Prentneminn - 01.05.1984, Blaðsíða 14

Prentneminn - 01.05.1984, Blaðsíða 14
aö tölvan „justeri" hann jafnóðum. Ef þörf er á breytingum er textinn kallaður upp og breyting gerð á honum og hann síðan endurskrifaður á sama stað á disk- ettuni þar sem hann var áður. Þetta spar- ar mjög mikið diskpláss þar sem óþarfi er að geyma textann í tveim mismunandi uppsetningum þ.e. einn „eldri“ og annan „nýrri“ sem innihalda svo til sama efni. Innskrifað efni er geymt/kallað af diskett- uni með nafni sem notandi hefur sjálfur valið. Hægt er að kalla upp hvaða síðu textans sem er í hvaða röð sem er og sér vélin um að gefa hverri síðu númer, þannig að ef efnisyfirlit er kallað upp, sést nákvæmlega hversu margar síður hver spalti. Einnig sér notandi hvaða dag og klukkan hvað byrjað var að vinna við- komandi texta og hvenær honum var síð- ast breytt Skjár og lyklaborð. Skjárinn, diskdrifið og tölvan eru frítt standandi sem gefur notendanum mögu- leika á að setja tækin upp nákvæmilega þar sem hann vill hafa þau. Til viðbótar er hægt að halla skjánum upp og niður þannig að hægt er að stilla hann ná- kvæmilega í þá hæð sem þörf er á. Stærð stafa á skjánum er 18 punktar og er það mjög til þæginda fyrir notanda og eru stafirnir mjög stöðugir á skjánum og letr- ið hvítt á svörtum grunni. Skjárinn sýnir 15 línur á hverjum tíma, 13 línur af texta og upplýsingalínur-. Allar skipanir eru sýndar með hálfum styrk. A skjánum sést á hverjum tíma nákvæmilega hversu margir stafir hafa verið slegnir inn til þess að auka og auðvelda reiknisútskrift. „Justering" á textanum er mjög hraðvirk og í raun er hún fimm sinnum hraðvirkari en nokkur annar getur boðið uppá. Þetta flýtir mjög allri leiðréttingu og endur- vinnslu. Öll meðhöndlun á texta er mjög auðveld og aukaásláttur hefur verið minnkaður eins mikið og mögulegt er. Hægt er t.d. að „programera“ hvern ein- asta takka á lyklaborðinu þannig að með því að ýta á einn takka, þá er hægt að kalla fram hluta úr texta eða hluta af skipunum. Einnig getum við boðið umbrotsskjá er gefur allar upplýsingar um stærð, stað- setningu, í hvaða leturgerð á að setja textann, línubil, línuendingar og lóð og eða lárétt strik. Sem sagt menn fá ná- kvæmar upplýsingar um það á umbrots- skjánum hvernigljóssetningavélin kemurað lokum til með að setja textann á pappír eða filmu. Umbrotsskjárinn hefur mögu- leika á að sýna textann svart á hvítu eða öfugt, eftir því hvað notandinn vill hafa. Hann getur einnig sýnt hálfa stærð, tvö- falda, fulla stærð, einnig er hægt að rúlla textanum hvort sem er upp eða niður, til hægri eða vinstri til að skoða hann vand- lega. Samskiptiviðaðrartölvur. MCS kerfið býður uppá mikla möguleika á sendingu eða móttöku texta frá öðrum tölvukerfum í gegnum sérstakan sam- skiptabúnað. Móttaka inn í MCS kerfið fer þannig fram að sendandi framkvæmir sendingu að öllu leyti sjálfur og jafnvel án vitundar þess sem vinnur á MCS kerf- inu. Þannig að ekki þarf að koma til tafa á innslætti þó að móttaka á texta frá öðru tölvukerfi sé í gangi. Þegar textinn berst inn»í MCS kerfið tekur „background" vinnsla við sem þýðir textann jafnóðum yfir í réttan kóda fyrir MCS kerfið og skráir hann síðan á disk. Hægt er að fara í skjátengingu „termininal emulation" þ.e. MCS skjárinn getur unnið sem út- stöð inn á önnur tölvukerfi og sótt þannig texta ef með þarf. Ýmis aukabúnaður. Prentari: Nála eða leturshjóls Umbrotsskjár: „preview" Tölvusamskiptakerfi „telecomunication“ Lóðrétt „justering vertical justfication" Bóka og blaðaumbrot „power page“ Orðasafn fyrir skiptingu Sjívirk villu leiðrétting Fjöldálka kerfi Lóð, lárétt strik og box grciðuform o.fl. CP/M stýriforrit Með tilkomu nýrra og fullkominna tækja til litgreininga, er Kassagerð Reykjavíkur h.f. nú sem áður leiðandi fyrirtæki á sviði hverskonar litprenturnar KASSAGERÐ REYKJAVÍKUR HE KLEPPSVEGI 33 — 105 REYKJAVÍK — SÍMI 38383 14 PRENTNEMINN

x

Prentneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentneminn
https://timarit.is/publication/950

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.