Prentneminn - 01.01.1970, Blaðsíða 17

Prentneminn - 01.01.1970, Blaðsíða 17
imenn í hina nýju stjórn og voru litlar sem engar breytingar gerðar á uppstill- ingu hennar, en að sjálfsögðu var stungið upp á fleiri mönnum og fram fóru ‘kosn- ingar, og væntanlegasta þeir hæfustu valdir úr. Sérstaklega vil ég geta þess hve núverandi formaður , Magnús E. Sig- urðsson var einróma kjörinn, en allir virtust á sama máli um, að hann væri hvað hæfastur í þetta vandasama starf. Þá var komið að síðasta liðnum, en það var önnur mál. Undir þeim lið komu menn aðailega upp til að þakka einhverjum fyrir eitthvað, þó kom fram boð frá iðnnemum í Neskaupstað um að halda þar skíðamót í vetur ,og er vonandi að sambandsstjórn sjái sér fært að halda Skíðamót þar. Síðan var 27. þingi I.N.S.Í. slitið. Fljót- lega fóru menn svo að tínast út úr þing- salnum, ýmist heim eða fram í danssal- inn, og hefur ekkert spurzt til þeirra síð- an. ss Breytingar á félagaskrá Hafa lokið sveinsprófi eða hætt námi af öðrum orsökum: Ársæll B. Ellertsson, prentari. liii-gir A. Fredriksen, offsetprentari. Einar Valgeirsson. Garðar J. Guðmundsson, prentari. Gísli Ingólfsson, setjari. Grétar Þ. Egilsson. Guðjón Ingvarsson. Gunnar Gíslason. Gunnar Halldórsson, offsetprentari. Halldór G. Halldórsson, prentm.smiður. Halldór V. Jóhannesson. Helgi Siguigeirsson, bókbindari. Hörður S. Hallgrímsson, prentari. Ingi Þ. Jóhannesson, offsetprentari. Jóhannes L. Gíslason, offsetprentari. Jón S. Hermannsson, setjari. Kristján Jónsson, setjari. Kristján Pálsson, prentmyndasmiður. Lárus P. Ragnarsson, setjari. Ólafur Emilsson, prentari (áður lært setningu). Ólafur Þ. Sverrisson, offsetprentari. Pétur G. Gunnlaugsson, setjari. Sigurður Ásgeirsson, bókbindari. Sigurður ísleifsson, setjari. Þorbjörn Friðrikss., setjari (áður lærl. í prentun). Örn Ó. Úlfarsson, bókbindari. Við fögnum þeim nýbyrjuðu. Garðar Hilmarsson, prentun, ísafold. Jón Ágústsson, liókliand, Skarð. Júlfus Brjánsson, prentun, Jón Helgason. Oddgeir B. Guðfinnsson, prentun, Setberg. Olgeir SveiTÍsson, setning, Guðjón Ó. Skúli Marteinsson, offsetprentun, Offsetprent. Svavar Magnússon, offsetpr., Offsetmyndir sf. Þorkell Þ. Snædal, prentun, Skarð. Þórarinn Böðvarsson, prentun, Hagprent. Iæiðrétting: Hjörleifur Hjörtþórsson, bókband, Félagsbókb. Svar til „pressulærlings“ „Er setning kvenmannsverk?“ spyr „pressuilærlingur“ í síðasta tölublaði Prentnemans. Því ekki? Öll störf eru kvenmannsverk ef því er að skipta, líka jafn klossað og óþrifalegt starf sem prent- un er, í höndum sumra a. m. k. I háþróuðustu ríkjum veraldar vinna konur öll þau störf jafnhliða karlmönn- um, sem í vanþróaðri ríkjum eru ein- göngu unnin af 'karlmönnum. Læknavís- indin hafa sannað að líkamsbygging kon- unnar er betur úr garði gerð heldur en karlsins, þannig að erfiðisvinna breytir þarna engu um. Ég er því sammála „Pressulærlingi“ um það, að vinna beri að því að auka starfsemi kvenna í setn- ingu, sem í öðrum stéttum þjóðfélagsins. Með vinsemd. Magnús Einar Sigurðsson, nemi í setningu. PRENTNEMINN 17

x

Prentneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentneminn
https://timarit.is/publication/950

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.