Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.10.2011, Side 68

Fréttatíminn - 28.10.2011, Side 68
É g var orðinn leiður á að hanga og bíða eftir góðu hlut-verki, löngu hættur í prent- verkinu og ákvað því að söðla um,“ segir Magnús Ólafsson, leikari og skemmtikraftur með meiru, en nú selur hann bændum búvélar, hvort heldur eru dráttarvélar eða heybind- itæki, auk bíla og tækja fyrir verk- taka. „Ég sá starfið auglýst og sótti um, vildi vita hvort svona gamall jaxl fengi vinnu. Mér var boðið að prófa og líst bara vel á,“ segir Magnús en hann starfar nú á Bifreiða- & vélasöl- unni, fyrirtæki sem tengist Höfða- bílum. Þegar nær dregur aðventunni býr Magnús sig, ásamt félaga sínum Þorgeiri Ástvaldssyni, undir komu jólasveinanna Hurðaskellis og Stúfs. Þeir hafa það fram yfir aðra jólasveina að hafa verið handteknir þegar þeir dreifðu eplum meðal alþingismanna. Sumargleðimenn, Magnús og félagar, fara síðan í alla fjórðunga næsta sum- ar með viðeigandi húllumhæi – og hafa auk þess neglt niður goslokahá- tíðina í Eyjum næsta sumar. Magnús hefur leikið lögreglumenn í þremur síðustu kvikmyndum eða sjónvarpsseríum, nú síðast í Heims- endi Ragnars Bragasonar sem sýnd- ur er á Stöð 2. Þar eru flestir galnir en Magnús segir lögreglumann sinn heilan á geði en af gamla skólanum. „Hann kemur að þessu geðveika fólki þegar allt er komið í hund og kött, eins og allt stefnir í. Ragnar leikstjóri segir að ég hljóti að hafa verið lög- reglumaður í fyrra lífi því þetta sé svo létt fyrir mig. Það er spurning hvort ég ætti að fara í Lögregluskólann, ég gæti tekið við af Geir Jóni, er hann ekki að hætta? Ég er hávaxinn eins og hann en ekki eins svakalegur og ég var, sjötíu kílóum léttari, orðinn svo mjór að ég er eiginlega hvorki heill né hálfur maður.“ Magnús tekur þó niður lögreglu- húfuna í næsta hluverki sínu, bíó- mynd sem gerð verður á komandi ári. „Þar á ég að leika gamlan alkóhólista. Ég veit nú hvernig á að lyfta glasi, en er ekki alveg orðinn handlama af því enda skilur það lítið eftir, en það er gaman að leika svona karaktera.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Spurning hvort ég ætti að fara í Lögregluskólann Gæti tekið við af Geir Jóni enda þrjú síðustu hlutverkin lögregluþjónar. Leikarinn selur nú búvélar – en tekur góðum hlutverkum þegar þau bjóðast. Vertu hress í vetur Angelica er íslensk náttúruafurð úr ætihvönn sem gefur þér aukna orku og veitir mótstöðu gegn alls konar vetrarpestum. Sæktu styrk í náttúru Íslands! www.sagamedica.is Fæst í apótekum, heilsuvöruverslunum og stórmörkuðum.  DráttarvÉlasali Magnús Ólafsson söðlar uM Magnús Ólafsson, leikari og skemmtikraftur, hefur söðlað um og selur nú búvélar, meðal annars. Ljósmynd Hari Miðasala sími: 571 5900 ALVÖRU MENN “Hér er valinn maður í hverju rúmi... Leikurinn er upp á fimm stjörnur.” -Elísabet Brekkan, Fréttablaðið. - harpa alþýðunnar FÖS 28/10 L AU 29/10 FÖS 04/11 L AU 05/11 FÖS 1 1 / 1 1 L AU 12 /11 FÖS 18/11 FIM 24/11 FÖS 25/11 L AU 26/11 FÖS 02 /12 FÖS 09/12 L AU 10/12 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 Ö Ö Ö U f atahönnun, tískuteikning og ljósmyndun renna saman í eitt í sýningu sem opnar í Hafnarborg í Hafnarfirði á laug- ardag. Það er ekki oft sem stóru virðulegu listasöfnin hýsa sýningar tengda tísku svo það eitt er vísbend- ing um að hér er eitthvað spennandi á ferðinni. Það eru þær Saga Sigurðardóttir ljósmyndari og Hildur Yeoman fata- hönnuður og tískuteiknari sem eru á bakvið sýninguna. Hildur hef- ur meðal ann- ars hannað fylgihlutalínu þar sem var að finna hand- töskur í formi púðluhunda og hún frum- sý ndi aðra fatalínu sína Cherry Bomb á Reykjav ík Fashion Festi- val fyrr á árinu. Saga býr og starfar í Lond- on þar sem hún lauk nýverið BA prófi í tískuljós- myndun í London College of Fashion. Hún hefur unnið með fjölda ólíkra hönnuða á stuttum ferli og ljósmyndir eftir hana hafa birst í stórum tískutímaritum á borð við Dazed and Confused, Dazed Digital og Tops- hop 214 Sýnininguna kal la þær Hamskipti en hún var hluti af norræna tískutvíæringnum sem var haldinn í Seattle í Bandaríkjunum nú í september. Sýningarstjóri er Klara Þórhallsdóttir.  Hafnarborg HaMskipti Hefjast á laugarDag Sambræðsla hönnunar og ljósmyndunar 64 dægurmál Helgin 28.-30. október 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.