Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.08.2012, Side 20

Fréttatíminn - 10.08.2012, Side 20
Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt HELGARBLAÐ É g er hreinræktað mið- bæjarbarn úr Reykja- vík,“ segir Ágústa. „Ég fæddist í því fræga húsi að Bröttugötu 3, Fjala- kettinum í september árið 1937 og er því að verða 75 ára – svona allt í einu! Flestum æskuárunum vörð- um við systkinin í Vesturbænum og bjuggum til dæmis flest stríðsár- anna að Bárugötu 5. Þar leigðu foreldrar mínir, Áslaug Sigurðar- dóttir og Guðmundur Árnason, efstu hæðina af Þóru, föðursystur minni og hennar góða eiginmanni, Eymundi Magnússyni skipstjóra. Þau hjónin áttu fjögur börn, en við systkinin þrjú vorum þá öll fædd. Næstur á eftir mér er Kristján, sem fæddist að Stóra-Hrauni á Snæfellsnesi, þar sem afi okkar var prestur. Yngstur er svo Sigurður, sem fæddist á Hverfisgötu 59, en við systkinin munum öll best eftir bernskuárunum á Bárugötunni. Þar var náttúrlega algjör Paradís; miðbærinn, höfnin og Landakots- túnið voru okkar aðal leikvellir. En ég er nú orðin svo gömul að ég man vel eftir því þegar Bárugatan var fyrst malbikuð.“ Nánir vinir sem skotnir voru niður „Á þessum árum þekktum við til flestra sem bjuggu í Vesturbæn- um. Þá virtist hvert mannslíf hafa haft miklu meiri þýðingu en nú til dags. Kannski er þetta kerl- ingarleg athugasemd, en svona lít ég samt á þetta! Heimstyrjöldin var auðvitað í algleymingi og við þurftum oft að hlaupa í loftvarnar- byrgi, sem hlaðin voru úr blautum sandpokum. Ég man ennþá vel fúkkalyktina af þeim og var sífellt gagntekin ótta þegar sírenurnar tóku að væla – stundum um miðja nótt. Ég man líka greinilega þegar skipin Goðafoss og Dettifoss voru skotin niður, því við áttum nána vini á báðum skipunum, til dæmis. Ellen Wagle og Berthu Zoëga sem var besta vinkona mömmu minnar. Eymundur maður Þóru frænku var, að mig minnir, á báðum skipunum, og það vakti ótrúlega gleði í miðri sorginni þegar fréttist upp á efstu hæðina á Bárugötu að Eymundur hefði komist af. Við þorðum varla að anda þegar við sáum hann fyrst, vafinn inn í Bretateppi. Hann var eins og einhvers konar ævintýra- persóna fyrir okkur börnunum. Líkt og Robinson Krúsó sem loks komst af af eyðieyju.“ Sigga stóð á haus! „Eins og ég nefndi áður voru for- eldrar mínir Guðmundur Árnason málverkasali og Áslaug Sigurðar- dóttir kona hans. Pabbi átti þá sína eigin verslun, Járn og Gler, sem var á Laugavegi 70. Hann var líka flinkur speglagerðarmaður og var ilmandi af lakki þegar hann kom heim á kvöldin. Og svo ilmaði hann auðvitað líka af neftóbaki sem hann veitti sér í ríkum mæli allt fram á nítugasta og sjöunda ár! Síðar vann pabbi í Rammagerðinni í Hafnar- stræti við innrömmun og enn síðar á sínu fræga rammaverkstæði og listagalleríi á Bergstaðastrætinu – þar sem mikið var um hann skrifað. Á Bárugötunni var svo Loftur ljósmyndari sem rak sitt stúdíó á fyrstu hæðinni, svo þetta var frekar marglitur og litríkur hópur sem þarna bjó. Við leigðum sjó- mönnum út tvö af þremur svefn- herbergjum okkar og einnig konu sem hét Sigríður Brynjólfsdóttir og var fulltrúi í Landsbankanum. Hún var oft kölluð „Sigga Brynka“ en við kölluðum hana aldrei annað en Siggu Brynjólfs. Hitt þótti okkur dónalegt í meira lagi. Sigga var mikill karakter og var meðal þeirra fyrstu sem iðkuðu jóga á Íslandi. Við sáum hana oft standa á haus þótt hún væri orðin sextug! Þetta þótti okkur systkinunum nú aldeilis framandi og mjög skringilegt. Við Kristján og Sigurður byrjuðum strax að setjast í Lótus stellingar, en vissum svo ekkert hvað við áttum að gera næst!“ Ballerína En Ágústu þótti ballett heldur til- komumeiri en jóga og fór að sækja balletttíma: „Fyrst sótti ég ballettæfingar í ókláruðu Þjóðleikhúsinu, enda var allt stopp í stríðinu, en síðar fór ég í ballettnám til Sifjar Þórs og Sigríð- ar Ármann. Ég var svo valin yngsti dansarinn þegar leikhúsið var vígt árið 1950 með Nýársnóttinni, Ís- landsklukkunni og Fjalla-Eyvindi. Leikritin voru sýnd í rúmlega eitt og hálft ár, svo það má segja að ég hafi kunnað allar rullurnar utan að í öllum þremur stykkjunum þegar yfir lauk! Ótrúleg upplifun, Þjóð- leikhúsið. Ég var þarna líka „að- stoðarkona“ Ævars Kvaran, sá um að reima hann inn í lífstykkið, því hann var svo feitur, en ég svo sterk. Enda mikið fyrir að dansa og klifra eins og fjallageit upp á húsaþökum, bílskúrum og öðru slíku. Ég var þá orðin tólf ára dama.“ Sterkt systkinasamband þótt heimsálfur skilji „Þótt Kristján væri fjórum árum yngri en ég, og Sigurður fimm árum, vorum við alla tíð mjög samrýmd. Við höfum alltaf haft mjög sterkt einhvers konar „sálar- samband“, jafnvel þótt heimsálfur Syndaselur starfar í víngarði Guðs Ágústa Guðmundsdóttir Harting hefur verið búsett í Banda- ríkjunum í tæplega sextíu ár, en ekki er möguleiki að heyra að hún hafi nokkurn tíma farið frá Íslandi. Engu að síður hefur hún sjaldnast búið á stöðum þar sem mikið hefur verið um Íslendinga – ef þá nokkurn – en móðurmálið er henni svo tamt að hún mismælir sig ekki í einu einasta orði – svo maður tali nú ekki um að hún talar ekki með nokkrum útlendum hreim. Ágústu muna margir eftir frá því hún lék ungu bóndakonuna í kvikmyndinni Gilitrutt, sem var frumsýnd síðla á sjötta áratugnum og eins sem fegurðardrottningu Íslands árið 1956. Um tíma var Ágústa meðlimur i Mormóna- kirkjunni í Bandaríkjunum og vann innan safnaðarins. Í tilefni þess að nú er frambjóðandi repúblikana til forsetaembættis Bandaríkjanna, Mitt Romney, mormóni, fannst Önnu Kristine áhugavert að heyra af afstöðu Ágústu til frambjóðandans – en jafnframt rifja upp lífshlaup hennar og það trúboðsstarf sem hún og eiginmaður hennar hafa gegnt í rúm þrjátíu ár. Systkinin þrjú eiga í sálar- sambandi þótt heimsálfur hafi skilið þau að. Hér lyfta þau glösum Kristján Guðmundsson, Ágústa og Sigurður Guð- mundsson en bræðurnir eru báðir þekktir listamenn. Anna Kristine ritstjorn@frettatiminn.is Framhald á næstu opnu Hann sveik auðvitað það göfuga loforð, eins og flest önnur, kom til Flórída og stal barninu beint úr fanginu á mér. 20 viðtal Helgin 10.-12. ágúst 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.