Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.08.2012, Síða 51

Fréttatíminn - 10.08.2012, Síða 51
„Við erum að sameina helstu tískubloggara og lífsstílsbloggara landsins undir einum hatti. Þetta er gert að erlendri fyrirmynd en við teljum að bloggheimurinn hér eigi mikið inni,“ segir Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri Trendnets.is, sem fór í loftið í gær. Álfrún hefur unnið að stofnun síðunnar frá því í janúar ásamt Elísabetu Gunnarsdóttur, en Elísa- bet er einn sjö bloggara á síðunni. Hinir eru Erna Hrund Hermannsdóttir sem var með bloggið Reykjavík Fashion Journal, Hildur Ragnarsdóttir, Svana Lovísa sem var með Svart á hvítu, Pattra Sriyanonge sem var með Pattra’s Closet auk tveggja nýliða. Þeir eru Andrea Röfn fyrirsæta og Helgi Ómars ljósmyndari. „Við völdum þá bestu,“ segir Álfrún þegar hún er spurð um mannskapinn að baki síðunni. Hún lofar áhugaverðri síðu sem verði mjög lífleg. „Það verður mikið flæði þarna inni. Og svo verðum við auðvitað mjög virk á Facebook, Twitter og Instagram.“ -hdm  Tíska TrendneT.is fer í lofTið Bestu bloggarnir á einn stað Bloggararnir sem skrifa á Trendnet.is (ofanfrá frá vinstri); Pattra, Andrea Röfn, Hildur Ragnars, Erna Hrund, Svana Lovísa, Helgi og Elísabet Gunnars. dægurmál 51 Helgin 10.-12. ágúst 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.