Prentneminn - 01.01.1970, Qupperneq 19

Prentneminn - 01.01.1970, Qupperneq 19
I. Kostnaður við prentnema á 4. ári: 1. Kaup nema, 2.880,00x52 .............................. kr. 149.760,00 2. Sjúkrasamlagsgjald .......................... 1.800,00 3. Almannatryggingargjald ...................... 4.300,00 4. Lífeyristryggingargjald 48,00x52 ........... 2.496,00 5. Atvinnuleysistryggingargjald 21,60x52 ...... 1.123,00 6. Slysatryggingargjald 4,00x52 ............. 208,00 7. Iðnaðargjald 2%c af kaupi..................... 150,00 8. Launaskattur 1% af kaupi.................... 1.498,00 9. Skólagjald og prófgjald .................... 2.800,00 10. Skólabaskur og tilh., áætlað................. 1.000,00 — 15.357,00 Launakostnaður á ári 165.135,00 II. Kröfur um a>ukinn kostnað við prentnám: Engin veit hvað framtíðin ber í skauti sínu í sambandi við nám og námskostn- að. Hvort fyrir námið verður t. d. greitt sem vinnu umfram það sem nú er gert, eða hvort námstíminn og námskostnað- urinn hvílir áfram að einhverjum hluta á nemendum eða þeim sem að þeim standa. En hvaða spár sem gerðar eru um þetta fram í tímann, verður afstaðan til málsins sú, að miðast við jafnrétti milli nemenda og námsgreina, bæði með kostn- að og námsfrelsi. Prentnemar hafa fyrir skömmu óskað eftir aðild að lífeyrissjóði H.Í.P., en slíkt þýðir aukinn námskostnað fyrir prent- smiðjurnar. Hér virðist um forréttinda- kröfu að ræða, og má í því sambandi benda á, að ekki er vitað til að slík ósk hafi kornið fram t. d. frá nemum í eftir- töldum námsgreinum: Iðnnemum í öðr- um iðngreinum hér, kennaras'kólanem- um við kennaranám, flugmenn við flug- nám, bændaskólanemum við búnaðar- nám, sjómannaskólanum við skipstjórn- ar- og vélstjórnarnám, háskólanemum í læknisfræði, guðfræði o. fl. námsgreinum og þannig mætti lengi telja. Enginn veit fyrirfram, hvort maður sem hefur nám í ákveðinni starfsgrein. lýkur því námi eða ekki. Því síður er fyrirfram vitað, hvort nemandi á fyrir hendi að vinna sitt aðalstarf í framhaldi af ákveðnu námi. Af þessunr sökum o. fl. mun almennt litið svo á, að lífeyrissjóðs- málum í okkar þjóðfélagi verði að þoka lengra fram en nú er, áður en að ung- menni við nám fái viðurkennda þá elli- tryggingu sem liér um ræðir. í lögum um iðnfræðslu eru vandlega tíundaðar allar skyldur meistara gagn- vart nemum ,en hvergi er þar að finna útgjaldaskyldu vegna aðildar nema að lífeyrissjóði. Vinnutími prentara er sem kunnugt er skemmri en í flestum eða öllum öðrum iðngreinum hér. Af þessu leiðir, að prentnemar eru dýrari pr. klst. en flestir eða allir aðrir iðnnemar hér í landi. Er þetta vandamál út af fyrir sig, og verkar meðal annars í þá átt, að hindra aukin fríðindi prentnemum til handa. Þótt prentnemarnir séu nú fjárhags- legur baggi á prentsmiðjunum verða prentsmiðjurnar að gera sér ljóst, að nemapláss sín verða þær að nota eins og frekast er auðið, jafnvel þótt framboð sveina sé fyrir hendi. Annað hefnir sín síðar, jafnvel fyrr en varir. September 1969. Stjórn F.t.P. PRENTNEMINN 19

x

Prentneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentneminn
https://timarit.is/publication/950

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.