Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.08.2012, Page 10

Fréttatíminn - 10.08.2012, Page 10
ÚTHLUTUN ÚR HÖNNUNAR SJÓÐI AURORU Í NÓVEMBER 2012 ��������������� FRESTUR TIL AÐ SKILA INN UM SÓKNUM RENNUR ÚT 17. SEPTEMBER HÖNNUNARSJÓÐUR Auroru hefur að mark miði að skjóta styrkum stoðum undir íslenska hönnun með því að veita hönnuðum og arkitektum fjárhags lega aðstoð� Nánari upplýsingar um út hlutaða styrki og leið­ beiningar vegna um sókna er að finna á www.honnunarsjodur.is� Umsóknir og fyrir spurnir sendist á info@honnunarsjodur. is�Hönnunarsjóður Auroru Þ að eru margir sem vilja komast klakklaust í Draumalandið. Þessi sex ára gamla bók Örnu Skúladóttur, sérfræðings í hjúkrun og svefnráðgjafa, er við það að sigra heiminn. Samið hefur verið um útgáfu bókarinnar, sem reynst hefur svefnbiblía margra foreldra ungbarna hér á landi síðustu ár, í fjölmörgum löndum. Bret- land, Bandaríkin, Ástralía, Nýja Sjáland, Frakkland, Holland, Þýskaland, Pólland og Kína. Ólík félög sjá um útgáfuna á hverju svæði fyrir sig. Umboðsmenn Örnu hjá Sögum útgáfu segja þetta aðeins byrjunina. Eitt og hálft ár leið frá því að ritað var undir samninga við Carroll & Brown um út- gáfu bókarinnar í Bretlandi þar til hún kom út. Það var fyrir tæpum tveimur mánuðum síðan undir nafninu Sweet Dreams. Arna þurfti að standa á hverri staðhæfingu sinni og sýna fram á bakgrunn þeirra. Nýir kafl- ar eru í bresku bókinni; kafli um lífeðlis- fræði svefns, einstæða foreldra og vöggu- dauða. Bresku útgefendurnir gefa bókina einnig út í Bandaríkjunum, en á bandarísk- skotinni ensku, þegar líður á haustið. Breytt bók í Bretlandi „Bretarnir vildu kafla um vöggudauða. Á Íslandi var það óþarft. Við höfum svo fá dæmi um vöggudauða á Íslandi að það hafði því ekki flogið að mér,“ lýsir hún þar sem við sitjum á göngudeild fyrir svefnráðgjöf á Barnaspítalanum þennan rigningarmorgun – deild sem Arna byggði upp. Þegar ljóst var að bókin kæmi út á ensku fagnaði Arna mjög, því svo margir hér heima hafi spurt eftir henni á öðru tungumáli en því íslenska ylhýra. „En það sem er að gerast núna er langt út fyrir hugsun mína.“ Enn á eftir að þýða bækurnar yfir á hollensku, þýsku og pólsku og útgáfu- dagurinn því enn óljós. Spurð hvers vegna íslensk bók um svefnráðgjöf nái tökum á þessum er- lendu mörkuðum segir Arna bækur um svefnvandamál barna almennt hafa verið byggðar á heldur ýktum stefnum. „Bækur um svefnvandamál og grát- vanda barna voru annað hvort sniðnar að því sem margir myndu kalla „hippastefnu“. Sagt var frá því að börnin ættu að vera í fanginu á fólki og helst á brjósti. Svo myndi góður svefn gerast að sjálfu sér: Svona rós- rauður draumur. Svo var það hinn vængur- inn, þar sem áherslurnar voru á miklar regl- ur og á að barnið ætti að hlýða,“ segir hún. Horfir heildstætt á svefnvandann „Auðvitað gerast margir góðir hlutir af sjálfu sér og það er líka mikilvægt að reglum sé fylgt. En bækurnar sem núna eru vinsælar eru hins vegar þær sem fara milliveginn. Í bókinni minni er áhersla lögð á að reyna að skila hvers vegna barnið bregst við eins og það gerir. Ég tengi saman þroska, daglegt líf, líðan barna og foreldra, daglúra og nætursvefn og fjalla um það heildrænt. Það þarf að bjóða upp á mismun- andi nálganir; ekki eina lausn fyrir alla. Það skýrir velgengnina,“ svarar hún. Arna segir engar töfralausnir til í svefn- ráðgjöf. „En grunnurinn liggur í ákveðnum ryþma og að hafa í huga að börnin eru ekki öll eins. Ég fæ fjölmörg börn til mín sem eru vel virk, svolítið dramatísk og/ eða truflast auðveldlega. Þessir eiginleikar Huggar börn í svefn um allan heim Arna Skúladóttir hefur náð árangri sem fáir ef nokkur íslenskur fræðimaður hefur áður gert. Samið hefur verið um útgáfu bókar hennar, Draumalandið, í níu löndum, þar á meðal Bandaríkjunum, Þýskalandi og Kína. Bókin kom út í Bretlandi í byrjun sumars. 400 íslenskar fjölskyldur nýta sér þjónustu Örnu og félaga á Barnaspítal- anum á hverju ári og enn fleiri geyma svefnráð- gjafabók frá henni á nátt- borðinu, enda biblía barnafjöl- skyldna. eru ekki neikvæðir og það má ekki hugsa um þá á þann hátt. Þetta eru kraftmiklir krakkar sem þurfa ákveðinn ramma – og þá er ég ekki að tala um stífan ramma. Ef þau eru dramatísk þarf að taka tillit til þess,“ segir hún. „Þau sýna sterkari tilfinningar bæði í gleði og sorg, sem foreldri þarf þá að venjast. Ef þau láta allt trufla sig fá foreldrar oft þau skila- boð að þeir hafi gert þau svona með því að tipla alltaf á tánum í kringum þau. En fullt af börnum fæðast auð- trufluð og maður á að bera virðingu fyrir því og vera ekki með hávaði í kringum þau. Það er bara tillits- leysi við blessað barnið,“ segir hún og hlær. Einstakur árangur íslensks fræðimanns „Þessi dramatísku ungbörn hlusta oft illa á hvenær þau eru þreytt. Og þegar þau eldast vita þau einnig sjaldan hvenær þau eru svöng. Ef foreldri áttar sig á þessu getur það sjálft passað upp á hvenær þau borða og fara að sofa. Það er helsta hlutverk okkar þegar við eignumst börn að kynn- ast þeim.“ Afar fáir ef nokkur íslenskur fræðimaður hefur fengið verk sín gefin út í jafnmörgum löndum og nú stefnir í hjá Örnu. Hún þakkar Landspítalanum fyrir sveigjan- leikann og möguleikann á því að fá að þróa starf sitt og vonar að með velgengni bókarinnar skapist svig- rúm fyrir hana að þróa sig áfram í starfi. Hún segir áhugann fyrir bókinni ekki aðeins heiður fyrir sig heldur einnig spítalann og íslenska hjúkrun. „Sérfræðingar hafa fengið að vinna fræðilega vinnu á spítalanum. Það er ekki sjálfgefið. Ég er heppin að vera á þessum stað og á þessum tíma og geta nýtt mér það.“ 400 fjölskyldur í vanda Það var ekki af óværð eigin barna sem Arna Skúladóttir fór að leið- beina fólki um það hvernig það gæti komið reglu á svefn barna sinna. Segja má að það sé há- skólaverkefni sem hafi sprungið út og orðið að aðalstarfi hennar á Barnaspítalanum. Fjögur hundr- uð fjölskyldur leita til hennar og samstarfskonu árlega vegna óværra, svefnvana barna og for- eldra sem hafa misst tökin á fjöl- skyldulífinu. Arna lauk hjúkrunarfræðinámi 1978 og fór í framhaldsnám 1996, þegar börnin hennar þrjú voru „komin af handlegg“, eins og hún orðar það. Í meistaranámi sínu valdi hún sér dr. Mörgu Tome sem leiðbeinanda og reyndi í kjölfarið að finna verkefni sem væri á sviði hennar. „Áhugasvið Mörgu er líðan, vanlíðan mæðra og börn sem gráta mikið. Ég hugsaði og hugs- aði hvernig ég gæti tengt mig við hana. Þá komu upp í hugann þessi börn sem voru lögð inn vegna óværðar,“ segir Arna og lýsir lítilli rannsókn sem þær hrundu af stað og vatt svona upp á sig. „Það er alltaf fullt hér á göngu- deildinni og nokkur biðlisti,“ segir hún. „Ungbarnageðvernd, sam- skipti foreldra og barna, þroski barna og persónugerðir og lundar- far þeirra – sem er eitt af mínum uppáhalds viðfangsefnum – eru umfangsmikil fræði á heimsvísu. Ég hef nærst í þessum fræðum. Þau halda mér við. Fólk heldur oft að það sé mikil rútína í þessari vinnu, en það er óhemju mikið sem ég hef ekki komist með tærnar í að kynna mér. Það sem ég þyrfti núna væri arftaki hérna inn á göngu- deildina svo ég geti haldið áfram að þróast. Viðfangsefnin eru svo mörg og það skiptir svo miklu máli að hlúa að litlum börnum og for- eldrum lítilla barna.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Svefn nauðsynlegur góðu fjölskyldulífi „Við vitum að það eru nauðsynlegt að borða. En það er líka nauðsynlegt að sofa. Það lærum við oft „the hard way“ ef við lendum í erfiðleikum í lífinu – eins og allir lenda í af og til,“ segir Arna Skúladóttir svefnráðgjafi og höfundur tveggja svefnráð- gjafabóka. „Ef við lendum í erfiðleikum missum við oft svefn. Það hefur áhrif á alla starfsemi, andlega og líkamlega. Ef foreldri er með veika punkta, er til dæmis kvíðið eða ört ýkjast þeir upp í svefnleysi. Veiku punktarnir okkar verða veikari. Einbeitingin verður verri. Allt úthald. Svefnleysi hefur veruleg áhrif á samskipti foreldra. Þráðurinn styttist. Það þarf því að taka á svefnvanda barna og getur verið erfitt þegar foreldrar koma hingað til mín á síðustu metrunum. Ég fæ yfirleitt til mín örþreytta foreldra og örþreytt börn. Þá er gott að skipuleggja sig. Ég set upp áætlun með þeim. Hitti þá aftur eftir viku og fylgi þeim eftir,“ segir hún um svefnráðgjöf sína á Barnaspítalanum. „Í erfiðri stöðu er oft gott að skipuleggja sig. Það þýðir ekki að maður ætli að vera ferkantaður út alla ævina. Heldur aðeins svona fyrst þar til ryþminn fæst.“ - gag Arna Skúladóttir með barnabarni sínu, Lovísu Lilju fimm ára, á góðri stundu. Svefnráðgjöf Örnu verður gefin út víða um heim. Mynd/Hari 10 viðtal Helgin 10.-12. ágúst 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.