Prentneminn - 01.01.1970, Page 13

Prentneminn - 01.01.1970, Page 13
fái að gjöf offsetprentvél, og þar með er kominn vísir að offsetdeild. Bókbindarar eru tilbúnir með tæki í sína deild, en húsnæðið vantar. Það má því segja ,að farið sé að hilla undir það takmark, sem sett var við stofn- un Skólans. Þegar Prentskólinn var vígður 15. febrúar 1958 komst formaður Félags ís- len/.kra prentsmiðjueigenda svo að orði: „. .. Vani hugmyndin að allar greinar bókagerðar eignuðust síðar sína sérskóla er allir mynduðu einn skóla, Bókiðna- skólann í Reykjavík.“ Mesta viðurkenningin, sem prentdeild- in hefur hlotið, er að finna í fylgiskjali með frumvarpi til laga um iðnfræðslu, sem samþykkt var á Alþingi 30. marz 1966. Þar segir, að vísir að verknámsSkóla hafi verið starfræktur við Iðnskólann í Reykjavík, (og er þar m. a. átt við prent- deildina) þrátt fyrir slæma aðstöðu vegna húsnæðis- og tækjaskorts. „Eigi að síður er það samdóma álit þeirra ,er til þekkja, að þessi vísir að verklegu námi hali gef- ið góða raun og hvetji mjög til þess að halda lengra á þessari braut. Hefur þessi starfsemi vafalaust átt sinn þátt í því að vekja þann almenna skilning, sem nú er fyrir nauðsyn þess að gera grundvallar- breytingu á tilhögun iðnfræðslunnar hér á landi.“ Allt frá árinu 1893, er fyrst voru sett lög hér á landi um iðnnám ,og raunar frá því iðnnám hófst, hefur verið byggt á því fyrirkomulagi , að verknámið fari fram á vinnustað undir stjórn meistara í viðkomandi iðngTein, en iðnskólar, eftir að þeir komu til sögu árið 1904, skyldu eingöngu annast bóklega kennslu og teikningu. Eins og fram er komið, er þetta náms- form nú orðið úrelt með flestum menn- ingarþjóðfélögum og liafa margar þjóðir um áratugaskeið látið verulegan hluta — og jafnvel allt — iðnnámið fara fram í sérskólum. — Enda var nefndin, sem und- irbjó frumvarpið, þeirrar Skoðunar að eigi mætti dragast lengur að hliðstæð breyting á iðnfræðslukerfinu kæmist á hér á landi. Hvað er þd framandan? Það er tvennt sem við getum gert: 1) að gera prentskólann að sérskóla, eins og reglugerðin um iðnfræðslu gerir ráð fyr- ir, en þar segir: XIII. KAFLI Sérskólar einstakra iðngreina. 84. gr. Sérskólar teljast þeir skólar ,sem ráðu- neytið viðurkennir, að fengnum tillög- um Iðnfræðsluráðs, til þess að veita fræðslu, bóklega og verklega, nemendum einstakra iðngreina. 85. gr. Unr inntökuskilyrði, námsefni, náms- skrá, próf og aðra tilhögun námsins, gilda ákvæði reglugerðar þessarar eftir því sem við á. 86. gr. Þessir sérSkólar eru viðurkenndir: a. Matsveina- og veitingaþjónaskólinn, fyrir nemendur í matreiðslu og fram- reiðslu. b. Garðyrkjuskóli ríkisins að Reykjum í Ölfusi, fyrir nemendur í skrúðgarð- yrkju. Og síðan gæti komið: c. Bókiðnaskólinn í Reykjavfk, fyrir nemendur í bókbands-, offset-, prent- mynda- og prentiðn. 2) að starfrækja verknámsskóla eins og segir í 13. grein iðnfræðslulaganna: 13. gr. Stofna skal og starfrækja á vegum iðn- skóla þeirra, sem um ræðir í I. mgr. 12. PRENTNEMINN 13

x

Prentneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentneminn
https://timarit.is/publication/950

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.