Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.04.2011, Qupperneq 6

Fréttatíminn - 29.04.2011, Qupperneq 6
Með því að halda því fram að um sé að ræða amfetamí- nafleiðu þá eru bæði embættin að opinbera fáfræði sína. STÆRSTU MÓT SUMARSINS AÐEINS Á SKJÁGOLFI MAÍ THE PLAYERS JÚNÍ US OPEN JÚLÍ BRITISH OPEN ÁGÚST PGA CHAMPIONSHIP GOLFKORTIÐ VEITIR 40% AFSLÁTT AF GOLFVÖLLUM UMHVERFIS ÍSLAND AUK ANNARRA GLÆSILEGRA FRÍÐINDA GOLFKORTIÐ FYLGIR MEÐ ÁRSÁSKRIFT TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT Í SÍMA 595 6000 EÐA Á SKJARGOLF.IS Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur sett reglugerð um tímabundna tannlæknaþjónustu án endurgjalds fyrir börn tekjulágra foreldra. Sækja þarf um þjónustuna til Tryggingastofnunar ríkisins sem tekur við umsóknum til 1. júní næstkomandi, að því er fram kemur í tilkynningu velferðarráðuneytisins. Réttur til þjónustunnar er tengdur tekjum foreldra og fjölda barna á framfæri. Þjónustan er ætluð börnum yngri en 18 ára og felst í nauðsynlegum tannlækningum öðrum en tannréttingum. Þjónustan er fyrir börn af öllu landinu en verður veitt á tann- lækna- deild Há- skóla Íslands í Læknagarði við Vatnsmýrarveg 16 í Reykjavík frá 1. maí til 26. ágúst. Heimilt er að greiða ferðakostnað barna af landsbyggðinni sem fengið hafa samþykki Tryggingastofnunar fyrir tann- læknaþjónustunni. Miðað er við að barnið sé sjúkratryggt, búi og hafi lögheimili hjá því foreldri/forráðamanni sem sækir um og að allar skatt- skyldar tekjur umsækjanda á árinu 2010 séu sem hér segir: Einstæðir foreldrar/ forráðamenn með tekjur undir 2.900.000 kr. og hjón eða sambúðarfólk með tekjur undir 4.600.000 kr. Tekjuvið- miðið hækkar um 350.000 kr. fyrir hvert barn umfram eitt. Heimilt er að víkja frá tekju- viðmiði ársins 2010 ef um verulega lækkun tekna á árinu 2011 er að ræða, svo sem vegna atvinnuleysis. Í undan- tekningartilvikum er heimilt að víkja frá tekjuviðmiðum ef um alvarlegan félagslegan vanda er að ræða. - jh Tannlæknaþjónusta fyrir börn tekjulágra foreldra R íkissaksóknari hefur ákveðið að hætta rannsókn á því hvort embætti lögreglustjórans á Suðurnesj-um hafi brotið lög um meðferð sakamála með því að leyna gögnum í máli tveggja einstaklinga sem sýkn- aðir voru af ákærum um innflutning á fíkniefnum. Lög- reglustjórinn Sigríður Björk Guðjónsdóttir hafði sjálf frumkvæði að rannsókninni í kjölfar greinar sem Vil- hjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður annars ákærða, skrifaði í Fréttatímann. Þar sakaði Vilhjálmur embættið um að hafa leynt mikilvægum málsgögnum til að ná fram framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir hinum ákærðu. Deilan snýst um að greining á efnunum, sem annar hinna ákærðu var tekinn með, leiddu í ljós að um flúo- ramfetamín var að ræða sem er ekki á bannlista. Lög- reglan hafði vitneskju um þá niðurstöðu 7. janúar. Í grein Vilhjálms kemur fram að hvorki hann né skjólstæðingur hans hafi haft hugmynd um tilvist þessarar greiningar þegar gæsluvarðhald yfir öðrum ákærða var framlengt 19. janúar. Fyrir dómi voru báðir mennirnir sýknaðir á þeim grundvelli að ekki var um að ræða innflutning á efni á bannlista. Við rannsókn Ríkissaksóknara fengust þær upplýs- ingar hjá lögreglunni á Suðurnesjum að embættið hefði, í samráði við embætti Ríkissaksóknara sem rak málið fyrir dómi, talið efnið verið amfetamínafleiðu. Mats- gerð efnagreiningarinnar hefði verið skilað til dómara ásamt fjöldanum öllum af öðrum gögnum þegar gæslu- varðhaldsúrskurður var kveðinn upp. Kemur fram í bréfi Ríkissaksóknara að dómarinn hafi hvorki munað hvort framangreind matsgerð hafi borist né hvort hún hafi verið tekin til sérstakrar skoðunar. Ákveðið var að hætta rannsókn þar sem ekki lægi fyrir grunur um refsiverða háttsemi starfsmanna embættis lögreglustjórans á Suð- urnesjum, eins og stendur orðrétt í bréfinu. Vilhjálmur Hans segir í samtali við Fréttatímann að þetta sé kattarþvottur hjá embættinu. „Með því að halda því fram að um sé að ræða amfetamínafleiðu eru bæði embættin að opinbera fáfræði sína. Héraðsdómur sýknaði mennina á þeim forsendum að ekki var um að ræða ólöglegt efni,“ segir Vilhjálmur Hans. Hann hefur sent Ríkislögmanni skaðabóta- kröfu vegna þess sem hann telur gæslu- varðhald að ósekju og að saknæm háttsemi lögreglunnar á Suðurnesjum hafi valdið því að hann hafi verið í gæsluvarðhaldi lengur en þörf krafði. Hann bíður eftir svari. Hann gerir ráð fyrir að þurfa að höfða skaðabótamál gegn ríkinu. oskar@frettatiminn.is  Rannsókn LögRegLan á suðuRnesjum Rannsókn hætt á meintri gagnaleynd lögreglunnar Ríkissaksóknari telur ekki ástæðu til að rannsaka ásakanir um að embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum hafi leynt gögnum. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson krefur ríkið um skaðabæt- ur vegna ólögmæts gæsluvarðhalds skjólstæðings síns. Helgin 29. apríl-1. maí 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.