Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.08.2012, Qupperneq 6

Fréttatíminn - 10.08.2012, Qupperneq 6
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is A T A R N A Þvottavélarnar Taka allt að 9 kg. Hljóðlátar. Geta þvegið á 15 mínútum. Snertihnappar. Sumar þeirra eru í orkuflokki A+++. Þurrkararnir Taka allt að 8 kg. Rafeindastýrð rakaskynjun. Stór tromla. Snertihnappar. Íslenskt stjórnborð og íslenskir leiðarvísar. Eigið þjónustuverkstæði. Umboðsmenn um land allt. Nú má bæði þvo og þurrka á aðeins um klukkustund Þvottavélar og þurrkarar í sérflokki Ariel þvottaefni og Lenor mýkingarefni fylgja með öllum Siemens þvottavélum. Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Allt verður tandurhreint Minnsta umferð í göngunum frá júlí 2006 Umferð um Hvalfjarðargöng í nýliðnum júlí var sú minnsta frá árinu 2006, að því er fram kemur á síðu Spalar.Í góðærisbló- manum 2007 fóru yfir 250.000 ökutæki um Hvalfjarðargöng í júlí en í júlí 2012 var sambærileg tala 229.000. Samdrátturinn svarar til heildarumferðar í þrjá sólarhringa í göngunum í júlí 2012. Árið 2006 fóru 228.000 ökutæki um göngin í júlí. Samdrát- turinn í júlí 2012, miðað við sama mánuð 2011, nam um 15.000 ökutækjum eða 6,1 prósent. „Vegagerðin hefur nú birt sínar umferðartölur fyrir júlí 2012,“ segir enn fre- mur á síðunni, „og þeim svipar í heild mjög til niðurstöðunnar úr Hvalfjarðargöngum. Umferðin á Hringveginum hefur þannig ekki verið minni síðan árið 2006. Mestu munar um samdrátt á Norðurlandi.“ - jh Stuðmenn „Með allt á hreinu“ í Hörpu Í ár eru 30 ár liðin frá gerð og frumsý- ningu kvikmyndarinnar Með allt á hreinu. Útgefandi Stuðmanna, Sena, fagnar þessum tímamótum með metnaðarfull- tri endurvinnslu og endurútgáfu á öllu hljóð- og myndefni tengt myndinni, Stöð 2 með sýningu tveggja nýrra 50 mínútna heimildamynda um Stuðmenn, RÚV hefur nýlokið við gerð þáttaraðar um sveitina og fest að auki kaup á öllum kvikmyndum sveitarinnar. Stuðmenn hafa síðan ákveðið að koma saman af þessu tilefni og efna til veglegra tónleika í Hörpu föstudaginn 5.október næstkomandi ásamt völdum gestum. Miða- sala hefst í Hörpu, á midi.is og á harpa.is föstudaginn í dag, föstudaginn 10.ágúst. - jh „Betra líf með góðum mat“ SS hefur uppfært fimm „1944“ rétti í nýja vörulínu undir slagorðinu „Betra líf með góðum mat“, að því er fram kemur í tilkynningu fyrirtækisins. Þar segir að það leggi mikla áherslu á áherslu á vöruþróun, en hún felst meðal annars í því að þróa nýjar vörur og endurbæta eldri með það að markmiði að mæta betur kröfum neytenda og mæta vaxandi þörf og hollustuvitund markaðarins. Viðmið eru meðal annars þau að minna sé en 450 kcal og minna en 2 g af salti í skammti og minna en 4 g af fitu í 100 grömmum. Þessir réttir eru: Korma kjúklingur, Stroganoff, Kjúklingur Tikka masala, Lambakjöt í karrísósu og Gúllas- súpa. Línan fær samræmt útlit sem er ljóst með grænum tónum sem er tilvísun til léttleika og hollustu. Í framhaldi verða boðnir fleiri réttir undir þessari línu. Agnes vígir Solveigu Láru Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, vígir séra Solveigu Láru Guðmundsdót- tur í embætti vígslubiskups á Hólum á sunnudaginn en Hólahátíð hefst í dag, föstudag. Sex erlendir biskupar verða viðstaddir vígsluna, að því er fram kemur í tilkynningu frá Biskupsstofu. „Þátttaka biskupanna endurspeglar það að kirkjan er hluti af kristinni kirkju um allan heim og eru biskuparnir fulltrúar kirkna sem Þjóðkirkjan á mikla samvinnu við. Hefð er fyrir því að einhver samstarfslandanna sendi fulltrúa og hefur það aukist síðari ár,“ segir enn fremur. Biskuparnir eru frá Norðurlöndum og frá Bretlandseyjum.“ - jh  Þjóðhátíð Margir kátir eftir að hafa fundið eigur sínar Í sæluvímu með giftingarhringinn að nýju „Hún var í sæluvímu að fá hringinn aftur,“ lýsir Mar- grét Júlíusdóttir því þegar raunum dóttur hennar lauk. Hún týndi giftingarhringnum sínum í Herjólfs- dal um helgina. „Hún var búin að vera eyðilögð. Hún var eitthvað drullug á höndum og var að þurrka sér á grasi og hringurinn hefur þá dottið af hönd hennar.“ Af elju fann Anna Louise Ásgeirsóttir eiganda hringsins. Anna vinnur hjá Munavörslunni og var hringnum skilað þangað inn um helgina. „Inn í hon- um stóð: Þinn Högni 27698. Það eru hundrað Högnar á landinu,“ segir Anna sem brá á það ráð að leita til Þjóðskrár sem gat fundið þann rétta út frá dagsetn- ingunni í hringnum. „Fólkið er búsett í Bandaríkjunum og ég náði að skila hringnum tveimur tímum fyrir brottför þeirra af landinu,“ segir Anna. Óskar Friðriksson, stjórnandi Munavörslunnar, segir allt gert til að koma óskilamunum til skila. „Þetta eru bakpokar, svefnpokar og töskur. Í ár fund- ust ekki margir símar, enda passar fólk orðið símana sína betur en áður.“ Á Facebook-síðu Munavörslunnar eru þó tólf taldir upp sem mega sækja símana sína. Þar má einnig sjá færslur ungs fólks sem leitar að iPhone 4 gsm-símun- um sínum, sem kosta á annað hundrað þúsund, lopa- og flíspeysum. Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur einnig fengið fjölda símtala frá fólki sem týndi eigum sínum um helgina. k ona varð fyrir árás sílamáva við Salalaug í Kópavogi um miðjan júlí og þurfti að flýja undan þeim á hlaupum. Sundlaugarvörður í lauginni hafði einnig orðið fyrir barðinu á mávunum. Bæði tilkynntu árásina til umhverfissviðs Kópavogsbæjar og lögreglu. Stefanía Björnsdóttir var á leiðina í ræktina í Salalaug í Kópavogi og ákvað að hita upp utanhúss í góða veðrinu. „Ég ætlaði að skella mér einn hring í kirkjugarðinum sem er rétt við Salalaugina, eins og ég geri oft, en rétt við undirgöngin við hringtorgið nálægt lauginni verð ég fyrir því að sílamávur ræðst á mig. Hann hagaði sér eins og kría, steypti sér yfir mig endurtekið. Ég varð skíthrædd enda eru þetta miklu stærri fuglar en krían og maður gæti hæglega rotast ef þeir færu í höfuðið á manni,“ segir Stefanía. Hún flúði inn í undirgöngin og beið þar skamma stund en þegar hún kemur út hinum megin eru mávarnir orðnir tveir. „Mér varð ekki um og hljóp upp í hverfið. Mávarnir eltu mig nú ekki en mér var mjög brugðið,“ segir Stefanía. „Þegar ég sagði starfsmanni sundlaugarinn- ar frá árásinni sagði hann mér að hann hefði sjálfur lent í sílamávum á sama stað,“ segir hún. Stefanía tilkynnti árásina til lögreglu og hafði í kjölfarið samband við umhverfissvið Kópavogsbæjar. „Lögreglan hafði haft sam- band þangað og sundlaugarvörðurinn sömu- leiðis og fannst mér gott að vita það. Vegna sumarleyfa á umhverfissviði Kópa- vogsbæjar var ekki hægt að fá upplýsingar um hvort brugðist hefði verið við tilkynningunum. Vaktstjóri í Salalaug vildi ekki tjá sig um málið en samkvæmt heimildum Fréttatímans hafa mávar verið til vandræða við laugina, þó minna í ár en oft áður en mávavarp er í nágrenni við laugina. Starfsfólk hefur lagt sig fram við að hreinsa upp rusl í kringum laugina til að draga úr ásókn máva í grenndinni. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is  árás Mávavarp í grennd við salalaug Sílamávar ráðast á sundlaugargesti Kona slapp á hlaupum undan árás sílamáva við Salalaug fyrir skömmu. Mávarnir réðust einnig á sundlaugar- vörð enda er talið að varp sé í grennd. Stefanía Björns- dóttir við undirgöng sem hún leitaði skjóls í þegar mávar réðust að henni á dögunum. Ljósmynd/ Hari Anna Louise afhendir hér Þjóðhátíðargesti síma sem hann týndi um helgina. Mynd/Hari 6 fréttir Helgin 10.-12. ágúst 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.