Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.06.2012, Qupperneq 18

Fréttatíminn - 29.06.2012, Qupperneq 18
Hrafninn Hinn þýski Mesut Özil sló í gegn á HM fyrir tveimur árum. Ekki könnuðust margir við piltinn fyrir mótið en að því loknu var hann á allra vörum. Hann var keyptur til Real Madrid í kjölfarið og hefur verið á stöðugri uppleið síðan. Özil er leikmaður sem höfðar til flestra knattspyrnu- áhugamanna enda er hann alltaf að reyna að skapa eitt- hvað; stöðugt vakandi við að reyna að finna glufur á vörn andstæðing- anna. Hann stjórnar leiknum og skilar ótrúlegum fjölda stoðsendinga (3 til þessa á mótinu, 24 á síðasta tímabili með Real Madrid) en er jafn- framt alltaf að leita að markinu sjálfur með snjöllum hlaup- um í gegnum varnar- línu andstæðing- anna. Eitt af viðurnefnum hans er Hrafninn sem vísar einmitt til þess hversu klókur hann er og þefvís á tækifærin. Özil er ein af stjörnunum í þýska liðinu en hann er alls ekki týpísk fótboltastjarna. Hann er ekki sá sem myndavélarnar leita að eins og Ronaldo eða Pirlo – á sinn hógværa hátt keyrir hann þýska liðið áfram. Hann er kremið á kökunni í hinni sterku liðsheild Þjóðverja. Föli riddarinn Andrés Iniesta er, líkt og Özil, ekki alltaf í sviðsljósinu þó sóknar- leikur Spánverja fari að stórum hluta í gegnum hann. Reyndar er spænska liðið þannig mannað á miðjunni að það er beinlínis ósanngjarnt að taka einn leikmann út sem aðalmann- inn – þó Xavi sé ekki alveg sami leikmaður og hann var fyrir tveimur árum er hann samt einn sá besti í heimi. Og þeir Iniesta saman, með ekki ómerkari mann en Xabi Alonso sér til full- tingis, leika sér að hvaða andstæðingum sem er á góðum degi. Iniesta hefur á sinn hægláta hátt verið lykilmaður hjá Spánverjum; hann er að allan leikinn og virðist alltaf eiga nóg inni. Liðið hefur stundum spilað framherjalaust og fyrir vikið hafa miðjumenn- irnir séð enn meira af boltanum. Föli riddarinn hefur blómstrað í því leikkerfi. Arkitektinn Fyrir leik Englendinga og Ítala í fjórð- ungsúrslitunum virtust flestir á því að uppgangur enska liðsins myndi halda áfram en andstæðingarnir yrðu sendir heim með skottið á milli lappanna. Sú varð alls ekki raunin. Þó úrslitin hafi ekki ráðist fyrr en í vítaspyrnukeppni voru yfirburðir Ítala slíkir að þeir ensku ættu að láta það vera að rifja upp tölfræðina úr leiknum. Ítalir voru með boltann 64 prósent tímans og skiluðu 815 sendingum á móti 320 Englendinga. Aðalmaður- inn í ítalska liðinu, heilinn, var sem fyrr Andrea Pirlo. Hann skilaði 117 sendingum í leiknum, fleirum en miðjumenn Englendinga, Gerrard, Parker, Milner og Ashley Young, samanlagt. Til að toppa þetta niður- lægði hann þá með Panenka-víta- spyrnu í vítaspyrnukeppninni! Pirlo hefur oft verið kall- aður Arki- tektinn enda hefur hann ótrúlega yfirsýn og skilning á leiknum. Hann er ótrúlega ná- kvæmur í löngum send- ingum og mikill aukaspyrnusérfræðingur eins og hann sannaði í leiknum á móti Króötum. Þá lagði hann upp mörk á móti Spánverjum og Írum auk þess að stýra enska skipinu heim á leið eins og áður er getið. Pirlo er 33 ára og gæti átt nokkur góð ár eftir með félagsliði sínu þó farið gæti að styttast í annan endann hjá landsliðinu. Óhætt er að fullyrða að mennirnir í brúnni hjá Juventus, sem fengu hann frítt frá AC Milan í fyrra, kvarta ekki yfir þeim viðskiptum. Vélin Rétt eins og gamli félagi hans hjá Manchester United, Wayne Rooney, og erki- óvinur hans, Lio- nel Messi, hefur Cristiano Ronaldo verið gagnrýndur fyrir að hafa aldrei sýnt sitt rétta andlit með landsliði sínu. Þetta Evrópumót virtist ætla að verða eins og önnur stórmót hjá Portúgal- anum þar til Ronaldo vaknaði til lífsins með tveimur mörkum gegn Hollendingum í lokaleik riðilsins. Hann skoraði svo sigurmarkið gegn Tékkum í fjórðungsúrslit- unum og virtist loks kominn til að blómstra á stóra sviðinu. Ronaldo, eða Vélin eins og félagar hans í Real Madrid hafa stundum kallað hann, hefur átt ótrúlegar þrjár leiktíðir með Real eftir að hann var keyptur frá Manc- hester United. Samtals hefur hann spilað 144 leiki á þessum þremur árum með liðinu og í þeim lúðrað inn 146 mörkum. Í deildinni hefur hann skorað 112 mörk í 101 leik sem er hreint ótrúlegur árangur. Samt fellur hann í skuggann af Leo litla Messi. Ronaldo og félagar stálu þó Spánarmeist- aratitlinum af Barcelona í vor og eftir góða frammistöðu á þessu móti hugsar hann sér eflaust gott til glóðarinnar í keppninni við Messi. Margir kunna þó að velta því fyrir sér hvort Portúgal hefði komist í úrslitaleikinn ef Ro- naldo, fyrirliði liðsins og vítaskytta, hefði tekið fyrstu spyrnuna í vítaspyrnukeppninni við Spánverja? Honum var ætluð fimmta og síðasta spyrnan en áður en til hennar kom höfðu félagar Ronaldos klúðrað keppninni. Hrafninn, Vélin, Arkitektinn og Föli riddarinn Úrslitaleikurinn á EM fer fram á sunnudagskvöld. Mótið fór fremur rólega af stað en leikar hafa smám saman tekið að æsast og í heildina hefur þetta verið hin besta skemmtun. Fjórir miðjumenn hafa staðið sig best allra og hljóta að koma til greina sem besti maður mótsins. Andrea Pirlo Aldur: 33 ára. Hjúskapar- staða: Kvæntur Deboruh Roversi og saman eiga þau tvö börn. Leikir/mörk: 570/56 Landsleikir/ mörk: 87/10 18 fótbolti Helgin 29. júní-1. júlí 2012 Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Mesut Özil Aldur: 23 ára. Leikir/mörk: 248/33 Landsleikir/ mörk: 37/8 Cristiano Ronaldo Aldur: 27 ára. Hjúskapar- staða: Á föstu með rússnesku fyrirsætunni Irinu Shayk. Á tveggja ára son. Leikir/mörk: 467/269 Landsleikir/ mörk: 95/35 Andrés Iniesta Aldur: 28 ára. Hjúskapar- staða: Á föstu með Önnu Ortiz. Saman eiga þau eina dóttur. Leikir/mörk: 462/46 Landsleikir/ mörk: 70/10

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.