Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.12.2011, Qupperneq 6

Fréttatíminn - 30.12.2011, Qupperneq 6
Innifalið í verði: Sjá nánar í ýtarlegri ferðaáætlun á heimasíðu Sunnuferða www.sunnuferðir.is Brottfarardagur: 14. febrúar 384.000 kr. Upplýsingar og bókanir í síma 555 4700 eða á www.sunnuferdir.is Dvalið verður á fjögurra og mm stjörnu glæsihótelum þar sem gestir njóta dekurs og hvíldar við sundlaugabakkann og ströndina. Auk þess bjóðast jógaængar og leiðsögn af ýmsu tagi, má þar nefna Ayurveda spa og aðferðir sem notaðar hafa verið um áraraðir til lækninga á mannlegum meinum. Heimsóttir verða útimarkaðir, farið í Kathakali dansleikhús, gist á verndarsvæði villtra dýra, plantekrur skoðaðar, kryddmarkaður heimsóttur, farið í jótasiglingu á Kerala- húsbátum, skoðunarferðir, klæðskerar, kasmír, bómull, silki og margt eira. Ferð sem enginn ætti að missa af. Töfrar Suður-Indlands Kerala Örfá sæti laus! Um er að ræða 16 daga ævintýralega ferð með íslenskri fararstjórn þar sem farið verður um fegurstu landsvæði Indlands. Einstakt tækifæri til að kynnast framandi menningu og töfrandi náttúru Kerala-héraðs. Á ramótin geta reynst dýrum erfið vegna mikillar og langdreginnar notkunar flugelda og sprengiefna, ekki að- eins á gamlárskvöld heldur einnig töluvert um nokkurra daga skeið Dýraverndarsamband Íslands er virkt í starfi. Það var stofnuð árið 1914 og er einu alhliða dýraverndarsamtökin á landinu, segir Ólafur R. Dýr- mundsson, formaður sambandsins, vegna ummæla Árna Stefáns Árna- sonar lögfræðings í viðtali í Frétta- tímanum fyrir viku. Þar sagði Árni Stefán að stórefla þyrfti Dýraverndar- samband Íslands sem hafi sofið á verðinum undanfarin ár. „Það er fyrir neðan allar hellur að segja að samtökin hafi sofið á verð- inum,“ segir Ólafur. Rétt sé að þau hafi áður verið í lægð en undanfarin fjögur til fimm ár hafi þau verið að eflast. Hann segir Dýrarverndarsam- bandið sinna öllum þeim málum sem Árni Stefán hafi nefnt og reyndar fleirum, en í viðtalinu gagnrýndi Árni Stefán meðal annars meðferð dýra og hæg viðbrögð eftirlitsaðila ef eitthvað bæri út af. „Við erum virk í Dýraverndarráði og bæði í norrænu og alþjóðlegu samstarfi. Þá erum við í góðu sam- bandi við einstaklinga, félög og stofn- anir sem sinna dýravelferðarmálum,“ segir Ólafur og bendir meðal annars á að hann hafi verið að ljúka þriggja ára kjörtímabili sem forseti Norræna dýravelferðarráðsins. Hann segir fólk gjarnan mega koma sér á framfæri og tíunda eigið ágæti en fráleitt sé að gera það á kostnað annarra, í þessu tilviki félagsskapar sem vinni að alúð að bættri meðferð dýra. „Það er gert innan ramma laga og reglna og áhersla lögð á góða reynslu og grein- argóða þekkingu og upplýsingagjöf.“ Ólafur segir Dýraverndarsam- bandið sinna fyrirspurnum, hvort heldur þær berist símleiðis eða með tölvupósti. Þá hafi sambandið til dæmis haldið mjög gott málþing í októberlok um dýravelferðarlög- gjöf. Tímabært hafi verið að efna til þeirrar umræðu þar sem reiknað sé með því að Alþingi afgreiði málið næsta vor. Margskonar lagabætur sem Dýraverndarsamband Íslands og Dýraverndarráð lögðu til komi von- andi fram í væntanlegu frumvarpi og grannt verði fylgst með gangi mála sem fyrr því að um mikið hagsmuna- mál sé að ræða.jonas@frettatiminn.is  Áramót Dýr eru mjög hræDD við flugelDa Dýr geta farið sér að voða í „hamförum“ sprenginganna Stór og smá dýr hræðast glampa flugelda og ekki síst sprengihvelli þeirra. Hestar fælast, hundar verða mjög órólegir og kettir fela sig undir rúmum meðan ósköpin ganga yfir. Dýraverndarsam- band Íslands vill endurskoðun reglna um meðferð flugelda. Sprengidrunur og ljósglampar flugelda áramótanna hræða dýr, bæði stór og smá. fyrir og eftir. Vitað er að bæði stór og smá dýr hræðast glampana og ekki síst drunurnar frá sprenging- unum, sum svo mjög að þau geta farið sér að voða, til dæmis hross sem hafa ætt í ógöngur á fjöllum og í klettum. Svo segir Ólafur R. Dýr- mundsson, formaður Dýraverndar- sambands Íslands, í pistli á heimsíðu sambandsins. Ólafur segir í viðtali við Frétta- tímann að hestamenn hafi til dæmis miklar áhyggjur af ástandinu. Þróunin hafi versnað enda standi sprengingarnar í um vikutíma, frá því að flugeldasala hefst milli jóla og nýárs og fram á þrettánda. „Við höfum ekkert á móti því að fólk njóti flugelda en finnst þetta komið út í öfgar. Dýrin eru virkilega hrædd við þetta,“ segir Ólafur. Hann segir enn fremur í pistli sínum: „Auk hrossa eru m.a. margir hundar og kettir viðkvæmir fyrir þessum „hamförum“ af manna völdum. Gæta þyrfti meira hófs í flugeldanotkun og draga úr sprengikrafti bombanna sem hefur aukist í seinni tíð, og bagalegt er hve margir brjóta settar reglur um notkunartíma flugelda. Fyrr á árum var notkunin svo til alveg bundin við gamlárskvöldið sjálft auk þess sem hávaðinn var minni. Það var hagstæðara dýrunum. Dýraverndarsamband Íslands telur tímabært að stjórnvöld endur- skoði reglur um notkun flugelda og sprengiefnis, af ýmsum ástæðum, svo sem vegna mengunar og slysahættu, auk þess álags sem dýr verða fyrir, einkum í þéttbýli og nágrenni þess. Höfum auga með dýrunum og reynum að draga úr álaginu, t.d. með því að hafa ljós í vistarverum þeirra, loka gluggum og hafa þau ekki úti meira en nauð- synlegt er á meðan mestu „ósköpin“ ganga yfir. Í gripahúsum, svo sem hesthús- um, er algengt að láta ljós lifa og loka gluggum, jafnvel byrgja þá, og láta loftræstivifturnar halda loftinu sem hreinustu, jafnvel hafa útvarp opið. Þess eru dæmi að gæludýraeigendur leiti aðstoðar dýralækna, hafi t.d. fengið róandi lyf fyrir hunda á gamlárskvöld,“ segir í pistlinum, sem Ólafur endar með þessum orðum: „Gleymum ekki dýrunum þegar við gerum okkur dagamun því að við höfum bæði lagalegar og siðferðilegar skyldur til að vernda þau.“ Hann segir hunda verða mjög órólega og ketti fela sig undir rúm- um meðan ósköpin ganga yfir. Eftir síðustu áramót ræddi Ólafur við forráðamenn Landssambands hestamanna og í framhaldi af því við lögregluna vegna þessa. Hún vísaði á viðkomandi ráðuneyti. Ólafur segir að þörf sé á að halda áfram með málið. Dýraverndar- sambandið muni afla upplýsinga um reglur í Noregi þar sem meiri takmarkanir séu á því hvað leyfist í meðferð flugelda. „Svo er það mengunin,“ segir Ólafur: „Mesta díoxínmengun á höfuðborgarsvæðinu er af völdum flugelda. Stórmerkilegt er að Um- hverfisstofnun hafi ekki gripið í taumana vegna þessa.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Gæludýra- eigendur hafa fengið róandi lyf fyrir hunda á gamlárs- kvöld.  DýravernDarsambanDið virkt í starfi Fráleitt að sofið hafi verið á verðinum Sambandið er góðu sambandi við þá sem sinna dýravelferðarmálum og er virkt í alþjóðlegu sam- starfi segir formaðurinn vegna ummæla Árna Stefáns Árnasonar. Ólafur R. Dýrmundsson. Ljósmynd Náttúran.is Svavar Pálsson sýslu- maður á Húsavík Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur skipað Svavar Pálsson sýslumann á Húsavík. Þrír sóttu um embættið sem auglýst var laust til umsóknar 14. október síðastliðinn. Skipað er í embættið til fimm ára, að því er fram kemur í tilkynningu inn- anríkisráðuneytisins. Auk Svavars sóttu um embættið þau Halla Bergþóra Björnsdóttir, settur sýslumaður á Akranesi og Þorsteinn Pétursson héraðsdómslögmaður. Svavar hefur starfað hjá embætti sýslumannsins á Húsavík frá árinu 2004 og sem settur sýslumaður þar frá árinu 2009. -jh 101 Capital gjaldþrota 101 Capital ehf, félag í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, hefur verið tekið til gjald- þrotaskipta, að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu sem mbl.is vísar til. 101 Capital ehf átti fyrir hrun meðal annars hlutabréf í FL-Group, en þær eignir félags- ins voru í apríl 2008 færðar yfir í Styrk Invest, sem áður hét BG Capital og varð síðar gjaldþrota. Sérstakur saksóknari hefur, segir enn fremur í fréttinni, til rannsóknar lánveitingar Glitnis banka fyrir hrun; til Baugs, Landic Property og 101 Capital, vegna kaupa á danska fasteigna- félaginu Keops. -jh Makrílveiðar skiluðu 25 milljörðum Makrílveiðar á árinu 2011 skiluðu þjóðarbúinu meira en 25 milljörðum króna og sköpuðu yfir 1000 ársverk á sjó og landi, að því er sjávarútvegsráðuneytið greinir frá. Á liðnu ári var makríl landað í 28 höfnum en nærri 80 prósent þess afla kom að landi í fimm höfnum, Reykjavík, Vopnafirði, Neskaupstað, Eskifirði og Vestmannaeyjum. Á Austfjörðum kom að landi 55 prósent alls makrílafla, 23 prósent í Vestmannaeyjum og um 8400 tonn eða um 5 prósent komu að landi á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi. 25 milljarða verðmæti jafngildir um 5 prósentum af öllum útflutningstekjum Íslands. - jh 6 fréttir Helgin 30. desember 2011- 1. janúar 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.