Prentneminn - 01.01.1970, Blaðsíða 14

Prentneminn - 01.01.1970, Blaðsíða 14
„... Eins og stendur i reglugerð." gr., eftir því sem ráðherra áikveður og fé er til þess veitt, verknámssikóla, þar sem veitt skal fræðsla, verkleg og bókleg, um undirstöðuatriði iðnaðarstarfs. Skal lögð áherzla á, að nemendur öðlist staðgóða þekkingu á vélum og verkfærum, sem um er að tefla, og efnum, sem úr er unn- ið, jafnframt þjálfun þeirra í starfi á kerfisbundinn hátt. Inntökuskilyrði í verknámsskóla skulu vera hin sömu og í iðnskóla, sbr. 22. gr. þessara laga. Námstími í verknámsskóla skal vera allt að einu ári, og skal kennsla miða að undirbúningi undir iðnnám, annað tækninám og iðnstörf. Námstíma skal varið sem næst að jöfnu milli bóknáms og verknáms. í bóknámsgreinum skall miða við kennslu, sem svari til námsskrár 1. og 2. bekkjar iðnskóla. Verklegt nám fer fram í vinnustofum Skólanna. í þeim greinum, þar sem nem- endafjöldi er nægur, má miða kennsluna við einstaka iðngrein, en ella við flokk skyldra greina. Ráðherra skal sjá um, að verknáms- skólar einbeiti sér að kennslu í tiltekn- um greinum og skipti með sér verkum, eftir því sem við verður komið. Ráðherra ákveður, hverjar verklegar greinar skuli kenna á vegum verknáms- skóla. I verklegu námi Skulu nemendur hverrar bekkjardeildar eigi vera fleiri en 15. Nemendur, sem lokið hafa fullnaðar- prófi ifrá verknámsskóla, skulu eiga rétt til styttingar á námstíma sínum, ef þeir ráðast í iðnnám hjá meistara eða iðnfyrir- tæki. Skal sú stytting svara til þess, að átta mánaða verknámsskóli stytti iðnnámið samkvæmt námssamningi um 12 mánuði. Skal sama regla gilda um vehklegan starfstíma og krafizt er til upptöku í aðra verknáms- og tækniskóla. Ráðherra getur ákveðið, að fengnum tillögum iðnfræðsluráðs, að starfrækja skuli framhaldsdeildir við verknáms- skóla í einstökum iðngreinum, 6 til 10 mánuði, eftir þörfum iðngreinanna. 1 iðngreinum, þar sem erfitt er að koma við námi á vinnustað, má á sama hátt á- kveða, að námið fari að öllu leyti frarn í verknámsskóla. Eitthvað að síðustu? Nauðsynlegt er að öll stéttin leggi fram metnað sinn og krafta í það að byggja upp góða kennslustofnun í iðn- greininni, ekki sízt vegna jreirra breyt- inga, sem vænta má á næstu árum. Ég þakka ykkur þann áhuga, sem þið sýnið fræðslumálum stéttarinnar. Vona ég að slíik viðleitni hjá ykkur dvíni ekki — lieldur dafni, þótt þið hverfið úr hópi nema yfir í raðir hinna eldri. mes -)- þ. V. Skrifstofan er opin, hvernig sem vifirar, á föstudögum frá kl.fimm til kl. sex 14 PRENTNEMINN

x

Prentneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentneminn
https://timarit.is/publication/950

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.