Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 06.03.2008, Side 5

Fjarðarpósturinn - 06.03.2008, Side 5
www.fjardarposturinn.is 5Fimmtudagur 6. mars 2008 Það er ekki á hverjum degi sem nágrönnum okkar úr Garða - bæ er fagnað eins vel og hinum eins og hálfs árs gamla Kristófer Mána Sveinssyni sem fékk við - urkenningarskjal, gjafir og kökur á bæjarskrifstofunum á þriðju - daginn. Sveinn Jónasson skráði þá feðga til heimilis í Hafnarfirði á hlaupársdag, sl. föstu dag og var hann skráður sem 25 þúsund - asti Hafnfirð ingur inn. Bæjarstjórinn, Lúðvík Geirs - son tók á móti honum með gjöf - um sem Kristófer sýndi lítinn áhuga fyrr en bæjarstjóri dró fram stóran pakka. Þá breiddi Kristó fer út arminn og reif utan af pakkan sem hafði að geyma módel með húsum og bar leik - fangið nafnið Little people sem mætti alveg þýða sem smá - borgarar sem við erum kannski öll hér í Hafnarfirði. Fagnað við komuna úr Garðabæ Kristófer Máni (1½) 25 þúsundasti íbúinn Kristófer Máni breiðir út faðminn á móti pakka bæjarstjórans. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Víðistaðakirkja fagnaði 20 ára vígsluafmæli sínu um helgina, fyrst með veglegum tónleikum á laugardaginn og síðan með fjölskylduguðsþjónustu og hátíð arguðsþjónustu á sunnu - dag inn þar sem biskup Íslands prédikaði. Eftir glæsilega tónleikana var ljósmyndasýning sóknar prests - ins, sr. Braga Ingi bergssonar opnuð en hann sýnir þar glæsi - legar ljósmyndir sem hann hefur tekið úti í náttúrunni. Allar mynd irnar eru prentaðar beint á álplötur og vöktu myndirnar mikla athygli gesta. Sigurður Helgi Guðmundsson þjónaði með sóknarpresti við hátíðarguðsþjónustuna. Arkitekt kirkjunnar, Óli G. H. Þórðarson hefur gert nýja tillögu að klukkuturni kirkjunnar sem sóknarnefndin undirbýr nú að verði reistur á næstunni og lá frammi í kirkjunni módel af hinum nýja turni. Víðistaðakirkja 20 ára Ljósmyndasýning sóknarprestsins vekur athygli Biskup Íslands, hr. Karl Sigurbjörnsson prédikaði. Hallgrímur Jónasson, sóknarnefndarformaður óskar sr. Braga Ingibergssyni til hamingju með ljósmyndasýninguna. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.