Prentneminn - 01.05.1984, Blaðsíða 16

Prentneminn - 01.05.1984, Blaðsíða 16
Notkun á Cibachrome II fyrir orginal nr.2 Cibachrome II er pósitífur lit- framköllunarferill hannaður til að stækka díapósitíf yfir á pappír, eða sérstaka filmu fyrir ljóskassa. Pappírinn fæst í tvennu formi, háglans á mjög stöðugum poly- ester grunni eða með perlu formi á RC grunni. Cibachrome II er lit - bleiki ferill. Petta þýðir að litarefnin eru sett í pappírinn á framleiðslustigi hans. I framköllun eru síðan þeir litir bleiktir í burtu sem ekki eiga að vera í myndinni og eftir situr pósitíf litmynd. Petta hefur nokkra mjög mikilvæga kosti. í fyrsta lagi er úrval þeirra litarefna sem hægt er að nota mikið meira en í venjulegri chromogenískri framköllun. Petta er ástæðan fyrir því að í CIBACHROME II eru notaðir úrvals málmlitir, sem eru sérstaklega hreinir og skærir og hafa frábært ljósþol. I öðru lagi draga litarefnin í Ijósnæmu lögunum úr dreyfingu Ijóssins sem fellur á þau við lýs- ingu myndarinnar. Petta er ástæðan fyrir þeirru miklu skerpu sem CIBACHROME myndir hafa, en hún er sérstaklega áber- andi á glanspappírunum, þar sem yfirborðið dregur ekkert úr skerp- unni. CIBACHROME II hefur ýmsa kosti sem orginal nr.2 fyrir utan ofangreinda kosti sem stækk- un á pappír getur haft. Cibachrome II er sérstaklega hannað til að kópera þær díapósi- tífu filmur, sem mest eru notaðar f auglýsingum og iðnaðarljósmynd- un, með tilliti til kontrasts og litljósnæmni. CIBACHROME II hentar jafnvel enn betur fyrir „redús“ vinnu, en flest önnur litljósmynda- efni, en eins og alltaf er redús vinna nákvæmisverk, sem krefst mikillar þjálfunar. CIBACHROME II má redúsera á þrennan hátt: 1) Með efnafræðilegri bleikingu á hverjum lit fyrir sig yfir alla myndina eða á hluta hennar. 2) Með gegnsæjum „albumen based“ litum, sem lita má með pensli, bómull eða svampi. 3) Með ópak litum, eða blýöntum. í þessu tilfeUi getur verið þörf á að húða myndirnar fyrir litun með „gum - arabic“ eða blanda litina með „oxga!l“. Nákvæmari tæknilegar upplýsing- ar eru fáanlegar frá framleiðanda, umboðinu Davíð Pitt & Co. hf. og hjá Myndverk. tifORD cibachrome-a ILFORD cibachrome-a CIBACHRome-a 16 PRENTNEMINN

x

Prentneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentneminn
https://timarit.is/publication/950

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.