Prentneminn - 01.01.1970, Blaðsíða 20

Prentneminn - 01.01.1970, Blaðsíða 20
Landsmót iðnnema Landsmót I.N.S.Í. var haldið helgina 12. og 13. júlí s.l. sumar að Félagslundi í Gaulverjabæjarhreppi. Að venju sendi félagið föngulegt lið og hefur sjaldan áður ríkt eins mikil eining meðal prentnema sem þá til að njóta skemmtunar og íþrótta meðal fríðs flokks ungra íslenzkra iðnnema víðsvegar að af landinu. — Sumir okkar fóru á föstudag- inn austur og hugðust nota tímann til æfinga á ýmsum tegundum íþrótta. Þeir sem voru rólegri og hógværari fóru um hádegisbil á laugardeginum, enda reynd- ist það vera nægilega tímanlega. Mótið var sett um þrjúleytið, aðeins kluikkutíma síðar en fyrirfram var áætl- að. Dagurinn leið við útiveru, t. d. mis- þyrmdu þó nokkrir gúmmítuðru fylltri af lofti, ýmist með höndum og/eða fót- um. Fyrir áhorfendur var þetta býsna góð skemmtun enda hljómuðu bítlalög og aðrar symfóníur úr risastórum hátölur- um inn á milli annarra íþróttaviðburða. Ekki má gleyma því sprikli, sem Siggi í útvarpinu nefnir frjálsar íþróttir. Þar reyndn menn að teygja aðra löppina fram fyrir Iiina og aðalatriðið var að gera það nógu helv. . .. hratt, því þá var hægt að taka tímann hjá þeim. Tókst þetta misjafnlega. Upp við húsið voru nokikrir beljakar að kasta járn'klumpi eitthvað út í loftið, en til liliðar við völlinn stukku menn ýmist Iiæð sína í loft npp eða gjörðu tilraun til að fljúga jafnlengd Skrokksins fram af spítuklumpi. Og þá hló marbendill. Hluti af tjaldbúöunum. Sem betur fór urðu menn þó svangir og hættu ólætin því nm kvöldmatarleyt- ið. Hafði þá einn unnið annan og hinn tapað fyrir öðrum með glæsibrag á ís- lenzkra manna vísu að sjálfsögðu. Já, ballið, sko! Á dansleiknum lék hljómsveitin POPS fyrir dansi (góðkunn ölilum prentnem- um), en til þess að lýðurinn trylltist ekki alveg voru tilkallaðir 4 eða 5 lögreglu- Jrjónar með alltof stórar húfur og breið nef til að sefa mannskapinn. Dyraverð- irnir voru líka eitthvað að hreinsa til og pata út öngunum (á meðan þeir stóðu á fótunum). — Ballið búið —. Eiginlega er ekki Jrorandi að segja meira frá kvöldinu. „Da vabara eins og allsherjar jartípleis mar og det bragede og knagede imellem" píkuskrækjanna fram undir lágnættið. Snemma að morgni helgidagsins gekk 20 PRENTNEMINN

x

Prentneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentneminn
https://timarit.is/publication/950

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.