Prentneminn - 01.01.1970, Blaðsíða 8

Prentneminn - 01.01.1970, Blaðsíða 8
að orðtaiki sínu að þær séu „að vernda fólk fyrir útbreiðslu ýmissa stefna“ (t .d. kommúnista og kapítalista). Er það ekki orðin nokkuð hæpin vörn, sem fram- kvæmd er með morðum og kúgunum? Háværar raddir um alian heim, hrópa á og heimta frið í Víetnam. Sú rödd sem lætur hæst er rödd bandarísku þjóðar- innar, en bandarískir valdhafar, auðkýf- ingarnir, sjá samt ekki ástæðu til að hætta morðum sínum á bandarískum og víet- nömskum hermönnum og víetnömsku þjóðinni. Heimsvaldasinnarnir, eða hvað sem þeir lieita nú, gera allt til þess að ná kverkatökum á okkur smájrjóðunum. Þeir stofna lymskuleg samtök, bandalög, hemaðarleg og efnahagsleg. Þeir sömu og eiga aði'ld að útrýmingum í Víetnam eni verndarar íslenzku þjóðarinnar. Er það ekki nokkuð mótsagnakenmt? Smáþjóð- irnar og allir sem vilja ganga uppréttir verða að taka höndum saman og verjast ágangi heimsvaldasinnanna. íslendingar, tökum undir kröfu alþýð- unnar í vestri og austri um FRIÐ, um FRIÐ í VÍETNAM! Þeim gleymist oft er... Mannvit allt glatað, hjartað úr stein. Þeir myrða og meiða af nautn. Hver þrdir að lifa, liver þráir að sjá alheim i hönáium þeirra? Nei, berjumst brœður og berum í lieim bjartari daga og nœtur. Magmis Einar Sigurðssoti. Svona er á síld Það var fyrir einu ári að nokkrir prent- nemar komu saman til skrafs og ráða- gerða um vandamál sín og til að kjósa nýja stjórn í félag sitt, nefnilega Prent- nemafélagið í Reykjaví'k. Hvorki voru það fyrirmannlegir né stórkallalegir menn, þeir fáu prentnemar sem áræddu að stíga í pontu það kvöld, nei, þeir voru hvorutveggja í senn, skjálfandi og niður- lútir. Einhvernveginn heppnaðist samt, fyrir guðs og góðra manna hjálp, að leiða fundinn stórslysalaust til lykta. Hin nýja stjórn hóf störf sín með því að halda sinn fyrsta stjórnarfund, ekki þarf að orð- lengja það að á þessum fyrsta fundi fædd- ust margir draumar og stórir. Sumir þess- ara drauma liafa rætzt, en aðrir ekki, og stafar það náttúrulega af því að ekki hefur stjórninni þótt tilheyra að sikilja fé- lagið eftir draumiaust með öllu. „Það bezta sem ég fæ er reyktur lundi, síðan kemur loðið skott af hundi, vakna ég af værum , sælum blundi bux.nalaus“, og það er svellandi prentnemaball í Silf- urtunglinu. Menn eru að týnast inn, einn er svona, annar öðruvísi og sumir eru jú að spara skóna sína og standa því á liaus. Allt um það ballið var alveg „truflað“ eins og reyndar öll hin böllin sem voru lialdin, en þau voru hvorki færri né fleiri en sex í það heila. Á daginn kom að kosin hafði verið heldur betur lýðræðisleg stjórn, því hún stóð, næstum því upp á eigin spýtur, fyr- ir þremur félagsfundum. Ekki fór það 8 PRENTNEMINN

x

Prentneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentneminn
https://timarit.is/publication/950

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.