Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.11.2009, Page 9

Fjarðarpósturinn - 26.11.2009, Page 9
Hafnarfjarðarkirkja 9Fimmtudagur 26. nóvember 2009 Nýtt barokkorgel Hafnar fjarð - ar kirkju verður vígt í hátíðar - messu á sunnudaginn kl. 11. Hljóðfærið er smíðað af hinum heimskunna barokksérfræðingi Kristian Wegscheider í Dresden í Þýskalandi. Hr. Sigurður Sigurðarson vígslu biskup í Skálholti vígir hljóðfærið og prestar kirkjunnar, sr. Þórhallur Heimisson og sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir, þjóna fyrir altari. Hr. Sigurður Sig - urðar son, vígslubiskup prédikar. Guðmundur Sigurðsson, kant - or Hafnarfjarðarkirkju, leikur á hið nývígða hljóðfæri og stjórnar söng Barbörukórsins. Kórinn flytur kantötuna „Nun komm der Heiden Heiland“ BWV 61 eftir Johann Sebastian Bach ásamt nýstofnaðri barokk - sveit Hafnarfjarðarkirkju. Eftir messuna er viðstöddum boðið til móttöku í safnaðar - heim ilinu þar sem léttar veitingar verða á borðum, framreiddar af Ottó R. Jónssyni, staðarhaldara Hafnarfjarðarkirkju. Í móttök unni mun taka til máls orgel smið urinn Kristian Weg - scheider og fjalla í stuttu máli um hljóð fær ið. 4. tbl. 30. árg. — Útgefandi: Hönnunarhúsið ehf. fyrir Hafnarfjarðarkirkju — Ábm.: sr. Þórhallur Heimisson — 29. nóvember 2009 Orgelhátíð á sunnudaginn Nýtt barokkorgel vígt í hátíðarmessu kl. 11 Hátíðar - tónleikar kl. 17 www.hafnarf jardarkirkja. is Jörg Sondermann, organisti Selfosskirkju, leikur barokk - tónlist á Wegscheider orgel kirkjunnar á sunnudaginn kl. 17. Aðgangur er ókeypis Hátíðartónleikarnir kl. 17 á sunnudaginn verða þeir fyrstu á vegum nýstofnaðs Tón listar - félags Hafnarfjarðarkirkju. Félag inu er ætlað að vera um - gjörð utan um hin tvö nýju glæsi - legu orgel kirkjunnar, stuðla að tónleikahaldi á þau og standa fyrir ýmsum listrænum við burð - um tengdum þeim. Félagið og starf semi þess verður kynnt nán - ar síðar en upphafsmaður félag - ins og listrænn stjórnandi er Guðmundur Sigurðsson, kantor Hafnarfjarðarkirkju. Stofndagur Tónlistarfélags Hafnarfjarðarkirkju L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n HAFNARFJARÐARKIRKJA ÞJÓÐKIRKJA Í ÞÍNA ÞÁGU Guðmundur organisti ásamt þýskum orgelsmiðum við nýja orgelið.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.