Fréttatíminn - 29.04.2011, Page 16
Við erum með réttu leiðina fyrir þig
Eitt mínútuverð,
frábær kjör!
Magnaðir miðvikudagar
fyrir viðskiptavini Símans
Stærsta og hraðasta
3G dreifikerfi landsins
Vinir óháð kerfi,
bæði í Frelsi og áskrift
Risa mínútupakki
fyrir stórnotendur
0 kr. innan fjölskyldu
og í heimasímann
Vertu með vinina
á 0 kr.
Yfirsýn yfir alla þjónustu
á þjónustuvefnum
Þú færð meira
hjá Símanum!
3 vinir og 300 SMS
Hringdu á 0 kr. í 3 vini óháð kerfi*
og sendu 300 SMS á alla hina
Eitt mínútuverð
í alla innanlands
1.390 kr. mánaðargjald
*600 mín./ 300 SMS á mán.
300 MB á mán. fylgir til áramóta.
Ódýrari mínútur
Hringdu á 0 kr. í 1 GSM vin hjá
Símanum*
Aðeins 11,9 kr. mín.
í alla innanlands
590 kr. mánaðargjald
*1.000 mín./ 500 SMS á mán.
6 vinir óháð kerfi
Hringdu á 0 kr. í 6 vini
óháð kerfi*
Eitt mínútuverð
í alla innanlands
1.990 kr. mánaðargjald
– Veldu áskrift eða Frelsi
*Áskrift 1.000 mín./ 500 SMS á mán.
Frelsi 60 mín./60 SMS á dag.
1000 mínútur
Hringdu á 0 kr. í alla GSM og
heimasíma á Íslandi*
Frábær leið fyrir þá sem nota
GSM símann mikið
7.990 kr. mánaðargjald
*1.000 mín./ 500 SMS á mán.
Ring
Fyrirframgreidd þjónusta
– fyrir þá sem vilja afgreiða
sig sjálfir
0 kr. innan Ring
990 kr. mánaðargjald
eða
0 kr. innan kerfis Símans
1.990 kr. mánaðargjald*
*1.500 mín./ SMS á mán.
Það ersiminn.is
Greidd eru mánaðargjöld og upphafsgjöld skv. verðskrá. Ekki eru greidd upphafsgjöld af símtölum í vinanúmer. Nánar á siminn.is
Komdu til okkar eða hafðu samband og við aðstoðum þig við að finna hagstæðustu leiðina.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
6
3
5
3
Ráðhús Reykjavíkur stendur á
yngstu uppfyllingunni af þremur
í norðvesturhorni Reykjavíkurtj-
arnar sem upphaflega hefur náð
austur fyrir Templarasund sem nú
er, og því sem næst að kringlunni
sem byggð var við Alþingishúsið 27
árum eftir að Alþingi tók til starfa í
hinu nýja húsi árið 1881.
Vonarstræti 12
– Kirkjustræti 4
Húsið sem nú stendur á horni
Kirkjustrætis og Tjarnargötu reisti
Skúli Thoroddsen alþingismaður,
ritstjóri og fyrrum sýslumaður eft-
ir uppdrætti Rögnvalds Ólafsson-
ar árið 1908. Ári eftir andlát Skúla
árið 1916 seldi ekkja hans, Theó-
dóra, húsið en átti þó þar heima
ásamt fjölskyldu sinni til 1930.
Ríkissjóður eignaðist húsið 1966
og voru þar ýmsar skrifstofur, auk
þess sem þar bjuggu margar fjöl-
skyldur þangað til húsið var gert
upp árið 1979. Þar hafa síðan verið
skrifstofur alþingismanna.
Skúli Thoroddsen hefur verið
stórhuga maður eins og ráða má af
því að miðstöðvarhitun og raflögn
var í húsinu frá upphafi. Í útbygg-
ingu á norðurhlið hússins hafði
hann prentsmiðju sem hann flutti
upphaflega með sér frá Ísafirði.
Þar gaf hann út Þjóðviljann og hélt
útgáfunni áfram eftir að hann flutt-
ist suður.
Vonarstræti 8
Sigurjón Sigurðsson trésmiður
keypti lóðina að Vonarstræti 8
árið 1915 og reisti þar myndarlegt
steinsteypt íbúðarhús sem enn
heldur gildi sínu. Sigurjón bjó í
húsinu ásamt fjölskyldu sinni fram
undir 1950. Ríkissjóður keypti
húsið árið 1970 og hefur starfsemi
á vegum Alþingis verið þar síðan.
Oddfellow
Þorleifur Eyjólfsson húsameist-
ari var arkitekt Oddfellowhúss-
ins. Hann var einn helzti frum-
kvöðull fúnkisstefnu í húsagerð
hér á landi. Hann var upprunninn
í Ölfusinu og lærði trésmíði hjá
Jens Eyjólfssyni áður en hann
hélt til náms í Þýzkalandi, ólíkt
öðrum íslenzkum húsameisturum
sem námu fræði sín á Norður-
löndum, einkum í Danmörku.
Hann tók lokapróf árið 1924 og
settist að í Reykjavík eftir heim-
komuna. Um það leyti má heita að
steinsteypa væri orðin allsráðandi
byggingarefni á Íslandi. Enn sem
komið var mátti heita að hús væru
steypt í líkt mót og hús úr timbri
eða hlöðnu grjóti, en þegar Þor-
leifur Eyjólfsson fer að láta til sín
taka breyta húsin um svip. Fyrstu
starfsár Þorleifs í Reykjavík er
júgendstíll áberandi á húsum sem
hann teiknaði en áhrifa fúnkis-
stefnunnar fer að gæta um 1930.
Oddfellow efndi til verðlaunasam-
keppni um hönnun byggingar fyrir
starfsemi sína og varð Þorleifur
Eyjólfsson hlutskarpastur ásamt
dönskum arkitekti. Var tillaga
Þorleifs valin til útfærslu. Húsið
var fyrsta stórhýsi í miðbæ Reykja-
víkur með skýrum einkennum
fúnkisstefnu og var það vígt síðla
árs 1932.
Á myndum sést að Oddfellowhús-
ið hefur verið afar fallegt í upphafi.
Það var teiknað sem hornhús á
mótum Vonarstrætis og Thorvald-
sensstrætis, sem átti að framlengja
til suðurs þótt ekki yrði af því. Það
var í upphafi með flötu þaki og
útsýnisturni, en útlitið breyttist til
muna þegar rishæð var sett ofan á
það með kvistum sem eru í engu
samræmi við húsið að öðru leyti,
auk þess sem turninn var hækk-
aður. Þá voru gluggakarmar ein-
faldaðir en allt varð þetta til þess
að Oddfellowhúsið glataði miklu
af reisn sinni og upphaflegum
stíleinkennum. Var Þorleifur ekki
hafður með í ráðum þegar húsinu
var breytt svo sem hér er lýst.
Þorleifur teiknaði mörg athyglis-
verð hús í Reykjavík. Má þar nefna
verzlunar- og íbúðarhús Guð-
steins Eyjólfssonar við Laugaveg
og Braunsverzlun að Austurstræti
10 sem var tímamótaverk í gerð
nútímahúsa. Því húsi var breytt og
byggt ofan á það þannig að það er
nú óþekkjanlegt. Þar er nú útsölu-
staður ÁTVR. Þá skal nefnt litla
„dúkkuhúsið“ sunnan við Ráð-
herrabústaðinn, Öldugata 16 og
18, svo og Öldugata 19 sem hann
byggði yfir sjálfan sig og fjölskyldu
sína. Þar er nú leikskólinn Öldukot,
en húsið þótti mjög nýstárlegt
þegar það var byggt, ekki sízt
vegna þess að þar var hjónarúm úr
steinsteypu.
Aðgát og vönduð vinnubrögð
Oddfellowhúsið í
núverandi mynd.
16 úttekt Helgin 29. apríl-1. maí 2011