Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.04.2011, Side 10

Fréttatíminn - 29.04.2011, Side 10
10 fréttir Helgin 29. apríl-1. maí 2011 Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins en í leyfi frá þingstörfum, hvetur til þess að Ísland stórauki orkuframleiðslu sína og flytji hluta orkunnar úr landi í gegnum sæstreng. Telur hann að arður af aukinni orkuframleiðslu geti jafnast á við olíusjóð Norðmanna, að því er fram kemur í grein hans í Morgunblaðinu á miðvikudaginn. „Þeir möguleikar sem felast í út- flutningi á hreinni orku til meginlands Evrópu,“ segir Illugi, „eru stórkostlegir og mjög þess virði að skoða gaumgæfilega. Tækifærin sem felast í aukinni orkuframleiðslu eru því gríðarlega mikil. Til dæmis gætu arðgreiðslur Landsvirkjunar til ríkisins numið á bilinu 4 til 8% af landsframleiðslu. Áhrifin á ríkissjóð yrðu verulega jákvæð og möguleikar til þess að greiða skuldir og lækka álögur á landsmenn miklir. Miðað við þessar forsendur verða áhrifin af skatt- og arðgreiðslum Landsvirkjunar á ríkissjóð sambærileg og áhrif norska olíusjóðsins á hið opinbera þar í landi.“ -jh Sæstrengur á við norska olíusjóðinn B ardagafélagið Mjölnir mun í byrjun júní flytja í nýtt hús-næði við Seljaveg, nánar til- tekið í Loftkastalann á annarri hæð í Héðinshúsinu. Félagið hefur verið til húsa á Mýrargötu en til stendur að breyta því húsnæði í hótel og því þurftu Mjölnismenn að flytja sig um set. Jón Viðar Arnþórsson, formaður félagsins, segir í samtali við Fréttatímann að þetta húsnæði henti félaginu mun betur en það gamla sem var orðið of lítið. Nýja að- staðan er rúmlega tólf hundruð fer- metrar á tveimur hæðum og gerði Mjölnir leigusamning til sjö ára. „Það hefur orðið sprenging hjá okkur á undanförnum misserum og varlega áætlað hefur fjöldi iðkenda aukist um 25% á síðasta ári. Við vor- um í samstarfi við Kettlebells en nú munum við sjá um þetta sjálf. Við byrjum með Víkingaþrek í júní og það hafa þegar um hundrað manns skráð sig. Þar verða ketilbjöllur og annað sem þarf til að koma sér í gott form,“ segir Jón Viðar. Aðspurður um gríðarlegan áhuga fólks á starfsemi Mjölnis segir Jón Viðar að það eigi sér ýmsar skýr- ingar. „Við erum með Gunna [Nel- son innsk. blm.] sem vekur mikla athygli og er frábær ímynd fyrir sportið. Síðan er góður andi hjá okkur og það er mín reynsla að það hefur spurst út á milli fólks. Við höfum í það minnsta aldrei þurft að eyða peningum í auglýsingar,“ segir Jón Viðar. Og þótt ketilbjöllurnar séu vin- sælar snýst Mjölnir fyrst og fremst um blandaðar bardagalistir (MMA). Vinsældir þeirrar íþróttar aukast jafnt og þétt á Íslandi og eru í takt við það sem er að gerast í öðrum löndum, að sögn Jóns Viðars. „Þetta er mest vaxandi sportið í Bandaríkj- unum og vinsælla en hnefaleikar í sjónvarpinu. Þetta hefur farið eins og plága um heiminn,“ segir Jón Viðar og bætir við að á meðan það hrynji úr öðrum bardagaíþróttum sé gífurleg aukning hjá þeim í blönduðum bardagalistum. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Einkahlutafélagið Hreiðar Már Sig- urðsson ehf. var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir skömmu. Félagið var í eigu Hreiðars Más Sigurðs- sonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, og var stofnað í kringum hlutabréfaeign hans í bankanum. Samkvæmt ársreikn- ingi þess fyrir árið 2009 var eigið fé þess neikvætt um 7,8 milljarða króna. Það ár voru vaxtagjöld um 800 milljónir og má fastlega búast við svipaðri upphæð í fyrra. Þar með er skuld félagsins komin í hart- nær níu milljarða. Einu eignir félagsins voru bréf í Kaupþingi og Existu sem eru einskis virði í dag. Eftir því sem Frétta- tíminn kemst næst eru kröfuhafarnir tveir. Annars vegar Arion banki með rúma 7,5 milljarða og hins vegar Hreiðar Már sjálfur með tæplega 1,5 milljarð. Nokkuð ljóst er að ekkert fæst upp í kröf- urnar í þrotabú félagsins. Hreiðar Már er í dag búsettur í Lúxemborg þar sem hann rekur, ásamt gömlum félögum sínum í Kaupþingi, ráðgjafarfélagið Consolium. Hann sætti gæsluvarðhaldi fyrir tæpu ári vegna rannsóknar á meintri markaðsmis- notkun æðstu stjórnenda Kaupþings.  Gjaldþrot FélaG KaupþinGsForstjóra Níu milljarða gjaldþrot Hreiðars Más Hreiðar Már Sigurðsson er ekki gjald- þrota en nafni hans ehf. er það hins vegar. Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, í nýjum heimkynnum félagsins í Loftkastalanum ásamt Páli Bergmann, til vinstri, og sjálfum Gunnari Nelson, til hægri. Ljósmynd/Hari  Húsnæðismál mjölnir Bardagalist í stað leiklistar Mjölnismenn flytja af Mýrargötu í mun stærra húsnæði í Loftkastalanum í byrjun júní. Ameríkuflug gengur vonum framar Ameríkuflug Iceland Express gengur vonum framar, að því er fram kemur í tilkynningu félagsins. Í vetur var flogið tvisvar í viku til New York og áformað var að hefja daglegt flug þangað í júní. „Vegna mikillar eftirspurnar hefur félagið bætt við ferðum fyrr en áformað var, enda hafa nú þegar rösklega 200 prósent fleiri bókað far með félaginu vestur um haf á næstunni, en á sama tíma í fyrra. Ljóst er að flug Iceland Express til Ameríku er komið til að vera og nýir áfangastaðir munu bætast við,“ segir enn fremur. -jh Vígslubiskupskosning ógilt Kosið verður aftur um frambjóðendur til embættis vígslubiskups í Skálholti en fyrri kosning hefur verið lýst ólögmæt. Sr. Agnes M. Sigurðardóttir kærði kosninguna. Eftir fyrri umferð kosninganna munaði einu atkvæði á henni og Jóni Dalbú Hróbjartssyni. Sr. Sigrún Óskars- dóttir varð hlutskörpust í kosningunni með 40 atkvæði, sr. Jón Dalbú Hróbjartsson hlaut 35 atkvæði og sr. Agnes 34 atkvæði. Endurtaka þarf kosninguna vegna þess að þrjú atkvæði, sem tekin voru gild, voru póstlögð þremur dögum eftir að frestur til að skila inn atkvæðum rann út. Þau atkvæði hefðu getað ráðið því hvort Agnes lenti í öðru eða þriðja sæti. Kjósa átti í maí milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hlutu í vígslubiskupskjörinu. -jh Vísindadagar unga fólksins á Hvanneyri Átján nemendum framhaldsskóla býðst að dvelja í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri 23.-26. maí næstkomandi. Þessir dagar eru kallaðir Vísindadagar unga fólksins, að því er fram kemur í til- kynningu skólans. Markmiðið er að kynna fyrir þátttakendum heim raunvísinda. Þeir munu skoða gróður, rannsaka jarðveg og greina sýni. Farið verður í skóga í nágrenni skólans og þeir skoðaðir, sýni tekin og rannsökuð. Matvælarannsóknir og jarð- saga svæðisins eru líka meðal viðfangs- efna svo eitthvað sé nefnt. Áhugasamir þurfa að sækja um pláss fyrir 6. maí. Gert er ráð fyrir að umsækjendur verði á öðru eða þriðja ári í framhaldsskóla veturinn 2011-12. Matur og gisting er nemendum að kostnaðarlausu. -jh

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.