Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.04.2011, Síða 2

Fréttatíminn - 29.04.2011, Síða 2
Þóra Tómasdóttir thora@ frettatiminn.is Skemmtilegar hugmyndir fyrir fermingar- veisluborðið á www.gottimatinn.is fermingar H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 1 -0 5 8 6 Sigmundur neitar að veita skriflegt leyfi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Fram- sóknarflokksins, neitar að gefa Fréttatímanum skriflegt leyfi til að fá yfirlit yfir námsferil hans í Ox- ford-háskóla. Vegna persónuverndarlaga í Bretlandi er skrifstofu skólans óheimilt að veita upplýsingar um nemendur skólans án skriflegs samþykkis þeirra sjálfra. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmað- ur Sigmundar, staðfesti þetta við blaðamann Frétta- tímans og vildi ekki gefa upp ástæðu þess að Sig- mundur Davíð vill ekki veita þetta leyfi. Upplýsingar um nám Sigmundar Davíðs hafa verið misvísandi á hinum ýmsu vefsvæðum veraldarvefsins, jafnvel þótt um sé að ræða síður sem lúta stjórn Sigmundar sjálfs. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur Fréttatím- inn ekki fengið staðfest með óyggjandi hætti hvaða námi Sigmundur Davíð hefur lokið. -óhþ Helga Sigríður Sigurðardóttir gekkst undir aðgerð á hjarta fyrir rúmlega tíu dögum en bundnar eru vonir við að nú hafi endanlega verið gert við hjarta- galla sem hefur hrjáð hana undanfarið hálft ár. „Aðgerðin gekk vel og lækninum tókst að gera það sem hann ætlaði sér. Hins vegar var ástandið á hjartanu ekki eins gott og við héldum og það var aug- ljós súrefnisskortur í hjartavöðvanum,“ segir María Egilsdóttir, móðir Helgu Sigríðar. „Hjartað tók svo við sér eftir aðgerðina og nú vonum við það besta.“ Í nóvember í fyrra hné Helga Sigríður niður með kransæðastíflu þegar hún var í skólasundi á Akureyri. Skömmu síðar fékk hún hjartaáfall og þá uppgötvaðist galli í kransæð sem gera átti endanlega við í þetta skiptið. Opin brjóstholsaðgerð er hins vegar heilmikið álag og Helga Sigríður hefur dvalið á hjarta- og lungnaskurðdeild yfir páskana. „Hún er líklega komin með lungnabólgu í öðru lunganu og þarf að vera hér eitthvað áfram. Við vonumst þó til að fara heim í þessari viku,“ segir móðir hennar. Helga Sigríður var strax sett í stífa endurhæfingu eftir aðgerðina. „Hér er ekkert elsku mamma. Hún var fljótt látin fara fram úr rúminu til að hreyfa sig. Nokkrum sinnum á dag á hún að ganga eftir spítalagöngunum en hún verður í tvo til þrjá mánuði að jafna sig á þessu. Við vonum bara að ekkert komi upp á,“ segir María.  Heilbrigðismál Helga sigríður jafnar sig eftir Hjartaaðgerð Á spítala um páskana Helga Sigríður gekkst undir velheppnaða hjartaaðgerð á dögunum og vonast til að komast heim til sín í vikunni. u nnur Sigurðardóttir, sambýlis-kona athafnamannsins Hannesar Smárasonar, hefur selt lúxusvillu, sem var á hennar nafni, á Fjölnisvegi 9 til Sparkle S.A., nýstofnaðs huldufélags í Lúxemborg. Ekki kemur fram í kaupsamn- ingnum hvert kaupverðið er en félagið yf- irtekur fasteignalán frá Landsbankan- um að upphæð 74,3 milljónir. Húsið, sem er rétt tæplega 370 fermetrar að stærð, hefur verið í eigu Hann- esar Smárasonar frá árinu 2004. Fyrst í gegnum félagið Fjölnisveg 9 ehf., sem var í eigu Hannesar áður en Landsbankinn tók félagið yfir. Hannes keypti húsið af félaginu sínu í september 2007 og seldi síðan sambýliskonu sinni, Unni Sigurð- ardóttur, það í desem- ber sama ár. Hús- ið var keypt fyrir 70 milljónir árið 2004 og gerði Hannes endur- bætur á því f yr ir 350 milljónir, sam- kvæmt bók- haldi hans sem komst í fjölmiðla þegar hann reyndi að fá ógilta húsleit efnahagsbrotadeildar Ríkis- lögreglustjóra vorið 2009. Grunur efna- hagsbrotadeildarinnar beindist að því að sala hússins til Hannesar, og síðar Unnar, hefði verið málamyndagjörningur vegna þess hversu lágt kaupverðið var. Um tíma var Hannes Smárason kon- ungur Fjölnisvegarins. Hann átti bæði hús númer 9 og 11 og hugðist tengja hús- in saman með göngum. Áður en honum tókst það ætlunarverk sitt yfirtók Lands- bankinn félagið Fjölnisveg 9 ehf., sem átti Fjölnisveg 11 og glæsiíbúð við Pont Street í London, íbúð sem metin var á 7,5 milljónir punda eða tæplega 1,5 milljarða. Ekkert er vitað um eigendur huldu- félagsins Sparkle S.A. í Lúxemborg eða félagið sjálft nema að það er nýstofnað í hlutafélagaskrá landsins. Tveir aðilar, C. Godfrey og S. Bivek, skrifa undir samning- inn fyrir hönd félagsins. Það er ekki skráð í gagnagrunn samstarfsaðila Creditinfo í Lúxemborg. Af skötuhjúunum Unni og Hannesi er það annars að frétta að þau eru búsett í Barcelona á Spáni, nánar tiltekið á Carrer de Josep Bertrand nálægt miðborginni, í glæsilegu húsi. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Neyðarlög staðfest Neyðarlögin voru staðfest í Héraðs- dómi Reykjavíkur á miðvikudag þegar dómurinn úrskurðaði Icesave-innlánin forgangskröfur í þrotabú Landsbankans. Almennir kröfuhafar höfðuðu mál gegn slitastjórninni til að fá neyðarlög- unum hnekkt. Ef Héraðsdómur Reykjavíkur hefði komist að þeirri niðurstöðu að Icesave-innlánin væru almennar kröfur en ekki forgangskröfur, hefði það sett áætlanir um greiðslur úr þrotabúi Landsbankans í uppnám því þá hefðu breski og hollenski trygg- ingarsjóðurinn fengið mun minna í sinn hlut vegna Icesave-innistæðn- anna. Búast má við því að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar.  fasteignamarkaður lúxusvilla seld Huldufélag í Lúx kaupir glæsivillu sambýliskonu Hannesar Smárasonar Sparkle S.A., nýstofnað félag í Lúxemborg, keypti villuna og yfirtók lán frá Landsbankanum að upphæð 74,3 milljónir. Húsið var keypt fyrir 70 milljónir árið 2004 og gerði Hannes endurbætur á því fyrir 350 milljónir, samkvæmt bókhaldi hans. Hannes Smárason hefur slitið tengslin við Fjölnisveg og býr nú í Barcelona. Fjölnisvegur 9 er glæsilegt utan frá séð og ekki síður að innanverðu þar sem það hefur verið gert upp fyrir 350 millj- ónir króna af smekk- fólkinu Hannesi og Unni. Ljósmynd/Hari Þóranna til Háskólans í Reykajvík Háskólinn í Reykjavík hefur ráðið dr. Þórönnu Jónsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra rekstrar og stjórnunar. Meginverkefni Þórönnu felast í mann- auðsstjórnun, samþættingu innra starfs skólans og rekstri flestra stoðdeilda hans. Hún verður enn fremur staðgengill rektors í málefnum tengdum rekstri skólans. Þóranna hefur DBA- gráðu frá Cranfield- háskóla og MBA-gráðu frá IESE. Hún starfaði á árum áður hjá Háskólanum í Reykjavík, meðal annars sem forstöðumaður og aðstoðar- deildarforseti viðskiptadeildar og framkvæmda- stjóri Stjórnendaskólans. Hún hefur undanfarin ár gegnt stöðu framkvæmdastjóra samskipta og viðskiptaþróunar hjá Auði Capital. 2 fréttir Helgin 29. apríl-1. maí 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.