Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.08.2012, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 10.08.2012, Blaðsíða 14
14 hinsegin dagar Helgin 10.-12. ágúst 2012 Hinsegin saga í skjölum Á sýningunni Fram í dagsljósið – Hinsegin saga í skjölum í Ráðhúsinu sýnir Borgarskjalasafn Reykjavíkur úrval skjala og útgáfuefnis sem tengist sögu samkynhneigðra og annars hinsegin fólks frá fyrri árum. Þar kennir ýmissa grasa og margt fróðlegt til sýnis sem minnir okkur á aðra tíma en þá sem við nú lifum, tíma sem voru mörgum erfiðir. Sýningin minnir okkur líka á að saman höfum við skapað söguna og enn erum við að skapa. Borgarskjalasafn Reykjavíkur óskar eftir að fá til varðveislu skjöl sem segja sögu hinsegin fólks eða tengjast réttindabaráttunni á einn eða annan hátt, til dæmis sendibréf, dagbækur, frásagnir, ljósmyndir, úrklippur og póstkort. Hægt er að koma með þau á Borgarskjalasafn, Tryggvagötu 15, 3. hæð eða senda tölvupóst með upplýsingum á netfangið borgarskjalasafn@reykjavik.is Regnbogahátíð í Viðey Viðey fagnar Hinsegin dögum með fjölskyldu- dagskrá og regnbogaveitingum í Viðeyjarstofu sunnudaginn 12. ágúst. Siglt er frá Skarfabakka í Sundahöfn á klukku- stundar fresti frá klukkan 11.15–17.15 og oftar ef þörf krefur. Ferjan leggur úr höfn í Reykjavík stundarfjórðung yfir heilan tíma. 11.30–17.00: Regnbogaveitingar í Viðeyjarstofu fyrir börn og fullorðna. 14.30: Samverustund og leikir í boði Félags hinsegin foreldra. Öll börn fá sérstakan glaðning við komuna. Leikvöllur er við Viðeyjarstofu og hestaleiga fyrir börnin Hinsegin bókmenntagangan Hinsegin bókmenntagöngur hafa löngum verið vinsæll liður á dagskrá Hinsegin daga. Í ár er boðið upp á slíka göngu um miðborg Reykjavíkur í fylgd Úlfhildar Dagsdóttur bókmenntafræðings sem staldrar við á stöðum og staðleysum og rifjar upp gamlan og nýjan skáldskap – gamlar vögguvísur, kveinstafi kvalinna ásta og minningar um varanlegar nætur, jafnvel úr stáli. Í fylgd með henni er Darren Foreman sem les brot úr skáld- skap liðins tíma. Gangan er í boði Borgarbókasafns og Reykja- víkur – Bókmenntaborgar UNESCO. Gangan hefst á Ingólfstorgi föstudaginn 10. ágúst klukkan 17.00. Ferðin tekur um klukkustund og þátttaka er ókeypis. Leiðsögnin er í þetta sinn eingöngu á ensku. Gleðigangan Gleðiganga Hinsegin daga er hápunktur og stolt hátíðarinnar. Hinsegin dagar skipuleggja hana og ráða alfarið hvaða atriði fá aðgang að henni. Gangan er engu að síður sprottin úr grasrótinni og einstaklingar og hópar móta og setja saman einstök atriði hennar. Eins og í fyrra er stillt upp á Vatnsmýrarvegi, gengið Sóleyjargötu, Fríkirkjuveg og Lækjargötu framhjá Arnarhóli þar sem útitónleikarnir eru haldnir. Byrjað verður að raða göngunni upp á Vatns- mýrarvegi, ofan við Læknagarð, klukkan tólf á hádegi á laugardaginn. Þeir þátttakendur sem eru með atriði verða skilyrðislaust að mæta stundvís- lega, fá sín númer og fara í röð. Gangan leggur af stað á slaginu 14 og bíður ekki eftir neinum. Gleðigangan er hápunktur og stolt Hinsegin daga. Mynd/Hari í draggi. Svo tekur hann Vertu þú sjálfur líka,“ segir Friðrik Ómar sem stígur sjálfur fyrstur á stokk og byrjar tónleikana. „Ég bara opna í raun „showið“ og held svo áfram sem kynnir. Það hefur alltaf verið svona sérstakur skemmtanastjóri á hverju ári og í fyrra var það Felix Bergsson. Haf- steinn Þórólfsson kemur þarna líka. Hann gerði upp- runalegu útgáfuna af Ég er eins og ég er og ætlar að syngja hana.“ „Gay“ Dalvíkingur Gay Pride-helgin er vegur þungt í huga Friðriks Óm- ars af tveimur ástæðum. „Þetta er náttúrlega alltaf sömu helgi og Fiskidagur- inn á Dalvík og ég er náttúr- lega Dalvíkingur og hef allt- af þurft að velja á milli. Það er mikið álag á mér að vera bæði Dalvíkingur og „gay“ á þessum degi. Í átta ár hafði ég þetta þannig að þá var ég alltaf mættur á Dalvík að morgni og flaug svo til þess að geta tekið þátt í dag- skránni fyrir sunnan. Ég hætti þessu svo í fyrra og tók bara Dalvík þá og tek bara Gay Pride núna. Nú er Júlli Júll [Júlíus Júlíusson] að stjórna stærstu hátíðinni fyrir norðan og ég hérna fyrir sunnan þannig að það verður rosalega gaman og svo keppum við um hvar það verða fleiri gestir.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Friðrik Ómar stígur fyrstur á svið á útitónleikununum á Austurvelli, tekur lagið og heldur síðan áfram sem kynnir en hann er skemmtanastjóri tón- leikanna þetta árið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.