Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.08.2012, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 10.08.2012, Blaðsíða 38
38 matur Helgin 10.-12. ágúst 2012  kjúklingavængir grillaðir á svölunum k lassíkin er að nota vængi en það er ekki bannað að nota hvern þann part af hænunni sem fellur til. Séu kjuðar á boðstólum er einna best að brúka þá. Kjuðinn er upphandleggurinn eða upp-vængurinn öllu heldur og ber meira kjöt en framvængurinn og er því praktískari til átu þótt margur kjósi nú stökkan framvæng með mikilli sósu. Vænginn á teinana Það þarf að hita grillið vel, strá salti og pipar á vængina og skella þeim svo á funheitt grillið. Passa að brenna þá ekki. Þegar búið er að fá grillrendur á alla þá staði sem grillrendur koma á þarf að koma kjúklingnum í var. Það er að segja hafa ekki eld undir kjötinu. Annað hvort með því að slökkva á brenn- ara undir því eða færa þar sem engin eru kolin. Þegar kjúklingurinn hefur tekið smá lit er gott að pensla með einhverjum grillelexír. Slurkur af þeirri barbíkjúsósu sem keypt var síðast þynnt aðeins með smá bjór og pínu hun- angi eða hlynsýrópi er ágætis elexír til verksins. Þessu er penslað á af og til meðan á grilltímanum stendur og hann mun standa í svona hálftíma, – þrjú korter ef allt á að vera dautt. Passa að hafa lokið á eins mikið og hægt er til að hitinn fjúki ekki út í sumarnóttina. Sósan Á meðan þessu hefur staðið er grillarinn búinn að blanda sterku sósuna sem á að hjúpa vængina með. Miklivægasta hráefnið í þessa sósu er sterka sósan sjálf eða það sem kallað er á ensku „hot sauce“. Þetta eru sterkar piparsósur, oftast byggðar upp með ediki þótt það sé ekki algilt. Sú sem lengst hefur verið fáanleg og því þekktust á Íslandi er gamla góða Tabasco. Sú er t.d. búin til úr gerjuðum pipar með sama nafni og blönduð með ediki. Þannig að ef Tabasco á ekki upp á pallborðið er hægt að finna fleiri tegundir því úrval þessara sósa hefur verið að aukast talsvert hér á landi síðustu misserin. Þær bragðast langt því frá eins og eru missterkar þannig að það er um að gera að prófa sig áfram. Þegar rétta sósan hefur verið valin er bráðnu smjöri blandað saman við í hlut- föllunum einn af sósu á móti hálfum af smjöri. Magn fer eftir fjölda kjúk- lingavængja og hve mikið af sósu á að vera á hverjum bita. Blandan er svo hituð í smá stund áður en rjúkandi heitum kjúklingnum er kastað saman við í stórri skál. Margur Buffalóbúinn hefur svo borið vængina fram með gráðostasósu einhverskonar. Sé ætlunin að hafa þetta alveg ekta Buf- faló-upplifun er boðið upp á sellerístauta líka. GEGGJAÐIR AUKAVINNINGAR! TÖLVULEIKIR - DVD - GOS O.FL. SENDU EST MAC Í NÚMERIÐ 1900 ÞÚ FÆRÐ SPURNINGU OG SVARAR MEÐ ÞVÍ AÐ SENDA SMS SKEYTIÐ EST A, B EÐA C OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! *AÐALVINNINGAR DREGNIR ÚR ÖLLUM INNSENDUM SKEYTUM 29. ÁGÚST 2012. VINNINGAR VERÐA AFHENTIR Í ELKO LINDUM, KÓPAVOGI. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB. 199 KR./SMS-IÐ. ÞÚ FÆRÐ 5 MÍNÚTUR TIL AÐ SVARA SPURNINGU. LEIK LÝKUR 26. ÁGÚST 2012 VILTU VINNA MAC BOOK PRO 13”? Heitir vængir Kjúklingavængir í sterkri sósu er vinsæll forréttur. Á veitingastöðum eru þeir yfirleitt djúpsteiktir í olíu en ekkert kemur í veg fyrir að grilla þá á svölunum. Slurkur af þeirri bar- bíkjúsósu sem keypt var síðast þynnt að- eins með smá bjór og pínu hun- angi eða hlynsýrópi er ágætis elexír til verksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.