Bókbindarinn - 01.04.1975, Side 23

Bókbindarinn - 01.04.1975, Side 23
AT VINNULE YSISBÆTUR! HVAÐ ÁTT ÞÚ AÐ GERA EF ÞÚ VERÐUR ATVINNULAUS ? Fyrst leitar þú til BFl og athugar hvort nokkra vinnu er að fá í bók- bandi. Ef það er ekki hægt þá ferðu á ráðningarskrifstofu Reykjavíkur — (Vinnumiðlun) — Hafnarbúðum og framvísar þínu félagsskírteini og sæk- ir um atvinnu og bætur, ef enga vinnu er að fá við þitt hæfi. Á Ráðningarstofunni lætur þú skrá þig daglega. Þar færð þú einnig eyðu- blað, sem þú ferð með til þeirra at- vinnurekenda, sem þú hefur unnið hjá á síðustu 12 mánuðum og lætur þá út- fylla þau. Þegar öll þessi vottorð eru útfyllt ferð þú með þau á skrifstofu BFl, sem síðan sér um úthlutunina, en hún fer fram vikulega á venjulegum skrif- stofutíma félagsins. ATHUGIÐ! Rétt til bóta hafa þeir sem fullnægja þessum skilyrðum: a. eru orðnir 16 ára. b. dvelja hérlendis. c. eru fullgildir félagsmenn í verka- lýðsfélögum. d. hafa á síðustu 12 mánuðum stundað tryggingarskylda vinnu í a. m. k. 1032 dagvinnustundir. Skólafólk þarf þó ekki að hafa stundað vinnu nema í 3 mánuði og skólanám í 6 mánuði. e. sanna með vottorði vinnumiðlunar, að þeir hafi verið atvinnulausir einn eða fleiri heila vinnudaga. Ef umsækjandi getur ekki látið skrá sig vegna veikinda, skal hann láta skrá sig næsta dag sem hann getur. Þeir sem hafa ekki bótarétt eru þeir sem: a. taka þátt í verkfalli. b. njóta slysa- eða sjúkradagpeninga skv. lögum. c. misst hafa atvinnu af ástæðum, sem þeir eiga sjálfir sök á (svo sem drykkj uskaparóreglu). d. sviptir eru frelsi sínu að opinberri tilhlutan. e. ófærir eru til vinnu eða neita vinnu, er þeim býðst að tilhlutan vinnu- miðlunarskrifstofu. Bótaréttur glat- ast þó ekki, þó að hafnað sé vinnu í starfsgrein, sem umsækjandi hef- ur ekki áður stundað, enda fylgi slíkri starfsgrein verulega meiri áreynsla eða vosbúð en þeirri, sem hann áður stundaði. f. stundar vinnu í eigin þágu, sem hann hefur beinar tekjur af. g. á maka, sem á síðustu 12 mánuð- um hefur haft og hefur hærri tekj- ur en sem svarar tvöföldum dag- vinnutaxta Verkam.fél. Dagsbrún- ar í Reykjavík. Atvinnuleysisbætur greiðast fyrir alla daga nema laugardaga og sunnudaga og engum skulu greiddar bætur lengur en 130 daga á síðustu 12 mánuðum.

x

Bókbindarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.