Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.04.2011, Qupperneq 4

Fréttatíminn - 29.04.2011, Qupperneq 4
Ráðstefnuhald er þekkt sem einhver mesta vítamínsprauta sem nokkurt efnahagslíf getur fengið. Ríkiseinkasala á olíu? Geti olíufélögin ekki selt okkur eldsneyti með eðlilegri álagningu, væri rétt að kanna hvort ríkiseinkasala mundi ekki gagnast okkur betur, segir í niðurlagi ályktunar stjórnarfundar samtakanna Landsbyggðin lifi. „Hátt verð á dísilolíu og bensíni er að verða meiri háttar vandamál, sérstaklega í dreifbýlinu. Leiðir til að fá þjónustu, komast í verslun eða stunda félagslíf eru langar, svo ekki sé nú minnst á það hve dýrt er að komast til höfuðstaðar- ins. Flutningskostnaður á vöru og þjónustu er orðinn óbærilegur fyrir byggðirnar. Landsbyggðin lifi krefst þess að ríkis- stjórnin beiti áhrifum sínum til að lækka verð á bílaeldsneyti. Til þess hafa stjórn- völd tvo augljósa kosti: 1) að stórlækka eða afnema eldsneytisskatta, 2) að gera kröfu á olíufélögin um lægri álagningu,“ segir í ályktuninni. Í greinargerð segir enn fremur: „Í nútímaþjóðfélagi eru bílar sem ganga fyrir olíu eða bensíni nauðsyn, en ekki lúxus. Álagning olíufélaganna er allt of há. Þetta er afar einfaldur rekstur. Vegna bruðls og óhófs virðast þau mörg á jötunni hjá okkur skattgreiðendum, sem auk okursins þurfa nú líka að borga þau út úr eigin skuldasúpu.“ -jh Dýrara að geyma bílinn við Leifsstöð Verðskrá Icepark, rekstraraðila langtíma- bílastæða við Flugstöð Leifs Eiríkssonar, hækkaði um tæp 50% 15. apríl síðast- liðinn, að því er greint er frá á síðu Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB. Gjald fyrir tíu daga afnot af langtímabílastæði er nú 7.400 krónur en var áður 5.010 krónur, að því er segir þar. Fram kemur á síðu FÍB að ekki hafi fengist skýringar á hækkuninni hjá starfsmanni Icepark en samkvæmt heimildum FÍB er Icepark í eigu öryggis- fyrirtækisins Nortek. „Upphaflega annaðist Securitas rekstur gjaldskyldu bílastæð- anna umhverfis Leifsstöð,“ segir FÍB, „en Icepark mun hafa hreppt það hnoss fyrir fáum árum eftir að útboð hafði farið fram. Þær tekjur sem innheimtast skiptast síðan milli flugstöðvarinnar sjálfrar og rekstraraðila stæðanna.“ -jh Íslenskir flugumferðar- stjórar verðlaunaðir Flugumferðarstjórar á Íslandi hlutu æðstu viðurkenningu er Alþjóðasamtök félaga- samtaka flugumferðarstjóra veita fyrir framúrskarandi fagmennsku árið 2010. Verðlaunin eru veitt fyrir afrek þar sem einstaklega fagleg vinnubrögð eru viðhöfð í flugumferðarstjórn, segir í tilkynningu Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Á ráð- stefnu í Amman 10.-15. apríl síðastliðinn var þessi viðurkenning veitt íslenskum flugum- ferðarstjórum fyrir einstakt afrek meðan á Eyjafjallajökulsgosinu stóð. Dagana 6.-11. maí 2010 unnu flugumferðarstjórar í Flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík alla flugumferð er fór yfir Atlantshafið. En sú umferð skiptist venjulega á milli fjögurra flugstjórnarmiðstöðva. Öll flugumferðin var yfir og norður af Íslandi og voru fyrri umferðarmet bætt á hverjum degi þar til 11 maí. Þann dag flugu 1.019 flugvélar gegnum íslenska flugstjórnarsvæðið á 24 klukkustundum en metið fyrir 6. maí var 562 vélar. Íslenska flugstjórnarsvæðið er annað stærsta flugstjórnarsvæðið í heim- inum, 5,4 milljónir ferkílómetra og tekjur vegna alþjóðaflugþjónustu fyrir árið 2010 voru þrír milljarðar. -jh Mokar upp sandi í stað loðnu Óvíst er hvenær Landeyjahöfn verður opnuð aftur en hún hefur nú verið lokuð Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi í rúmar fimmtán vikur. Ölduhæð og illviðri hafa gert dæluskipinu Skandia erfitt fyrir. Grípa þarf til róttækra aðgerða til að dýpka höfnina en hafnarmynnið mun einkum vera flöskuháls í því sambandi. Siglingamálastofnun hefur nú farið þess á leit við Vinnslustöðina í Vestmanna- eyjum að hún leggi uppsjávarskipið Ísleif til tilraunadælinga. Ekki er fyrirhugað að nota dælu skipsins til að fjarlægja sand úr höfninni, að því er segir í Eyjafréttum, heldur að nota skipið til að knýja færan- legan dælubúnað í mynni hafnarinnar og yrði sandinum dælt út fyrir höfnina. Slíkur dælubúnaður er til reiðu hjá fyrirtæki hér á landi. -jh VÆTUDAGAR Haltu regninu úti svo þú getir verið lengur úti. CINTAMANI WWW.CINTAMANI.IS Skúrir veStan til, en birtir upp norðan- og auStanlandS þegar kemur fram á daginn. HöfuðborgarSvæðið: StrEkk- ingSvindUr og Skúrir, EinkUm frAmAn Af dEgi rigning veStan og norðan til framan af degi, en bjart og frekar Hlýtt auStanlandS. HöfuðborgarSvæðið: HæGur vindUr og ÞUngbúið mEð vætU, EinkUm frAmAn Af dEgi. lítur út fyrir Smá rigningu norðauStan- og auStanlandS frá Skilum á leið til auSturS. veStan til Sér HinS vegar til Sólar. HöfuðborgarSvæðið: vEStAn golA og frEmUr bjArt vEðUr. milt, En kólnAr Um kvÖldið. loks hægari vindur Í þessum apríl sem brátt er liðinn, eru þrír af fjórum helstu veðurþáttum sem við látum okkur varða neikvæðir. úrkomsamt hefur verið suðvestanlands, sólarlítið og sérlega vindasamt. Á móti kemur að alls ekki hefur verið kalt. Norðaustan- og austanlands hefur aftur á móti verið sérlega milt, sólríkt og úrkomulítið. Nú er að sjá að um helgina verði í það minnsta frekar hægviðra- samt og hitinn fer hækkandi, einnig um vestanvert landið. Í næstu viku eru vonir um breytingar í átt til vors ef ekki bara sumar- veðráttu! 5 4 10 9 6 7 6 8 14 7 8 6 5 6 7 einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is Föstudagur laugardagur sunnudagurveður H arpa er ráðstefnuhús á heims-mælikvarða,“ segir Magnús Ólafsson, yfirmaður ráðstefnu- deildar Sameinuðu þjóðanna, í samtali við Fréttatímann. Hann var fenginn af íslenskum stjórnvöldum til að leggja hlut- laust mat á möguleika hússins sem tilliti til ráðstefnuhalds. Magnús er hokinn af reynslu þegar kemur að ráðstefnuhaldi og kom meðal annars að byggingu ráð- stefnuhallar í Vín á árunum 2004 til 2008 sem er svipuð að stærð og Harpa. „Það kom mér verulega á óvart hversu vel Harpa var hönnuð með tilliti til ráð- stefnuhalds því í hugum flestra er Harpa tónlistarhús. Ég var svo farsæll að fá ítarlega leiðsögn um Hörpu fyrir rúmu ári. Í þeirri ferð skoðaði ég sérstaklega þau atriði sem skipta máli fyrir ráðstefnu- hald. Atriði eins og aðstöðu fyrir túlkun, aðstreymi fundargesta, hliðarherbergi, hljóðkerfi, prentþjónustu, veitingar og upplýsingaborð og Harpa er á heims- mælikvarða varðandi öll þessi atriði,“ segir Magnús. Hann segir ráðstefnuhald skila miklum tekjum inn í hagkerfi þeirra sem halda ráðstefnurnar og tekur sem dæmi að þús- und gesta ráðstefna sem stendur í fimm daga geti skilað hálfum milljarði inn í ís- lenskt hagkerfi. „Ráðstefnuhald er þekkt sem einhver mesta vítamínsprauta sem nokkurt efna- hagslíf getur fengið. Meðal ráðstefnu- gestur eyðir 400 til 500 evrum á dag, sem koma að mestu leyti frá atvinnurekanda hans, og þar sem þessir peningar eru bein viðbót við reglubundna starfsemi í hagkerfinu eru margföldunaráhrif tekna af ráðstefnuhaldi mun meiri en tekna af annarri starfsemi. Það þarf því engan að undra að London og París eyða milljörð- um í það árlega að draga ráðstefnuhald til þessara borga,“ segir Magnús og bætir við að hann telji að Harpa eigi eftir að skapa mikið fyrir Ísland, bæði fjárhags- lega og með því að auka orðstír Íslands um veröld víða sem menntaðrar og menn- ingarsinnaðrar þjóðar. oskar@frettatiminn.is  RáðstefnuR Magnús Ólafsson Harpa er á heims- mælikvarða Yfirmaður ráðstefnudeildar Sameinuðu þjóðanna telur Hörpu vera frábærlega vel hannaða til ráðstefnuhalds. Harpa tekur hröðum breytingum þessa dagana. 4 fréttir Helgin 29. apríl-1. maí 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.