Prentneminn - 01.01.1970, Blaðsíða 21

Prentneminn - 01.01.1970, Blaðsíða 21
langur mangi út í móa með reku í ann- arri hönd, en tvær öskutunnur í liinni. Svo segja munnmælasögur að fjöllum liærra liafi gusurnar gengið en hola víð og mikil varð þar til, hvar ofaní hellti manninn úr tunnum þeim tveim, er áður greindi frá. Svo bara kveikti hann í og gekk á brott. Tíguleg sjón að morgni dags, að sjá menn lieilsa eldinum með skátakveðju. „Pulsu og kók, takk.“ Klukkan var orðin tvö. Hér og þar mátti greina útlínur manna í gegnum rigningarkófið en þegar því létti .. . Nei, nú er eitthvað ýkt. Sleppum bara morgninum fram til 4. „Elióva“! Þá mátti sjá nokkrar hrokkinhærðar heimasætur líða léttilega á 100 m sprett- inum(skeiði) eftir iðgrænni grasflötinni. Vöknuðu þá hvarmar liinna ungu sveina og eru sumir rakir enn. í gegnum tárvot Hitt og þetta Elzti þekkti léreftspappír í Þýzkalandi er skjal nokkurt, sem greifinn af Schaumburg bjó til árið 1239. En i Kína var tekið að framleiða léreftspappír þegar 100 árum e. Kr. Að minnsta kosti er gamalt pappírsblað, sem fannst við Kínverska múrinn árið 1907, um það bil 1800 ára gamalt. Um 800 e. Kr. var framleiddur pappír af stríðsföngum í Samarkand. Arabar komust fljótlega yfir þessa nýju uppgötvun, og hinn fragi kalífi Harun al Raschid stofnaði pappírsverksmiðju í Bagdad. Þaðan breiddist þessi iðnaður til Egyptalands. Seinna fluttu Máramir listina með sér til Spánar. Árið 1898 fengu prentararnir í ríkisprentsmiðju nokkurri í Bandarfkjunum handrit sem var 100.000 orð. Þeir voru beðnir um að hafa prentunina til- búna eins fljótt og mögulegt væri. Aðeins 16 tfmum eftir að þeir höfðu fengið handritið, voru þeir búnir að setja það, prenta og brjóta. Bókin var yfir 300 síður. Þannig skyldu fleiri gera. augun læddist þó smá gleðibros á vör, þegar hjólreiðakeppnin hófst og meðan hún stóð yfir. Á fákum sínum faxseidd- um froðufelldu menn og emjuðu yfir þreytu og þegar keppninni lauk, stóð öll hjálparsveit skáta utan um einu kvenpersónuna sem keppti þar og vildi liver verða hvað fyrstur að rétta henni hjálparhönd, en -létu aðra keppendur liggja máttvana og örmagna vítt og breytt um völlinn. Hún þáði enga hjálp og seinna um kvöldið þegar bakarasveinn- inn ungi, sem bakaði alla, tók við silfur- hjólhestinum, þá minntust menn fóstur- landsins freyju með glöðum hug (við töl- um ekki um hliðarráðstafanir). Það var dansskemmtun um kvöldið, en áður en hún hófst, höfðu allir iðn- nemar forðað sér, nema tveir langræknir prentnemar. Sagan er búin þó ósögð sé, en fæst orð hafa ávallt minnsta ábyrgð. Þ. V. Frumleg sjálfsmorðstilraun Handsetjari nokkur í Búdapest framdi fyrir nokkrum árum einkennilega sjálfsmorðstilraun. Dag nokkurn fannst liann meðvitundarlaus fyrir utan sjúkraliús þar í borginni. Kom nú i ljós, að hann hafði tekið inn eitthvert eitur, og var eitrunin á mjög háu stigi. Eftir mikla fyrirhöfn tókst þó að lífga hann við. Þegar hann var spurður hvaða eitur hann hefði notað, sagði hann það hafa verið prertt- stila. Hann gaf þá skýringu, að hann hefði tekið upp á þessu út úr ástarsorg, að gleypa prentstílana, alla stafina í nafni ástmeyjarinnar í réttri röð. Enn- fremur kvaðst hann hafa sett upp í línumátið stutt- orða lýsingu á ástarkvöl sinni, og gleypt síðan, staf fyrir staf, 60 prentstíla alls. Þetta tók hann um mán- aðartíma. Síðan hefði hann látið sér nægja að renna niður stöfunum í nafni hennar nokkrum sinnum í viðbót. Það kostaði læknana mikið erfiði að losa sjúklinginn við blýeitrunina, en loks útskrifaðist hann úr sjúkrahúsinu með því hátíðlega loforði, að liann skyldi framvegis reyna að lækna ástarþjáning- ar sínar á einhvern annan og eðlilegri hátt. PRENTNEMINH 21

x

Prentneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentneminn
https://timarit.is/publication/950

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.