Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.08.2012, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 10.08.2012, Blaðsíða 50
Ari Arnbjörnsson hefur setið sveittur við að forrita hinn vinsæla tölvuleik Angry Birds í ellefu mánuði og hefur meira en nóg að gera við að bæta við þennan finnska leik sem hvert mannsbarn þekkir.  Ari Þór Arnbjörnsson stArfAr hjá rovio í finnlAndi Forritar Angry Birds á fullu Forritarinn ungi Ari Þór H. Arnbjörnsson hefur búið í Finnlandi í eitt og hálft ár. Þar starfar hann sem forritari hjá finnska tölvuleikjafyrirtækinu Rovio sem hefur sigrað heiminn með hin- um mjög svo ávanabindandi leik, Angry Birds. Ari útbjó til að mynda Angry Birds fyrir Facebook þannig að þegar Íslendingar festast í leiknum á samskiptavefnum er það fyrir tilstilli Ara. É g spila mikið af tölvuleikjum enda held ég nú líka að Rovio leiti helst að forriturum sem eru alvöru „gamers“ og á kafi í leikjum,“ segir Ari sem viðurkennir fúslega að hann spili Angry Birds. Leikurinn hefur farið sigurför um heiminn enda virðist engin leið vera til þess að hætta að spila Angry Birds þegar hann hefur náð tökum á fólki. „Það besta við leikinn er hversu auðvelt er að komast inn í hann en erfitt að losa sig út úr honum þegar maður er kominn á sporið,“ segir Ari aðspurður um í hverju aðdráttarafl Angry Birds er fólgið. „Borðin eru stutt þannig að það er auðvelt að komast áfram og fá eina eða tvær stjörnur eftir hvert borð en þeir sem taka þetta alla leið vilja fá fullt hús á hverju einasta borði og það er hægara sagt en gert.“ Ari segir leikinn höfða til stórs hóps sem er tvískiptur. Annars vegar eru það þeir sem vilja bara grípa í smá leik til að drepa tímann og svo þá hörðu sem leggja sig alla fram um að ná sem bestum árangri. „Leikurinn er svo hent- ugur og þessi stuttu borð gera það að verkum að það er mjög auðvelt að hoppa inn í leikinn, þegar maður er til dæmis í strætó eða að bíða eftir fundi.“ En hvernig fær íslenskur forritari eins og Ari vinnu hjá leikjarisa eins og Ro- vio? „Þeir fundu mig á netinu í gegnum LinkedIn. Ég var búinn að búa í Finn- landi í hálft ár þegar Rovio hafði sam- band og ég er búinn að vinna hjá þeim í ellefu mánuði.“ Þegar Rovio fann Ara vann hann hjá íslenska tölvuleikjafyrirtækinu Gogogic. Þegar Rovio hafði upp á Ara stóð fyrir- tækið í þeirri meiningu að hann byggi á Íslandi og bað hann um símaviðtal. Þegar Ari gaf upp finnskt símanúmer einfaldaðist málið til muna. „Þá kom í ljós að ég var bara í eins og hálfs tíma fjarlægð frá þeim og skutlaðist bara yfir til þeirra.“ Ari segir vinnuna við Angry Birds vera mjög mikla og að hann sitji stöðugt við lyklaborðið. „Fyrst var Angry Birds aðal- lega í símum en nú er þetta komið út um allt, á netið og í allar tölvur. Og við erum alltaf að búa til nýjar tegundir af leikn- um. Ég var til dæmis að búa til Angry Birds fyrir Facebook sem heitir Angry Birds Friends. Við erum líka búnir að vera að búa til sérútgáfur fyrir viðskipta- vini eins og til dæmis Coca Cola í Kína og við vorum að gefa út nýja útgáfu fyrir Intel. Rovio er með leikjahönnuði sem eru alla daga að reyna að koma bæði með hugmyndir að viðbótum við leikina sem eru til og hugmyndir að nýjum leikjum. Þeir koma síðan til liðsins sem ég er hluti af og segjast vilja fá hitt og þetta og spyrja hvort við getum búið þetta til fyrir þá.“ Og fæst í heimi reiðu fuglanna er Ara og félögum ofviða þannig að for- ritunarvinnan er alltaf í fullum gangi. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Angry Birds Reiðu fuglarnir í Angry Birds eiga harma að hefna á gráðugum svínum sem stálu eggj- unum þeirra. Þessi einfaldi tölvuleikur gengur út á að skjóta harðskeyttum fuglum úr teygjubyssu og fella hinar ýmsu byggingar þar sem svínin hafa komið sér fyrir. Leikurinn kom fyrst út fyrir apple iOS í desember árið 2009 og síðan þá hefur hann selst í yfir tólf milljónum eintaka í vefverslun Apple. Angry Birds hefur ekki síst verið hrósað fyrir smart útlit og hversu ávanabindandi og ódýr hann er. Það besta við leikinn er hversu auðvelt er að komast inn í hann en erfitt að losa sig út úr honum.  fiskidAgurinn MAtseðillinn stokkAður upp Sunnanvindur og suðrænir straumar Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli er haldinn á Dalvík í tólfta sinn um helgina en frá upphafi hefur markmið hátíðarinnar verið að fólk komi saman, hafi gaman og borði fisk. Þá er vita- skuld allur matur og skemmtan á hátíðarsvæðinu ókeypis. j ú, það hlýtur að fara að mega segja að Fiskidagurinn sé orðinn fastur liður hér á Dalvík,“ segir Júlíus Júlíusson sem er alltaf í fremstu víglínu á Dalvík. Undan- fari Fiskidagsins mikla er Fiskisúpukvöldið á föstudeginum. „Þetta er áttunda árið í röð sem Súpukvöld- ið er haldið en þá opna Dalvíkingar heimili sín og bjóða öllum í fiskisúpu,“ segir Júlíus. „Það er gaman frá því að segja að aldrei hafa fleiri ætlað sér að vera með en núna. Í nokkr- um hverfum verður líka nýtt form á þessu þar sem fólk tekur sig saman og veitir súpur úr tjöldum. Þá gerir hver bara sinn pott og þegar einn pottur klárast kemur næsti með sinn og svo pott af potti.“ Og á sumum heimilum er allt lagt undir. „Sumir eru með risapotta. Kannski 100-200 lítra. Alveg keppnis.“ Júlíus segir að í apríl hafi verið farið í að stokka upp matseðil Fiskidagsins og ákveðið að taka suð- ræna sveiflu. „Nú koma kókos og ananas við sögu og karrýblöndur notaðar á fiskinn. Síðan bjóðum við upp á Suðræna saltfisksælu. Hitinn hérna núna er í kringum tuttugu og eitthvað stig og sunnanvindur þannig að þetta verður vonandi allt í stíl.“ Júlíus bætir við að ein nýjungin á hátíðinni núna verði að taílenskar konur búsettar á Dalvík ætli að bjóða upp á fiskinúðlur. Júlíus segir svo margt í boði og mikið um dýrðir á hátíðarsvæðinu á laugardeginum að hann kom- ist ekki yfir að telja það allt upp en uppákomur og skemmtiatriði teygi sig um svæðið sem aldrei fyrr. Þarna verður dans og tónlist, fornbílasýning og tískusýning á klæðnaði frá 66 Norður. Júlíus segir fulla vinnu að skipuleggja og halda utan um Fiskidaginn. „Ég er bara alveg í fullu starfi við að skipuleggja þetta í níu mánuði á ári en næ kannski að grípa aðeins í eitthvað annað með. Þetta er gríðarlega mikil vinna og undirbúningur. Þetta hafa verið eitthvað um 30.000 gestir sem rúlla í gegn hjá okkur á Súpukvöldinu og Fiskideginum og á milli 11 til 14 þúsund gestir sem dvelja hér lengur. Í tvær til átta nætur.“ Ómar Freyr Sævarsson hrærir af krafti í fiskisúp- unni. Ljósmynd/Helgi Steinar Halldórsson Það er alltaf mikið um dýrðir á Fiskideginum og mannlífið blómstrar á Dalvík. Ljós- mynd/Helgi Steinar Halldórsson Matseðill Fiskidagsins mikla 2012 Yfirkokkur: Úlfar Eysteinsson á 3 Frökkum. Aðstoðarkokkar: Arnþór Sigurðsson og Stefán Úlfarsson.  Ný fersk bleikja í ananas-karrý- sósu.  Nýr ferskur þorskur í madraskarrý- kókossósu.  Suðræn saltfisk- sæla, Migas. 50 dægurmál Helgin 10.-12. ágúst 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.