nei, ráðherra! og straumar voru á milli þeirra í Fólkinu í kjallaranum.  plötuhorn Dr. gunna locust sounds  Reykjavík! VIP! Þriðja plata Reykja- víkur! er 14 laga bland í svörtum ruslapoka, dæmalaust vel útilátinn skammtur af hráslaga- legu en ýkt hressandi gítarrokki. Hljómsveitin hefur pússast saman eftir áralangt hark og kemur hér ægiþétt með slípuðustu og bestu plötuna sína. Hún er mun poppaðri en hinar tvær og lögin melódísk undir glitrandi gítarhaugum. Þegar svona vel er skammtað vill lakara efni sullast með. Sem betur fer eru þó b-hliðar lög í algjörum minnihluta og Hellbound Heart, Black Out, Cats og mörg fleiri urrandi flott rokklög tryggja sveitinni leður- legubekki í vip-setustofu íslenska rokksins. Ass- goti gott! svefn og vöku skil  Árstíðir Sætsúpa Þetta er önnur plata Árs- tíða. Aftur er boðið upp á róleg og dramatísk lög – eins konar þjóðlaga- barokk-popp – bæði á íslensku og ensku. Kallað hefur verið í Ólaf Arn- alds, sem spinnur utan um lögin mikinn silkiþráð strokhljóðfæra. Sveitin minnir á ýmislegt, bæði Simon & Garfunkel og Savanna tríóið, og er orðin mjög góð í því sem hún gerir. Samhljómur söngvaranna er fallegur og hljóðfærasláttur hák- lassa, en því miður eru mörg lög bara ekki nógu eftirminnileg. Það vantar ágengari lög og platan rennur því niður sem litrík sætsúpa, fín sem slík, en það vantar meira sem grípur og heldur. trash Can honey  Elephant Poetry Alt-rokkað Alnafni stórpopparans, Björgvin Halldórsson, fer fyrir Fílaljóði með dönskum vinum sínum og (á þessari plötu) íslenska trommaranum Janusi Braga. Bandið hefur verið starfandi í Kaupmannahöfn frá árinu 2003 og sett ýmis verk á netið og á plötur. Þessa nýjustu átta laga plötu má fá hér: elep- hantpoetry.bandcamp. com. Bandið spilar „alt-rokk“ með rifnum gíturum og dínamískri uppbyggingu laga – poppaður afleggjari frá Sonic Youth og Smashing Pumpkins. Platan er ágæt, vel spiluð og sungin, en lagasmíðarn- ar mættu vera sterkari. Ekki er þetta tíðindamikil músík 20 árum á eftir gullöld hennar, en rokk- áhugamenn ættu að tékka á þessu. Kirsuberjagarðurinn – frumsýning í kvöld Galdrakarlinn í Oz (Stóra sviðið) Lau 29/10 kl. 14:00 13.k Sun 20/11 kl. 14:00 20.k Sun 18/12 kl. 14:00 27.k Sun 30/10 kl. 14:00 14.k Sun 20/11 kl. 17:00 aukas Mán 26/12 kl. 14:00 28.k Mið 2/11 kl. 19:00 aukas Lau 26/11 kl. 14:00 21.k Mán 26/12 kl. 17:00 29.k Lau 5/11 kl. 14:00 15.k Sun 27/11 kl. 14:00 22.k Lau 7/1 kl. 14:00 30.k Sun 6/11 kl. 14:00 16.k Lau 3/12 kl. 14:00 23.k Sun 8/1 kl. 14:00 31.k Lau 12/11 kl. 14:00 17.k Lau 3/12 kl. 17:00 aukas Lau 14/1 kl. 14:00 Sun 13/11 kl. 14:00 18.k Sun 4/12 kl. 14:00 24.k Sun 15/1 kl. 14:00 Sun 13/11 kl. 17:00 aukas Lau 10/12 kl. 14:00 25.k Lau 19/11 kl. 14:00 19.k Sun 11/12 kl. 14:00 26.k Einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið) Lau 29/10 kl. 19:00 12.k Lau 12/11 kl. 19:00 14.k Fös 2/12 kl. 20:00 Lau 5/11 kl. 19:00 13.k Fös 25/11 kl. 19:00 15.k Fös 9/12 kl. 19:00 Gríman: Áhorfendasýning ársins 2011 Kirsuberjagarðurinn (Stóra sviðið) Fös 28/10 kl. 20:00 frums Mið 16/11 kl. 20:00 6.k Fim 1/12 kl. 20:00 aukas Fim 3/11 kl. 20:00 2.k Fös 18/11 kl. 20:00 aukas Sun 4/12 kl. 20:00 10.k Fös 4/11 kl. 20:00 3.k Lau 19/11 kl. 20:00 7.k Fim 8/12 kl. 20:00 11.k Mið 9/11 kl. 20:00 4.k Mið 23/11 kl. 20:00 8.k Sun 11/12 kl. 20:00 12.k Fim 10/11 kl. 20:00 aukas Lau 26/11 kl. 20:00 aukas Fös 16/12 kl. 20:00 13.k Fös 11/11 kl. 20:00 5.k Sun 27/11 kl. 20:00 9.k Sannkölluð leikhúsperla um ástir, drauma og vonir Klúbburinn (Litla sviðið) Lau 29/10 kl. 22:30 2.k Lau 12/11 kl. 17:00 3.k Dansleikhús um karlmenn. Snýr aftur frá fyrra leikári. Aðeins þessar sýningar Afinn (Litla sviðið) Fös 28/10 kl. 20:00 9.k Fös 11/11 kl. 20:00 11.k Lau 19/11 kl. 20:00 13.k Fös 4/11 kl. 20:00 10.k Fös 18/11 kl. 20:00 12.k Hlýlegt gamanverk með stórt hjarta. Síðustu sýningar Eldfærin (Litla sviðið) Sun 30/10 kl. 13:00 8.k Sun 6/11 kl. 13:00 9.k Sun 13/11 kl. 13:00 10.k Leikhústöfrar fyrir börn á öllum aldri. Sýningum lýkur í nóvember. Fullkominn dagur til drauma (Stóra sviðið) Sun 30/10 kl. 20:00 5.k Sun 6/11 kl. 20:00 6.k Íslenski Dansflokkurinn. Verk eftir Anton Lackhy úr Les Slovaks Lau 29.10. Kl. 16:00 15. sýn. Lau 29.10. Kl. 19:30 16. sýn. Sun 30.10. Kl. 19:30 17. sýn. Mið 2.11. Kl. 19:30 4. au. Fim 3.11. Kl. 19:30 5. au. Listaverkið (Stóra sviðið) Svartur hundur prestsins (Kassinn) Fös 28.10. Kl. 19:30 16. sýn. Lau 29.10. Kl. 19:30 17. sýn. Mið 2.11. Kl. 19:30 1. sér. Fim 3.11. Kl. 19:30 18. sýn. Fös 4.11. Kl. 19:30 5. au. Lau 5.11. Kl. 19:30 6. au. Mið 9.11. Kl. 19:30 19. sýn. Lau 12.11. Kl. 19:30 20. sýn. Sun 13.11. Kl. 19:30 21. sýn. Lau 19.11. Kl. 19:30 22. sýn. Sun 20.11. Kl. 19:30 23. sýn. Fim 24.11. Kl. 19:30 24. sýn. Fös 25.11. Kl. 19:30 25. sýn. Sun 27.11. Kl. 19:30 26. sýn. Fim 1.12. Kl. 19:30 27. sýn. Fös 2.12. Kl. 19:30 28. sýn. Hlini kóngsson (Kúlan ) Sun 30.10. Kl. 15:00 Hreinsun (Stóra sviðið) Uppnám (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 29.10. Kl. 22:00 Fös 25.11. Kl. 22:00 Fös 2.12. Kl. 22:00 Lau 10.12. Kl. 22:00 Fös 28.10. Kl. 19:30 2. sýn. Fös 4.11. Kl. 19:30 3. sýn. Lau 5.11. Kl. 19:30 4. sýn. Lau 12.11. Kl. 19:30 5. sýn. Sun 13.11. Kl. 19:30 6. sýn. Lau 19.11. Kl. 19:30 7. sýn. Sun 20.11. Kl. 19:30 8. sýn. Fim 24.11. Kl. 19:30 9. sýn. Fös 25.11. Kl. 19:30 10. sýn. Fös 2.12. Kl. 19:30 11. sýn. Lau 3.12. Kl. 19:30 12. sýn. Lau 10.12. Kl. 19:30 13. sýn. Ö Ö Ö Ö Hvílíkt snilldarverk er maðurinn (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 29.10. Kl. 16:00 Aukas. Judy Garland (Þjóðleikhúskjallarinn) Sun 30.10. Kl. 22:00 4. sýn. Lau 5.11. Kl. 22:00 5. sýn. Sun 6.11. Kl. 22:00 6. sýn. Lau 12.11. Kl. 22:00 7. sýn. Sun 20.11. Kl. 22:00 8. sýn. Ö U U Ö Ö Ö Ö Ö Ö U Ö U Ö Ö Allir synir mínir (Stóra sviðið) Fim 10.11. Kl. 19:30 Fös 11.11. Kl. 19:30 Fim 17.11. Kl. 19:30 Fös 18.11. Kl. 19:30 Kjartan eða Bolli? (Kúlan) Lau 29.10. Kl. 17:00 Frums. Lau 5.11. Kl. 17:00 Uppistand - Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn) Mið 2.11. Kl. 20:00 Fim 3.11. Kl. 20:00 SÍÐASTA SÝNING! 21. sýn. 22. sýn. 23. sýn. 24. sýn. 25. sýn.Lau 26.11. Kl. 19:30 Nánari upplýsingar og skráning: sími 525 4444 endurmenntun.is FRÓÐLEIKUR OG SKEMMTUN Eystrasalt – ferð um fögur lönd með Jóni Björnssyni hefst 31. október Súkkulaði … himneskt um jólin skráningarfrestur til 31. október Kínversk heimspeki skráningarfrestur til 2. nóvember Barokk list: málverk, höggmyndir og arkitektúr skráningarfrestur til 1. nóvember Draumar – auður svefnsins skráningarfrestur til 7. nóvember Jólahald fyrir tíma Jesúbarnsins skráningarfrestur til 9. nóvember Námskeið Endurmenntunar eru öllum opin 60 menning Helgin 28.-30. október 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.