Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.04.2011, Qupperneq 27

Fréttatíminn - 29.04.2011, Qupperneq 27
AUKUM ATVINNU - BÆTUM KJÖRIN Göngum saman 1. maí Samtök launafólks á almennum og opinberum markaði 1. maí gangan í Reykjavík Söfnumst saman á horni Snorrabrautar og Laugavegar kl. 13. Upphitun með vel völdum lögum lúðrasveitanna. Lagt af stað niður Laugaveg kl. 13:30. Örræður fluttar meðan á göngunni stendur. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leiða gönguna niður á Austurvöll. Útifundur á Austurvelli kl. 14:10 - 15:00. Dagskrá útifundar á Austurvelli Ávarp fundarstjóra: Ingvar Vigur Halldórsson, stjórnarm aður í Eflingu Ræða: Signý Jóhannesdóttir, varaforseti ASÍ Hljómsveitin Dikta Ræða: Garðar Hilmarsson, 2. varaformaður BSRB Hljómsveitin Dikta Ávarp: Heiða Karen Sæbergsdóttir, formaður Sambands í slenskra framhaldsskólanema Í lok fundar syngjum við saman Internationalen við un dirleik Lúðrasveitar verkalýðsins og Lúðrasveitarinnar Svanur. drengur og þekki hann ekki af neinu slæmu. Eiður á einhvern flottasta feril sem við höfum séð. Hann lenti í erfiðleikum sem ungur maður þegar hann ökklabrotn- aði og fólk hélt að hann væri bara búinn. Hann sýndi af sér manndóm og dug og tókst á við það af mikilli elju. Hann fór til Chelsea og vann titla. Þaðan fór hann til Barcelona og var í liði sem vann Evrópudeildina sem er feiknalegt afrek. Fótboltinn hefur þannig kúrfu að maður toppar á einhverjum tíma. Mér finnst Eiður Smári vera dæmdur of hart og menn eru mjög óvægnir við að höggva í hann. Þetta er maður eins og ég og þú og fótboltaferillinn mun enda. Það er eins og fólk geri sér ekki grein fyrir að ferillinn hjá Eiði mun síga líka.“ Sá eftir vinnunni hjá Stoke En þú hefur valið þér sérstakt vinnuumhverfi þar sem þjálfarar eru miskunnarlaust látnir taka pokann sinn ef illa gengur. Þú hefur þjálfað fjölmörg lið, verið rekinn sums staðar og hætt annars staðar. Hvaða lið hefur þér þótt erfiðast að yfirgefa? „Það var virkilega erfitt vinnuumhverfi hjá Stoke. Þegar búið var að klára úr kampavínsglösunum áttaði ég mig á því að ég var einn úti í baráttunni að takast á við mjög krefjandi verkefni. Það var virkilega töff. Það komu tímar þar sem ég spurði sjálfan mig út í hvað ég væri kominn. En liðið fór í rétta átt og þetta var líka mjög skemmtilegt. Ég sá mikið eftir vinnunni hjá Stoke. Ég var í fínum málum faglega en það var vilji stjórnarformannsins að skipta mér út. Mér þótti það mjög sárt í nokkra daga. Svo horfði ég í aðra átt og hélt áfram. Maður lætur ekki brjóta sig niður.“ Hvernig blasir fótboltinn við þér í sumar og hvaða lið heldur þú að verði Íslandsmeistari? „Ég held að FH sé með best skipaða leikmannahóp- inn og ég held að þeir verði mjög góðir. KR-ingarnir verða öflugir, Vestmannaeyingar verða öflugir og Vals- arar. Þetta ár verður mikil prófraun fyrir Breiðablik sem vann titilinn í fyrra. Nú þurfa þeir að sanna að þeir geti verið með í baráttunni. En ef ég ætti að setja pening á eitthvert lið þá yrði það FH.“ Veðjarðu einhvern tíma peningum í fótbolta? „Nei, ég er ekki mikill gamblari. Því miður. Ég var í tipphópi fyrir einhverjum árum og við unnum nóg til þess að fara út að borða öðru hverju. En það var aðal- lega til gamans gert.“ Hvaða lið myndir þú helst vilja þjálfa? „Draumurinn væri að fara til Katalóníu og vera nálægt sjónum í borg draumanna. Það hlýtur að vera draumur hvers manns en ég geri mér grein fyrir því að það líta ekki margir til Íslendinga í leit að fótbol- taúrlausnum. Mér hefur boðist að fara aftur til Eng- lands en ég hef ekki viljað fara frá Íslandi. Ég er í starfi núna sem mér þykir vænt um. Það hefur kannski ekki þær faglegu forsendur sem ég vil takast á við en það er mikil áskorun. Þetta er frumstæðara verkefni en ég hef áður fengist við og mér finnst það skemmtilegt.“ Það er liðinn áratugur síðan þú vannst síðast titil, ertu hættur að eltast við titla? „Hvað er titill? Hvað er sigur?“ Í fótbolta er það ansi augljóst. „Já, en sigrarnir í lífinu geta verið margvíslegir. Það sem ég get áunnið með Vestfirðingum er að styrkja stöðu þeirra og koma þeim í rétta átt. Það er sigur og stefnan er sett á það.“ Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Ég hef unnið allt sem hægt er að vinna af titlum hér heima, bæði sem leikmaður og þjálfari. Og oft. Ég lít á þetta sem mikla áskorun. Menn biðu ekki beinlínis í röðum eftir að taka við þessu verkefni. www.rumfatalagerinn.is OPIÐ Á SUNNUDAG 1. MAÍ SUMARBÆKLIN GURINN OKKAR ER KOM INN ÚT! HELGARBLAÐ Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt Helgin 29. apríl-1. maí 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.