Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.10.2011, Side 69

Fréttatíminn - 28.10.2011, Side 69
Grænt og blátt Epli í fallegri skál og púði í stíl. ’Undirtónn-inn í þessuer að koma við-skiptavinum áóvart með skemmtilegum hugmyndum sem gefa hvers- dagsleikanum gildi og gleði. S vart, grátt, vínrautt, með orange, grænum og bláum tónum eru ráð- andi litir hjá Village í haust og vetur. Ég tel þessa liti falla vel að þeim smekk sem Íslendingar hafa, sér- staklega hvað textílvörur varðar, en þær eru stór þáttur sem stjórnar samsetningu litavals í búðinni,“ segir Hallgunnur Skaptason verslunarstjóri Village á Ís- landi. Taki fyrsta skrefið „Eins og Íslendingar eru áhugasamir um nýstárlega hönnun þarf alltaf svolítið til þess að brjóta ísinn. Frá því við opn- uðum í maí nú í vor hafa erlendir ferða- menn verið allstór hluti viðskiptavina okk- ar og eru þeir óhræddir við að velja sér eitthvað nýtt sem óvíða sést. Íslendingar vilja hins vegar að einhver sé búinn að taka fyrsta skrefið,“ segir Hallgunnur. Í Village er fjölbreytt heimilis- og gjafavöruúrval. Í búðinni á Laugavegi 70 í Reykjavík er byggt á rými og einfaldleika og hver vara fær sitt svæði. Undirtónninn í þessu er að koma viðskiptavinum á óvart með skemmtilegum hugmyndum sem gefa hversdagsleikanum gildi og gleði. Miklar hreyfingar Vörunum er stillt upp til þess að auð- velda viðskiptavininum að velja sér vör- una. Þar má nefna textílvörur, glervörur, trévörur og fleira. „Litir, áferð, textíll; vöruúrvalið allt er sett saman eftir ákveðnu fyrirkomulagi. Miklar hreyfingar eru í Village búðunum árið um kring og hafa þær allar sem eru um það bil fjörutíu í ýmsum borgum Svíþjóðar, sama útlit þrátt fyrir mismunandi umhverfi,“ segir Hallgunnur. www.village.se sbs@mbl.is Hugmyndir með gildi og gleði Sænsk hönnun í skemmtilegum litatónum allsráðandi hjá Village, sem er ný búð við Laugaveginn í Reykjavík. Morgunblaðið/Golli Ný búð „Svart, grátt, vínrautt, með orange, grænum og bláum tónum eru ráðandi litir hjá Village í haust og vetur,“ segir Hallgunnur Skaptason verslunarstjóri í búðinni. Fjólublátt Dúkur, bakki og kertastjaki í stíl. 14 | MORGUNBLAÐIÐ HÚÐVÆNT án ertandi ilm- og litarefna uppþvottalögur glerhrei sirbaðherbergishreinsir yfirbor shreinsir sturtuhreinsirblettahr insir uppþvottaefni þvottaefnimýkingarefni þvottaefni og mýkingarefni Allt sem þú þarft er smá umhverfisvæn og húðvæn hreinsiefni sem virka UMHVERFISVÆNT framleitt samkvæmt ströngustu umhverfisstöðlum án kemískra efna ÖFLUG VIRKNI NÁTTÚRULEGAR ILMOLÍUR ferskur ilmur Hagkaup Víðir Þín Verslun Seljabraut Fjarðarkaup Halle á föstu með frönskum leikara Strákar, hættið að láta ykkur dreyma um Halle Berry. Hún er komin á fast – aftur. Sá heppni er franski leikarinn Olivier Martinez. Halle skildi við barnsföður sinn, Gabriel Aubry, í byrjun árs. „Nei, ertu ekki að grínast,“ sagði Þórarinn Þórarinsson, blaðamaður og kvikmynda- gagnrýnandi Fréttatímans, þegar hann heyrði fréttina. „Hún sem var svo ást- fangin þegar ég hitti hana á kvikmyndahá- tíðinni á Cannes 2006 í tengslum við þriðju X-Man myndina.“ Halle Berry, óskarðsverðlaunahafi frá árinu 2002 og kyntáknið sem hélt sig við Five Factor Diet-megrunarkúrinn, samkvæmt vefnum skinnycelebrities og Fat Flush Plan fyrir sex árum, samkvæmt Womensday, er orðin 45 ára. Kærastinn Olivier, sem reyndar er búin að vera með Halle frá því í mars, var í mörg ár með hina áströlsku Kylie Minogue upp á arminn - gag Fúlskeggjaður Bond Daniel Craig mun skarta alskeggi sem James Bond í Skyfall, næstu mynd um þennan fremsta njósnara í þjónustu hennar hátignar. Bond hefur ekki látið sjá sig áður skeggj- aðan ef undan er skilin óhjákvæmilegur skeggvöxtur hjá Pierce Brosnan í Die Another Day en þar var Bond í fangelsi í Kóreu í 14 mánuði en var fljótur að raka sig þegar hann losnaði. Bond hefur því ekki áður látið sér vaxa skegg af sjálfsdáðum. Tökur á myndinni hefjast í London og Skot- landi í næsta mánuði en hún verður gerð fyrir miklu minna fé en síðustu myndir þannig að sjálfur Bond þarf að beygja sig undir kreppuna og spara. Ör á höfði prinsessu Kate Middleton, hertogaynja af Cam- bridge, mætti glæsileg til samkvæmis í vikunni. Hárgreiðsla hennar afhjúpaði áður óþekkt ör við vinstra gagnauga hennar og eins og geta má nærri hafa fjölmiðlar í Bretlandi sýnt örinu umtalsverðan áhuga. Talsmaður Kate hefur staðfest að hún sé vissulega með ör á höfðinu og að það sé eftir aðgerð se hún undirgekkst sem lítið barn. Hann vildi ekki fara nánar út í aðgerðina, sagði hana einkamál og að hún hefði verið alvarleg. Sérfræðinga greinir á um það og haft er eftir lækni að sennilega hafi örið komið eftir að fæðingarblettur var fjar- lægður eða eitthvað álíka meinlaust.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.