Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.09.2007, Síða 18

Fjarðarpósturinn - 20.09.2007, Síða 18
Hafnarfjarðarkirkja var teikn - uð af Rögnvaldi Ólafssyni arki - tekt og Guðni Þorláksson var yfir smiður þegar kirkjan var byggð árið 1914 og vígð 20. des - ember sama ár. Kirkjunni hefur í raun verið lítið breytt síðan og nú gerir fólk sig ekki ánægt með það sama og gert var fyrir nærri heilli öld. Kolakyndingin er að vísu löngu aflögð en þá var heitu lofti blásið um stokka í gólfi kirkjunnar en í dag er hefðbundið ofnakerfi og hefur verið mjög misheitt í kirkjunni enda hefur þak hennar aldrei verið einangrað. Nú eru framkvæmdir hafnar við endurbætur kirkjunnar og Þorsteinn Gunnarsson arkitekt hefur yfirumsjón með fram - kvæmdunum en Ístak sér um allar verklegar framkvæmdir. Að sögn presta kirkjunnar verð ur skipt um öll gólf kirkj - unnar og settar hitalagnir í þau, þakið verður einangrað og mikl - um tæknibúnaði komið fyrir í kirkjunna svo hægt verði að mæta kröfum nútímans. Þegar gólf kirkjunnar var rifið kom ýmislegt í ljós og þegar skoðaðar voru undirstöður undir kórgólfið prísuðu menn sig sæla yfir því að það hafi ekki gefið sig t.d. við altarisgöngu en undir gólfinu var gamli kolakjallarinn. Búið er að taka alla kirkjumuni úr kirkjunni og mörgum þeirra hefur verið komið fyrir í Hásölum sal kirkjunnar og Tónlistarskólans en þar fer helgihald fram í dag en búist er við að framkvæmdum verði lokið áður en fyrstu fermingar verða um næstu páska. Nýlega tóku pólskir iðnaðar - menn niður orgel kirkjunnar en þangað hafði það verið selt fyrir litla upphæð en orgelið var illa farið en verður gert upp og mun þjóna í pólskri kirkju. Í stað orgelsins hafa verið pöntuð tvö orgel, eitt á söngloftið í stað þess gamla en einnig verður annað staðsett niðri í kirkjunni. Allar athafnir verða í Há söl - um, jafnt helgihald sem brúð - kaup, útfarir og skírnir. Kirkjan heitir Hafnarfjarðar - kirkja en lengst af gekk hún undir nafninu Þjóðkirkjan í máli manna enda voru þá bara tvær kirkjur í bænum, Fríkirkjan og Þjóðkirkjan. 16 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 20. september 2007 Fékk 25 ára Mogga inn um lúguna Íbúi við Arnarhraun varð heldur betur undrandi þegar hann fékk 25 ára gamalt Morgunblað inn um bréfa - lúgun. Blaðið var örlítið gulnað en annars eins og nýtt. Fyrirsögnin „Pólskir mennta - menn mótmæla kúguninni“ vakti grunsemdir og því var dagsetningin könnuð - 24. janúar 1982. Varla er þetta trassaskapur í blaðberanum, frekar létt grín einhvers en nágranninn fékk líka gömul blöð inn um lúguna. Bílaþjónusta Magga Pústþjónusta Bílaþjónusta Bónstöð Opið virka daga kl. 9-18 Opið laugardaga kl. 9-16 Tilboð: (fólksbíll) Alþrif aðeins kr. 5.495,- Hraðþrif að utan kr. 1.195,- Mössun kr. 9.995,- Hvaleyrarbraut 2 sími 517 0350 Kringlan Reykjavíkurvegur 74 Suðurlandsbraut 4A konditori.is 588 1550 Kaffihús og bakarí morgunverður og hádegisverður Alhliða veisluþjónusta & salir            !"# $$ "  % #$$ &   ! " '  555 0888 20% afsláttur gegn framvísun þessa miða á virkum dögum til 1. des. 2007. Taka skal afslátt fram við pöntun  „Þjóðkirkjan“ tekin í gegn Ný endurbætt kirkja á að vera tilbúin fyrir fermingar í vor Sr. Þórhallur Heimisson, Guðmundur Sigurðsson organisti og sr. Gunnþór. Þ. Ingason í „kirkjunni“ í Hásölum. Prestarnir og organistinn í sundurtættu kirkjuskipinu. Gamla orgelið fær endurnýjun lífdaga í Póllandi. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.