Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.08.2012, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 10.08.2012, Blaðsíða 8
ÓDÝRASTI ÍSINN Í BÓNUS Á ÞRIÐJA HUNDRAÐ EURO SHOPPER VÖRUTEGUNDIR Í BOÐI 398 kr. 12 stk. 498 kr. 8 stk. 298 kr. 3 stk.  Vísindi UppgötVUn á genastökkbreytingU gefUr íslenskri fjölskyldU Von Ný genastökkbreyting veldur sjúkdómi Sunnu Fundist hefur skýring á veikindum hinnar sex ára Sunnu Valdísar Sigurðardóttur. Hún er ein Ís- lendinga sem þjáist af lömunarkrampasjúkdómnum AHC. Þótt nú sé vitað að ný stökkbreyting í geni valdi honum geta liðið fimmtán ár þar til hægt verður að bregðast við sjúkdómnum með réttum lyfjum. Svölurnar heita á Viktor Snæ Viktor Snær, bróðir Sunnu, hefur æft sig fyrir Reykjavíkurmaraþonið og ætlar að hlaupa í þriðja sinn og safna áheitum fyrir félagasamtök AHC á Ís- landi sem foreldrar hans standa að. Hann setur markið hátt því Svölurnar, félagsskapur starfandi og fyrrum starf- andi flugfreyja, hafa heitið á hann. Safni hann hálfri milljón króna, ætla þær að bæta hálfri milljón við upphæðina. Þeg- ar þetta er skrifað hefur Viktor safnað 131.500 krónum. Svölurnar hafa meðal annars styrkt Guðmund Felix Grétarsson sem stefnir á handaágræðslu í stað þeirra sem hann missti í vinnuslysi. Fréttatíminn bendir á síðuna hlaupa- styrkur.is fyrir þá sem vilja styrkja Viktor eða aðra hlaupara sem kosið hafa sér málefni í Reykjavíkurmaraþon- inu 18. ágúst. - gag Systkinin Sunna og Viktor. Ljósmynd/Hari n ý stökkbreyting í geni, sem kallast ATP1A3, kallar fram sjúk-dóminn AHC hjá tveimur þriðju hluta þeirra sem hann hrjáir. Það á einnig við um Sunnu Valdísi Sigurðardóttur sem er sú eina sem greinst hefur með hann hér á landi. AHC er skammstöfun fyrir Alternating Hemiplegia of Childhood. Allt frá því að farið var að greina sjúkdóminn fyrir fjörutíu árum hefur uppruni hans verið ráðgáta. „Þetta eru langstærstu fréttir frá því að þessi sjúkdómur var uppgötv- aður,“ segir Sigurður Hólmar Jóhannesson flugumferðarstjóri. Hann og kona hans, Ragnheiður Erla Hjaltadótt- ir flugfreyja hjá Icelandair, sögðu sögu dóttur sinnar Sunnu í Fréttatímanum í maí og sögðu þá frá því að von væri á stórfréttum. Nú um mánaðamótin mátti svo lesa um niðurstöðuna í vísindatímaritinu The Lancet og á vef Nature Genetics. Vísindamenn eru bjartsýnir á fram- haldið og vonast til þess að lækning við sjúkdómnum verði fundinn innan fimmtán ára, en aðeins sex til átta hundruð aðrir hafa greinst með hann í heiminum svo vitað sé. Sigurður segir að þótt gott sé að vita hvað Sunna glími við hafi fréttunum ekki aðeins fylgt gleði. Mörg barnanna með þessa stökkbreytingu þjáist einnig af alvarlegri flogaveiki, sem þau óttist enda hafi hún bundið endi á líf sumra þeirra. Þá taki biðin eftir lausn langan tíma, þegar hver mánuður geti skipt sköpum. „En ef hægt er að finna lyf á mark- aðnum sem gæti virkað á sjúkdóminn er verið að tala um innan við fimm ár. Það væri draumalausnin,“ segir hann. „En þurfi nýtt lyf erum við að tala um fimmtán ár frá þróun og þar til að það er nothæft. Kostnaður við slíkt gæti verið um þrettán milljarðar króna. Það er óyfirstíganlegt.“ Sunna er sex ára. Hún fæddist í febrúar 2006. Hún lærði að ganga fimmtán mánaða, fer gangandi um en er oft óstöðug og hefur slaka vöðva- spennu. Vitgreinaþroski hennar mælist á við það sem gerist hjá tveggja til þriggja ára börnum. Skilningurinn er eins og hjá þriggja ára en talið tveggja – og nær því varla. Hún þolir illa birtu, kvíða, álag, hávaða, þreytu og mannmergð. Allt eru þetta þættir, og fleiri til, sem geta valdið því að hún fær kast. Sigurður segir líðan Sunnu frá því að viðtalið birtist hafa verið bæri- lega. Hún hafi fengið tvö köst að meðaltali á viku. Mest hafi fimmtán dagar liðið á milli kasta. Vísindamenn hjá Duke-háskóla fundu stökkbreytinguna með hjálp stuðningssamtakanna ENRAH og AHC í Bandaríkjunum, Ítalíu, Írlandi og Frakklandi. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Sunna Valdís með foreldrum sínum, Ragnheiði Erlu og Sigurði Hólmari, í maí. Ljósmyndir/Hari 8 fréttir Helgin 10.-12. ágúst 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.