Prentneminn - 01.01.1970, Blaðsíða 5

Prentneminn - 01.01.1970, Blaðsíða 5
Erfitt var að stilla myndavélina. arnir reyndir á steinhellu Snorra bónda sem áður bjó þar á bæ. Frá Húsafelli var haldið skömmu seinna og ekið um traðir Kalmannstungu. í fótbolta var farið rétt á eftir og er það sá söguilegasti leikur sem ég hef augum litið um lengri tíma. Menn skiptu sér auðvitað í 2 hópa eins og venja er. Leikurinn byrjaði ,og gekk boltinn manna á miili eins og gengur og gerist. En það var eitt sem einkenndi þennan leik frá öðrum. Menn vita yfir- leitt með hverjum þeir spila og hverjir eru mótherjar, en það kom ekki fram í lei'k þessum, heldur var knettinum sparkað hingað og þangað, helzt þangað og enginn vissi hvert sparka átti. Lík- lega hefur það verið vegna þess að menn voru orðnir uppþembdir af „mjólkur- drykkju". En iivað með það, betra liðið, ef kalla skyldi lið, vann auðvitað. Eftir þennan ofsa-leik var haldið í flýti mikl- um niður til Borgarness. Var stanzað á Hótel Borgarnesi og kvöldverður borð- aður með gxæðgi mikilli, því menn voru orðnir svangir. Úh. — Að loknum kvöldverði var far- ið að íhuga dansleikinn að Hlöðum fyrir alvöru og ekki síður líka hinar heitu og fagurlimuðu heimasætur, sem vaxa eins og gras þarna á bæjunum. í einum græn- um — stopp — sauð á bílnium, sótt vatn — áfram — var blússað inn Hvalfjarðar- strönd, og slegið upp tjöldum á grasflöt rétt fyrir ofan dansstaðinn. Ágætt veður var með úðarigningu inn á milli, og hjálpaðist ailt að þangað til öll tjöldin voru risin, sum dálítið s'kökk, en það gerði ekkert til. Við gáfum bíl- stjóranum frí til morguns og hélt hann til Reykjavíkur en lofaði að koma kl. 3 á sunnudag að sækja okkur. Þá byrjaði gamanið fyrir alvöru. Flest- ir lauguðust brunnvatninu títtnefnda til að líta sem karlmannlegast út um kvöld- ið. Þar sem tjaldstæðið var rétt við veg- inn urðu margir til að líta við hjá o'kkur og heilsa upp á mannskapinn. Sérstakar móttökur og kveðjur fékk hópur frá „varnarliðinu", sem gjörðist ágengur til íslenzkra guðaveiga. Þegar þeir fóru öskr- uðu nokkrir si svona: „Go home from V-nam, Iceland out of NATO!“ og þar fram eftir götunum. Dansleikurinn var ævintýri líkastur. Reyndi margur svartlistarsonurinn að vinna hylli heimasætnanna með gorti um að hann liafi stillt inn 16 síðna form á 10 mínútum eða hann hafi sett 20 línur upp á 20 cic. á 15 mín. Allt slíkt raus PRENTNEMINN 5

x

Prentneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentneminn
https://timarit.is/publication/950

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.