Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.04.2011, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 29.04.2011, Blaðsíða 2
Þóra Tómasdóttir thora@ frettatiminn.is Skemmtilegar hugmyndir fyrir fermingar- veisluborðið á www.gottimatinn.is fermingar H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 1 -0 5 8 6 Sigmundur neitar að veita skriflegt leyfi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Fram- sóknarflokksins, neitar að gefa Fréttatímanum skriflegt leyfi til að fá yfirlit yfir námsferil hans í Ox- ford-háskóla. Vegna persónuverndarlaga í Bretlandi er skrifstofu skólans óheimilt að veita upplýsingar um nemendur skólans án skriflegs samþykkis þeirra sjálfra. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmað- ur Sigmundar, staðfesti þetta við blaðamann Frétta- tímans og vildi ekki gefa upp ástæðu þess að Sig- mundur Davíð vill ekki veita þetta leyfi. Upplýsingar um nám Sigmundar Davíðs hafa verið misvísandi á hinum ýmsu vefsvæðum veraldarvefsins, jafnvel þótt um sé að ræða síður sem lúta stjórn Sigmundar sjálfs. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur Fréttatím- inn ekki fengið staðfest með óyggjandi hætti hvaða námi Sigmundur Davíð hefur lokið. -óhþ Helga Sigríður Sigurðardóttir gekkst undir aðgerð á hjarta fyrir rúmlega tíu dögum en bundnar eru vonir við að nú hafi endanlega verið gert við hjarta- galla sem hefur hrjáð hana undanfarið hálft ár. „Aðgerðin gekk vel og lækninum tókst að gera það sem hann ætlaði sér. Hins vegar var ástandið á hjartanu ekki eins gott og við héldum og það var aug- ljós súrefnisskortur í hjartavöðvanum,“ segir María Egilsdóttir, móðir Helgu Sigríðar. „Hjartað tók svo við sér eftir aðgerðina og nú vonum við það besta.“ Í nóvember í fyrra hné Helga Sigríður niður með kransæðastíflu þegar hún var í skólasundi á Akureyri. Skömmu síðar fékk hún hjartaáfall og þá uppgötvaðist galli í kransæð sem gera átti endanlega við í þetta skiptið. Opin brjóstholsaðgerð er hins vegar heilmikið álag og Helga Sigríður hefur dvalið á hjarta- og lungnaskurðdeild yfir páskana. „Hún er líklega komin með lungnabólgu í öðru lunganu og þarf að vera hér eitthvað áfram. Við vonumst þó til að fara heim í þessari viku,“ segir móðir hennar. Helga Sigríður var strax sett í stífa endurhæfingu eftir aðgerðina. „Hér er ekkert elsku mamma. Hún var fljótt látin fara fram úr rúminu til að hreyfa sig. Nokkrum sinnum á dag á hún að ganga eftir spítalagöngunum en hún verður í tvo til þrjá mánuði að jafna sig á þessu. Við vonum bara að ekkert komi upp á,“ segir María.  Heilbrigðismál Helga sigríður jafnar sig eftir Hjartaaðgerð Á spítala um páskana Helga Sigríður gekkst undir velheppnaða hjartaaðgerð á dögunum og vonast til að komast heim til sín í vikunni. u nnur Sigurðardóttir, sambýlis-kona athafnamannsins Hannesar Smárasonar, hefur selt lúxusvillu, sem var á hennar nafni, á Fjölnisvegi 9 til Sparkle S.A., nýstofnaðs huldufélags í Lúxemborg. Ekki kemur fram í kaupsamn- ingnum hvert kaupverðið er en félagið yf- irtekur fasteignalán frá Landsbankan- um að upphæð 74,3 milljónir. Húsið, sem er rétt tæplega 370 fermetrar að stærð, hefur verið í eigu Hann- esar Smárasonar frá árinu 2004. Fyrst í gegnum félagið Fjölnisveg 9 ehf., sem var í eigu Hannesar áður en Landsbankinn tók félagið yfir. Hannes keypti húsið af félaginu sínu í september 2007 og seldi síðan sambýliskonu sinni, Unni Sigurð- ardóttur, það í desem- ber sama ár. Hús- ið var keypt fyrir 70 milljónir árið 2004 og gerði Hannes endur- bætur á því f yr ir 350 milljónir, sam- kvæmt bók- haldi hans sem komst í fjölmiðla þegar hann reyndi að fá ógilta húsleit efnahagsbrotadeildar Ríkis- lögreglustjóra vorið 2009. Grunur efna- hagsbrotadeildarinnar beindist að því að sala hússins til Hannesar, og síðar Unnar, hefði verið málamyndagjörningur vegna þess hversu lágt kaupverðið var. Um tíma var Hannes Smárason kon- ungur Fjölnisvegarins. Hann átti bæði hús númer 9 og 11 og hugðist tengja hús- in saman með göngum. Áður en honum tókst það ætlunarverk sitt yfirtók Lands- bankinn félagið Fjölnisveg 9 ehf., sem átti Fjölnisveg 11 og glæsiíbúð við Pont Street í London, íbúð sem metin var á 7,5 milljónir punda eða tæplega 1,5 milljarða. Ekkert er vitað um eigendur huldu- félagsins Sparkle S.A. í Lúxemborg eða félagið sjálft nema að það er nýstofnað í hlutafélagaskrá landsins. Tveir aðilar, C. Godfrey og S. Bivek, skrifa undir samning- inn fyrir hönd félagsins. Það er ekki skráð í gagnagrunn samstarfsaðila Creditinfo í Lúxemborg. Af skötuhjúunum Unni og Hannesi er það annars að frétta að þau eru búsett í Barcelona á Spáni, nánar tiltekið á Carrer de Josep Bertrand nálægt miðborginni, í glæsilegu húsi. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Neyðarlög staðfest Neyðarlögin voru staðfest í Héraðs- dómi Reykjavíkur á miðvikudag þegar dómurinn úrskurðaði Icesave-innlánin forgangskröfur í þrotabú Landsbankans. Almennir kröfuhafar höfðuðu mál gegn slitastjórninni til að fá neyðarlög- unum hnekkt. Ef Héraðsdómur Reykjavíkur hefði komist að þeirri niðurstöðu að Icesave-innlánin væru almennar kröfur en ekki forgangskröfur, hefði það sett áætlanir um greiðslur úr þrotabúi Landsbankans í uppnám því þá hefðu breski og hollenski trygg- ingarsjóðurinn fengið mun minna í sinn hlut vegna Icesave-innistæðn- anna. Búast má við því að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar.  fasteignamarkaður lúxusvilla seld Huldufélag í Lúx kaupir glæsivillu sambýliskonu Hannesar Smárasonar Sparkle S.A., nýstofnað félag í Lúxemborg, keypti villuna og yfirtók lán frá Landsbankanum að upphæð 74,3 milljónir. Húsið var keypt fyrir 70 milljónir árið 2004 og gerði Hannes endurbætur á því fyrir 350 milljónir, samkvæmt bókhaldi hans. Hannes Smárason hefur slitið tengslin við Fjölnisveg og býr nú í Barcelona. Fjölnisvegur 9 er glæsilegt utan frá séð og ekki síður að innanverðu þar sem það hefur verið gert upp fyrir 350 millj- ónir króna af smekk- fólkinu Hannesi og Unni. Ljósmynd/Hari Þóranna til Háskólans í Reykajvík Háskólinn í Reykjavík hefur ráðið dr. Þórönnu Jónsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra rekstrar og stjórnunar. Meginverkefni Þórönnu felast í mann- auðsstjórnun, samþættingu innra starfs skólans og rekstri flestra stoðdeilda hans. Hún verður enn fremur staðgengill rektors í málefnum tengdum rekstri skólans. Þóranna hefur DBA- gráðu frá Cranfield- háskóla og MBA-gráðu frá IESE. Hún starfaði á árum áður hjá Háskólanum í Reykjavík, meðal annars sem forstöðumaður og aðstoðar- deildarforseti viðskiptadeildar og framkvæmda- stjóri Stjórnendaskólans. Hún hefur undanfarin ár gegnt stöðu framkvæmdastjóra samskipta og viðskiptaþróunar hjá Auði Capital. 2 fréttir Helgin 29. apríl-1. maí 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.