Fréttatíminn - 29.04.2011, Side 14
Reykjavíkur, segir hún þetta:
„Fyrsta skrefið væri að færa
timburhús í eigu Alþingis, sem nú
stendur við Vonarstræti 12, yfir
í Kirkjustræti, við hlið timbur-
húsanna sem þar standa nú. Húsa-
röð við Kirkjustræti yrði síðan
öll gerð upp e.t.v. eftir svipuðum
leiðum og Bernhöftstorfa.“
Nú er það orðið sem Guðrún
og Hjörleifur færðu í tal árið 1990
en hvað um Alþingisreitinn að
öðru leyti? Reiturinn afmarkast
af Kirkjustræti, Tjarnargötu,
Vonarstræti og Templarasundi og
er allur í eigu Alþingis nema lóð
Oddfellowhússins. Deiliskipulag
reitsins frá 2009 gerir ráð fyrir gíf-
urlegri mannvirkjagerð til viðbótar
þeim húsum sem fyrir eru, eins
og sést á meðfylgjandi uppdrætti.
Auk Alþingishússins og húsanna
sem tengjast því vestan megin,
gömlu húsanna við Kirkjustræti,
og Vonarstrætis 8 er Oddfellowhús-
ið eina byggingin á reitnum. Tvö
síðasttöldu húsin eru steinsteypt
og verða því ekki færð úr stað, en
samkvæmt deiliskipulaginu stend-
ur til að fylla hann að mestu leyti
af nýbyggingum á vegum Alþingis.
Þetta á einkum við um vesturhlut-
ann meðfram Tjarnargötu og síðan
að Oddfellowhúsinu, sem verður
þá sambyggt hinni nýju byggingu
þingsins. Ljóst er að þetta verður
tröllaukið mannvirki ef af verður,
en þar sem hæst ber verður það
jafnhátt Oddfellowhúsinu, þ.e.
fimm hæðir.
Ekki þarf að lýsa því fyrir þeim
sem þekkja til á Alþingisreitnum
hve óhrjálegt er þar umhorfs og
hefur svo lengi verið. Í seinni
tíð hefur þar verið komið fyrir
tveimur víðáttumiklum bílastæð-
um sem sízt eru augnayndi. Annað
stæðið er fyrir vestan og norðan
Oddfellowhúsið en hitt við hornið
á Vonarstræti og Templarasundi.
Undir síðartalda stæðinu er bíla-
geymsla neðanjarðar.
Fornleifar
Fornleifarannsókn fer fram á
lóðunum meðfram Tjarnargötu.
Uppgröftur hófst sumarið 2008
en hrunið varð til þess að haustið
2009 var ákveðið að loka rúst-
unum til bráðabirgða og rannsaka
minjarnar ekki frekar að sinni. Að
sögn Völu Bjarkar Garðarsdótt-
ur, sem stjórnar rannsókninni,
hefur ekkert verið að gert síðan og
óvíst hvenær rannsókninni verður
fram haldið. Við uppgröftinn kom
í ljós að þarna er mikið af minjum
frá upphafi byggðar í Reykjavík,
meðal annars frá
víkingaöld. Vala
lítur svo á að það
hafi verið mistök
að loka rúst-
unum en halda
rannsókninni
ekki áfram þar
sem ekki hefði
þurft nema tvo
til þrjá mán-
uði til að ljúka
henni. Hún telur
hætt við því að
minjarnar spillist
ef þær eru látnar
óhreyfðar lengi
þar sem jarðlög
eru þunn og við-
kvæm á þessum
stað. Markmið
fornleifarann-
sóknarinnar er
að varpa ljósi á
þróun mannvistar í Reykjavík, og
þar með á landinu öllu, frá land-
námi og fram á 18. öld.
Framhald á næstu opnu
H
ús það er lengst
af var númer 12
við Vonarstræti
var í vetur flutt á
hornlóð á mótum
Kirkjustrætis
og Tjarnargötu. Það er í eigu
Alþingis eins og hin gömlu húsin
sem standa í röð við Kirkjustræti.
Arkitektarnir Guðrún Jóns-
dóttir og Hjörleifur Stefáns-
son munu fyrst manna hafa sett
fram hugmynd um að flytja húsið
á þennan stað en þau hafa bæði
verið í fremstu röð þeirra sem hafa
stuðlað að endurgerð gamalla húsa
í Reykjavík, og reyndar víðar um
land, enda sér þess nú víða stað. Í
grein í afmælisriti til heiðurs Pétri
M. Jónassyni prófessor sjötugum
árið 1990, Brunnur lifandi vatns,
þar sem Guðrún fjallar um miðbæ
Áherslusvið:
Norðurslóðir – ný viðfangsefni, jarð- og lífvísindi
Vísindamenn á öllum sviðum grunnvísinda og hagnýtra rannsókna geta sótt um.
Krafa er um virka þátttöku ungra vísindamanna. Til að umsókn sé tekin gild
þurfa samstarfsaðilar að sækja um bæði í Frakklandi og á Íslandi.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð á heimasíðu Rannís.
Tengiliður er Elísabet M. Andrésdóttir, elisabet@rannis.is
Jules Verne er samstarfsverkefni Frakklands og Íslands á sviði vísinda- og tæknirannsókna.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið stýrir samstarfinu fyrir hönd Íslands
en Rannís sér um framkvæmd þess.
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
Jules Verne
Vísinda- og tæknisamstarf
Frakklands og Íslands
Rannís auglýsir eftir umsóknum um samstarfsverkefni milli Íslands og
Frakklands á sviði vísinda og tækni. Styrkirnir eru ætlaðir til að greiða ferða-
og dvalarkostnað vegna gagnkvæmra heimsókna á árunum 2012-2013.
Laugavegi 13, 101 Reykjavík
sími 515 5800, rannis@rannis.is
www.rannis.is
Umsóknarfrestur er 17. september 2011
Framtíð Alþingisreitsins
Gömul draumsýn um endurreisn ásýndar Kirkjustætis, sem Alþingishúsið stendur við, er smám saman
að taka á sig mynd. Áslaug Ragnars skoðar hér þá sögu og aðrar áætlanir um framtíð Alþingisreitsins.
Áslaug
Ragnars
ritstjorn@frettatiminn.is
Vonarstræti 8 og Oddfellowhúsið eins og það var upphaflega.
Guðrún Jóns-
dóttir arkitekt.
Hjörleifur
Stefánsson.
14 úttekt Helgin 29. apríl-1. maí 2011