Prentneminn - 01.01.1970, Blaðsíða 12

Prentneminn - 01.01.1970, Blaðsíða 12
„fslenzkultennslan er ónóg.“ Innan bókagerðarfé 1 aganna er starf- andi samstarfsnefnd er vinnur m. a. að sameiningu félaganna, annað hvort í sam- band allra félaganna eða í eitt félag bóka- gerðarfólks og mér er kunnugt um að fulltrúar H.Í.P. í nefndinni liafi fullan hug á að það takist. Ég hef verið á fund- um með stjórn H.Í.P. og kynnzt þessum málum þar, og einnig hefur verið rætt um möguleika á að koma á stofn sameig- inlegum verknámsskóla (forskóla) fyrir „Eg hef verið d fundum ...“ alla bó'kagerðarnema og einnig sameigin- leg námskeið fyrir sveina. Þessi sameining er óhjákvæmileg, hún hefur átt sér stað á hinum Norðurlönd- unum, t. d. í Noregi, og ég vil í þessu sambandi minna á orð Eli Reimer, er hann viðhafði í einum fyrirlestra sinna í Norræna húsinu í sumar: Hann brýndi það fyrir mönnum að standa saman; bókaiðnaðurinn væri ein iðngrein. Sam- eining væri nauðsynleg og reyndar óhjá- kvæmileg af tæknilegum og félagslegum ástæðum og ekki sízt vegna iðnfræðslunn- ar, sem yrði að fylgja nýjum tímum. Hver hefur þróunin verið liér hvað snertir þrentnámið? Félag íslenzkra prentsmiðjueigenda hefur sýnt fræðslumálum stéttarinnar sér- stakan áhuga, sem ber að þakka. Árið 1935 kom Steindór heitinn Gunnarsson fram með hugmyndina að stofnun prentskóla. Nokkru síðar flutti liann ásamt Gunnari Einarssyni tillögu um prentskólasjóð á fundi í F.Í.P. og var hún samþykkt. Prentsmiðjurnar greiða nú í sjóðinn ákveðna uppliæð af hverjum nema, sem þær mega hafa, hvort sem þær nota þá lieimild að fullu eða ekki. Það er prent- skólasjóðurinn sem hefur lagt fram pen- ingana til kaupa á þeim tækjum og letri, sem skólinn á. Að vísu höfum við fengið sumt gefins, t. d. hafa nokkur fyrirtæki gefið tæki og fyrstu nemarnir sem út- skrifuðust frá prentskólanum hafa á fimm ára fresti minnzt skólans með gjöf- um, og þegar skólinn filutti í nýja hús- næði 15. september s.l., gaf Prentnema- félagið skólanum ýmis smátæki að gjöf. Prentmyndasmiðafélag íslands gaf skólanum tæki að verðmæti um eitt hundrað þúsund krónur, og hef ég grun um að von sé á ljósmyndavél að gjöf til deildarinnar og þá vantar ekki mikið á að prentmyndadeildin fari í gang. Borgarfell vinnur að því að skólinn 12 PRENTNEMINN

x

Prentneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentneminn
https://timarit.is/publication/950

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.