Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.08.2012, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 10.08.2012, Blaðsíða 32
Pelastikk M „Má ekki góðfúslega biðja þig að stytta þennan spottaræfil þinn þó ekki væri nema um helming svo við komumst einhvern tímann af stað,“ sagði konan fyrir nýliðna ferðahelgi. Það vottaði fyrir óþolinmæði í rómnum. Ég var að gera kerruna sjóklára, þarfaþing hvers þess sem á sér kot utan borgarmarkanna. Af ódýrum nytjahlutum hefur fátt reynst mér gagnlegra en blár nælonkað- all sem ég keypti í byggingavöru- verslun fyrir nokkrum árum, um svipað leyti og ég fjárfesti í kerrunni. Hans hef ég gætt sem sjáaldurs augna minna og haft í bílskottinu síðan. Ég viðurkenni að hann er langur, sjálfsagt einir tuttugu metrar, en ég tími ekki að stytta hann enda aldrei að vita hvenær not verða fyrir spottann bláa í fullri lengd. Allir þessir metrar gera það hins vegar að verkum að ég er lengi að binda það sem kyrrt á að vera á kerrunni. Band- spottann dreg ég auga úr auga á kerrunni og gekk bærilega meðan þau voru fjögur, eitt á hverju horni. Einhverra hluta vegna hvarf eitt hornaugað og eftir það hafa tafir á bind- ingu orðið enn meiri, konu minni til armæðu. Það var því ekki í fyrsta skipti sem hún kvartaði undan band- sveiflum bónda síns. Einn vandi fylgir þó snæris- stússi mínu öllu. Ég er lélegur Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík Sími: 534 7268 1.250 kr 1.350 kr HOLLT OG GOTT PHO víetnamskur veitingastaður Ármúla 21 - 108 Reykjavík - Sími: 588 6868 1.250 kr ALLT FYRIR AUSTURLENSKA MATARGERÐ 699 kr. 550 kr. 387 kr. 320 kr. Opið: mán - föst Kl. 11 - 21 lau - sun Kl. 12 - 21 Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is Bir t m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér r ét t til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . frá kr. 99.600 10 nætur með allt innifalið Síðustu sætin í ágúst Heimsferðir bjóða ferðir til Tyrklands í allt sumar og fram á haust. Núna erum við með einstök tilboð á Blue Park í Marmaris og Marinem Karaca Resort í Bodrum. Frá kr. 139.600 Marinem Karaca Resort með allt innifalið í 11 nætur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2 -11 ára, í fjölskyldu herbergi á Marinem Karaca Resort. Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 179.900 á mann. Sértilboð 24. ágúst í 11 nætur. Frá kr. 99.600 Blue Park í Marmaris með allt innifalið í 10 nætur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2–11 ára, í fjölskylduherbergi á Blue Park í Marmaris. Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 119.700 á mann. Sértilboð 14. ágúst í 10 nætur. Tyrkland Ótr úleg t ve rð! í hnútum. Lokasveiflan endar því í hnút sem kallaður er nafni sem ekki er prenthæft og er illleysanlegur. Því er ég ekki síður lengi að losa en hnýta. Kannski helgast það af því að ég var aldrei í skátunum sem strákur. Þar lærðu menn að hnýta. Ég hef heldur ekki verið á sjó. Þar er nauðsynlegt að kunna á hnúta, að minnsta kosti hinn fræga pelastikk, sem sagður er allra hnúta bestur þar sem hann verður ekki að rembihnút. Jeppamenn dásama hann líka enda dugar hnúturinn þegar þeir festa sig á fjöllum. Þá skríður öflugur maður undir, finnur festu og bregður pela- stikk á kaðalendann. Úr festunni fer bíllinn og hnúturinn raknar auðveldlega að þjónustu lokinni. Þótt við hjónin höfum um árabil átt fjórhjóladrifið ökutæki hef ég aldrei náð þeirri tign að verða raunverulegur jeppamaður, ræð hvorki við nauðsynlega hnúta né það smurolíuslark sem fylgir. Samt hefur mig langað að verða einn slíkur og læra að hnýta pelastikk. Fyrir margt löngu eignaðist ég meira að segja bók um jeppa á fjöllum þar sem sýnt var með skýringar- myndum hvernig hnýta á pela- stikk. Skýringarmyndirnar skoð- aði ég oft og sagði við sjálfan mig að ekkert mál væri að hnýta svona hnút. Næst þegar kom að hnýtingu reyndi ég að rifja upp gerð pelastikks en endaði í rembihnút, eða þessum með óprenthæfa nafninu. Við þetta sætti ég mig en hélt samt kaðlinum óstyttum í bíl- skottinu. Það kom sér vel um helgina, eftir að ég hafði gefið mér góðan tíma í sveitinni til að losa lítt losanlegan hnút sem hélt kerrugóssinu. Í sömu andrá hringdi dóttir okkar hjóna þar sem hún var á leið til okkar í sælu sveitarinnar en vélarhljóð í bíl hennar var orðið torkennilegt og ljós sýndu sig í mælaborðinu. Hún taldi því ráðlegt að stöðva vagninn til þess að koma í veg fyrir skemmdir. „Ertu ekki með kaðal í bílnum?“ sagði stelpan. Ég hélt það nú og datt helst í hug að setja hátalara símans á, svo móðir stúlkunnar heyrði bónina en kunni það ekki og varð því að segja konunni frá þess- ari bón eftir að símtalinu lauk, í fullri hógværð þó. Því næst brunaði ég af stað á mínum fjallabíl með kaðalinn í skottinu, eiginlega jeppamaður á leið í björgunarleiðangur. Þegar að bilaða bílnum kom dró ég reipið fram með sveiflu. „Ansi er þetta langur kaðall, pabbi,“ sagði stelpan, „verður bilið milli bílanna ekki of langt.“ „Nei, elsk- an mín,“ sagði ég eins og hver annar sérfræðingur í viðlögum, „við höfum hann tvöfaldan.“ Að því sögðu snaraði ég mér á fjóra fætur og byrjaði að hnýta. „Gott væri nú að hafa lært pelastikk,“ tuldraði ég um leið og ég brá lykkju utan um drátt- arkrók á bilaða bílnum. „Pela- stikk, hvað?“ sagði stelpan. Hún var heldur ekki vel að sér í hnútum enda ekki í skátunum. Ég lýsti fyrir henni hinum ein- falda hnút sem myndar lykkju á enda kaðalsins og verður ekki að rembihnút, en mér hafði því miður ekki tekist að læra og var ekki með skýringarmynd með- ferðis. „Við gúglum hann bara,“ sagði dóttirin ráðagóð og náði í símann sinn. Eftir örskotsstund sýndi hún mér pelastikk og gerð hans á skjá símans. „Hann er svona einfaldur,“ sagði ég enn einu sinni og notaði leið- beiningarnar til að hnýta pela- stikk á enda bláa kaðalsins. „Þennan verður einfalt að losa þegar þar að kemur,“ sagði ég heldur rogginn. „Drífum okkur með bílinn.“ Drátturinn gekk vel og hnúturinn hélt, enda pelastikk talinn áreiðan- legur hnútur. Það voru því meiri vonbrigði en orð fá lýst þegar ég vatt mér út til að losa bíl stúlkunnar á áfangastað. Orðið rembihnútur nær ekki að lýsa þeirri festu. Eitthvað hafði ég klúðrað málum þegar ég studdist við skýringarmyndina í símanum. Það var því fátt um varnir þegar dóttir mín kvað upp sinn dóm yfir bláa kaðlinum mínum: „Þú verður bara að stytta hann.“ – Lifið heil Lægra verð í Lyfju ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 6 04 20 0 6/ 12 Gildir út ágúst. Voltaren Gel 15% verðlækkun. 100 g. Áður: 3.815 kr. Nú: 3.243 kr. 32 viðhorf Helgin 10.-12. ágúst 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.