Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.08.2012, Side 36

Fréttatíminn - 10.08.2012, Side 36
36 bílar Helgin 10.-12. ágúst 2012  Chevrolet Góður staðalbúnaður Cruze  Kia auKin marKaðshlutdeild  suzuKi Jeppinn Grand vitara Verksmiðjan í Zilina framleiðir meðala annars hinn nýja Kia cee’d. Margreyndur við íslenskar aðstæður Suzuki Vitara er þrautreyndur jeppi við íslenskar aðstæður, hvort heldur er í sumarferðum eða ófærð vetrarins. Hann er svipaður að stærð og margir jepplingar en er ekta jeppi, byggður á grind og með háu og lágu drifi, 4H sídrif fyrir venjulegar aðstæður þar sem togkrafturinn skiptist á milli fram- og afturhjóla, 47:53, 4H læst drif fyrir erfiðar aðstæður, til dæmis djúp- an snjó og utanvegaakstur þar sem átakið er jafnt milli fram og afturhjóla og 4L, lágt læst drif með helmingi lægri niðurgírun fyrir erfiðustu aðstæður. Í sölu er þriðja kynslóð jeppans en fyrsta kynslóðin var framleidd frá 1988 til 1998 og reyndist vel hér á landi. Jeppinn var lítill og lipur, hvort heldur var í stuttri eða langri útgáfu. Margir hækkuðu þessa bíla upp og notuðu jafnvel til jöklaferða þar sem bíllinn flaut vel ofan á, betur en margir þungir, breyttir jeppar. Önnur kynslóð jeppans var í framleiðslu frá 1998 til 2005 þegar sú þriðja tók við. Andlitslyfting var gerð 2008 og nú býðst Grand Vitara með nýjungum, nýrri 2,4 lítra vél, öflugri heml- um, nýju mælaborði, nýju litavali, meiri hljóðeinangrun, tölvustýrðri loftkælingu, stefnuljósum í útispeglum og fleira, að því er fram kemur á síðu umboðsins, Suzuki bíla. Meðal staðalbúnaðar eru 6 öryggis- loftpúðar, þriggja punkta belti við öll sæti, styrktarbitar í hurðum, ISO-FIX festingar fyrir barnastóla og þokuljós að framan og aftan. Hemlakerfið er búið ABS- og EBD- hemlajöfnun. Farangursrýmið í Grand Vitara er 398 lítrar með upprétt sætisbök en 758 lítrar með samanbrotin aftursæti. Hljómtæki eru með útvarpi, geislspilara og fjórum hátölurum en sex í Limited útgáfu. Upp- lýsingaskjár í mælaborði er með klukku og sýnir útihita og bensíneyðslu. Fjarstýring er í stýri fyrir hljómtæki. Hraðastillir er staðalbúnaður. Beinskiptur Suzuki Grand Vitara Premium Plus með 2,4 lítra bensínvél kostar 5.450.000 og 5.660.000 í Limited útfærslu. Sjálfskiptur kostar Premium Plus 5.750.000 og Limited 5.960. Beinskiptur Grand Vitara með 1,9 dísilvél í Premium Plus útfærslu kostar 6.290.000 krónur. Suzuki Grand Vitara, jeppi byggður á grind með háu og lágu drifi. Framleiðslumet í Slóvakíu v erksmiðja Kia í Zilina í Slóvakíu, sem fram-leiðir Kia bíla fyrir Evrópumarkað, hefur sett met í framleiðslu á árinu. Verksmiðjan hefur framleitt samtals 149.000 Kia bíla á fyrstu sex mánuðum ársins sem er 10% aukning miðað við sama tímabil í fyrra. Í júní komu 27.500 Kia af færi- böndum í verksmiðjunni og hafa aldrei verið fleiri bílar frá suður-kóreska bílafram- leiðandanum framleiddir þar í einum mánuði, að því er fram kemur í tilkynningu umboðs- ins, Öskju. Verksmiðjan í Zilina fram- leiðir meðal annars hinn nýja Kia cee’d sem og Sportage sportjeppann og Venga. „Verk- smiðjan, sem uppfyllir hæstu gæðaviðmið í Evrópu, hefur átt fullt í fangi með að anna eftirspurn undanfarin miss- eri,“ segir enn fremur, „enda er Kia einn mest vaxandi bíla- framleiðandi í heiminum.“ Kia eykur söluna í Evrópu um 27,6% „Markaðshlutdeild Kia hefur aukist mjög í Evrópu að und- anförnu og sala á nýjum Kia bílum hefur aukist um 27,6 % á fyrstu sex mánuðum ársins á meðan heildarsala á nýjum bílum hefur dregist saman um 6,9% í álfunni ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Kia hefur einnig bætt mjög markaðs- hlutdeild sína á Íslandi sem er nú 9,3% á fyrstu sex mánuðum ársins. Kia er eitt af þremur mest seldu merkjum landsins á eftir Toyota og Volkswagen. Kia hefur komið fram með hvern endurhannaðan bílinn á fætur öðrum undanfarna mánuði og hafa þeir fengið,“ að því er segir í tilkynning- unni, „mikið lof fyrir fallega hönnun, eyðslugrannar og um- hverfismildar vélar sem og 7 ára ábyrgð en Kia er eini bíla- framleiðandi í heiminum sem veitir svo langa ábyrgð á bílum sínum.“ ... 7 ára ábyrgð en Kia er eini bílaframleið- andi í heim- inum sem veitir svo langa ábyrgð á bílum sínum.“ Chevrolet Cruze er fjölskyldubíll sem hefur vakið athygli fyrir stílhreint útlit. Staðalbúnaður bílsins er góður og hann er boðinn á hagstæðu verði. Hann hlýtur því að koma vel til greina þegar kemur að endurnýjun fjölskyldubílsins. Það er góð hugmynd að „krúsa“ um landið í Chevrolet Cruze, eins Chevrotet-um- boðið, Bílabúð Benna, auglýsir. Í kynningu umboðsins á Cruze segir meðal annars um bílinn: „Hann skarar ekki aðeins framúr hvað útlit varðar, heldur miðar styrkleikinn í samsetning- unni og allur aðbúnaður að framúrskar- andi þægindum og öryggi fyrir alla farþega. Euro NCAP, European Car Assessment Program, sjálfstæð stofnun sem metur árekstrarvarnir nýrra fólks- bifreiða í Evrópu, hefur gefið Chevrolet Cruze hæstu einkunn eða fimm stjörnur. Cruze er fyrsti fólksbílinn til að fá topp- einkunn í báðum flokkunum síðan Euro NCAP hóf árekstursprófun árið 1997.“ Á síðu Bílabúðar Benna kemur fram að Chevrolet Cruze LTX kostar 3.290 þúsund krónur beinskiptur en 3.690 þúsund krónur sjálfskiptur. LTZ Lux sjálfskiptur kostar 4.090 þúsund krónur. LTX beinskiptur með dísilvél kostar 3.890 þúsund. Hann þarf að sérpanta en sjálfskiptur með dísilvél kostar 4.390 þúsund. Cruze LTZ sjálfskiptur metan+ kostar 3.690 þúsund krónur. Bíllinn var kynntur sem „coupé“ snemma árs, bæði með 1,8 lítra bensínvél og 2,0 lítra dísilvél. Stílhreinn fjölskyldubíll Stílhreint útlit Chevrolet Cruze. IBTGCAI9402 TOPPLYKLA OG BITASETT 94 HLUTA 1/4” og 1/2” toppar og bitar | Stærðir 4 - 32 mm www.sindri .is / sími 5 75 0000 VERKFÆRI SEM HÆGT ER AÐ TREYSTA Á! Á T O P P U M 16.900 m/vsk Fullt verð 22.900

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.