Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.04.2011, Side 32

Fréttatíminn - 29.04.2011, Side 32
E f einhver rennir augunum yfir stjórn­málasögu Íslands umliðna áratugi getur það naumast farið fram hjá honum að þar skiptast á tvenns konar tímar sem hægt væri að kenna við „eðlilegt ástand“ og „óeðli­ legt ástand“. Fyrra ástandið ríkir þegar Sjálfstæðisflokk­ urinn er í stjórn; hingað til jafnan í samstarfi við annan flokk sem leggur niður þá stefnu sem hann kann að hafa og tekur upp þá stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur hverju sinni, sbr. það þegar þáverandi formaður Samfylkingarinnar sporð­ renndi frjálshyggjunni með húð og hári til að komast í andlegt samband við Geir. Óeðlilegt ástand er það hins vegar þegar Sjálfstæðis­ flokkurinn er í stjórnar­ andstöðu, einhverjir aðrir flokkar sitja á valdastólum og mynda það sem menn eru af einhverj­ um óskiljanlegum ástæðum vanir að kalla „vinstristjórn“. Völt og máttlítil Vinstristjórn er jafnan völt og máttlítil og stafar það meðal annars af því að þeir flokk­ ar sem hana mynda eiga erfitt með að koma sér saman um nokkurn skapaðan hlut. Fljótlega eftir að hún er komin til valda fara menn því að velta fyrir sér hve lengi hún geti lafað og hafa um það ýmsar spár. Þar sem ástandið er þá sem sé orðið óeðlilegt taka menn gerðum hennar með fyrirvara og vefengja réttmæti þeirra; jafnvel er hægt að hrinda þeim með hæstaréttardómi eða þjóðaratkvæðagreiðslu. Skipta þá rökin í rauninni alls engu máli, hvort sem þau eru á þá vegu að einhverjir kjörseðlar hafi ekki verið brotnir rétt eða þá að lög sem stjórnin setur snúist í rauninni um að selja íslensk börn í þrældóm í enskar kolanámur. Þetta er allt aukaatriði, kjarninn er sá að gerðir stjórnar sem er við völd í óeðlilegu ástandi eru eo ipso ólögmætar. En aðalástæðan fyrir sundrung og mátt­ leysi vinstristjórnar er þó sú að um leið og hún er búin að tylla sér í valdastóla er eins og menn geri ráð fyrir því að tími hennar hljóti að verða stuttur, hún sitji, ef svo má segja, einungis til bráðabirgða. Það er því ekki efst á blaði nema hjá fáum að taka sér venjulega stöðu sem stjórnendur annars vegar og stjórnarandstæðingar hins vegar, heldur reyna þeir fyrst og fremst að búa þannig í haginn fyrir sig að þeir séu á réttum stað og geti gripið gæsina um leið og eðlilegt ástand kemst á að nýju. Órólega deildin Því þá er um þrenn verðlaun að keppa og Stjórnmálasaga Íslands Fyrstu, önnur og þriðju verðlaun Á meðan vinstri- stjórnin rembist við að lafa er Sjálf- stæðis- flokkurinn eins og hver önnur aftur- batapíka og fær um síðir pólitískan meydóm á ný. ... Vinstri- stjórn er jafnan sú guðs volaða gimbur sem burt ber syndir Sjálf- stæðis- flokksins. Fimm tímar í viku – hreinsun, liðleiki og styrkur 3 tímar – jóga, liðleiki og öndun 2 tímar – léttar styrktaræfingar í tækjasal Tímar kl. 17:20 Þjálfari er Sigríður Guðjohnsen NORDICASPA 28 daga hreinsun með mataræði og hreyfingu WWW.NORDICASPA.IS Hjá okkur nærðu árangri! Fimm tímar í viku – Brennsla og styrkur 3 öflugir brennslutímar 2 styrktartímar í sal Vikulegar mælingar Ítarleg næringarráðgjöf Fyrirlestur – Borðaðu til að léttast og auka orkuna Slökun og herðanudd eftir hverja æfingu Takmarkaður fjöldi 6:30, 7:30, 10:00, 16:30 og 18:30 Þjálfari er Gunnar Már Sigfússon 1. vika – Orkuhleðsla Í fyrstu vikunni byggir þú upp orku og kemur líkamanum í jafnvægi. 2. vika – Öflug melting – Aukin brennsla Í viku tvö er verið að efla og bæta meltinguna til að þú fáir sem mest út úr holla matnum sem þú ert að borða. 3. vika – Hormóna jafnvægi – Hreinsun Þriðja vikan mun koma jafnvægi á hormónaflæði líkamanns sem mun hafa áhrif á skap þitt, lífsorku og kraft. 4. vika – Ónæmiskerfi eflt – Jafnvægi Í viku fjögur byggjum við upp ónæmiskerfið og hjálpum því að verja líkamann á náttúrulegan hátt. Lúxusnámskeið NORDICASPA fyrir konur og karla 4 vikna Á námskeiðinu hreinsum við líkamann af óæskilegum eiturefnum, aukum getu hans til að vinna rétt úr fæðunni, aukum liðleika og styrk og komum þér af stað í nýjan lífsstíl! Ertu að glíma við: • Mataróþol • Matarfíkn og sykurlöngun • Maga- og ristilvandamál • Verki og bólgur í liðum • Streitu, þreytu og svefnleysi • Þunglyndi • Aðra lífsstílssjúkdóma Námskeiðin hefjast 9. maí Verð kr. 34.900 Skráðu þig núna í síma 444 5090 eða nordicaspa@nordicaspa.is Einar Már Jónsson sagnfræðinguri þau veitir Sjálfstæðisflokkurinn, kannski með einhverjum ábending­ um frá kjósendum. Fyrstu verð­ laun, og hin eftirsóknarverðustu, eru þau að komast í næstu stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Önnur verðlaun eru þau að verða þá leið­ andi afl í stjórnarandstöðunni og skjóta öðrum ref fyrir rass. Þriðju verðlaunin eru loks þau að geta dregið sig í hlé úr stjórnmálum með ríflegt veganesti, sendiherra­ stöðu eða slíkt. Menn geta vitan­ lega stefnt að fleiri verðlaunum en einum og láta svo ráðast hver þeirra þeir hreppa, en aðrir meta kannski stöðuna þannig að best sé að keppa um einhver ein á listanum og róa að því öllum árum. Í hverri vinstristjórn er svo ein­ hver „óróleg deild“ sem tekur að sér það sögulega hlutverk að splundra stjórnarsamvinnunni og koma aftur á eðlilegu ástandi með Sjálfstæðisflokkinn í stjórnarfor­ ystu, og er rétt að líta á þá sér­ staklega. Þessir menn taka út sín ákveðnu laun þegar í stað, þeir eru fólkið á forsíðunum, þeir eru í sífelldum hringdansi úr sjónvarps­ stöðvum í útvarpsstöðvar og aftur til baka, blöðin skrifa dag eftir dag um það sem þeir gera eða gera ekki, og um það sem þeir ætla að gera eða það sem þeir ætla kannski ekki að gera. Og afganginn af laununum greiðir Egill þeim í vel útilátnu silfri. Hvað um þá verður síðan er ekki alltaf ljóst, hvaða verðlaun þeir kunna að hreppa, og væri þörf á að rannsaka það. En víst er að Sjálfstæðisflokkurinn horfir til þeirra í náð og heldur yfir þeim verndarhendi ef þörf krefur. Afturbatapíka í leit að nýjum meydómi Nú kynnu ýmsir að velta því fyrir sér hvort ekki væri einfaldara að á Íslandi ríkti jafnan eðlilegt ástand, hvort annað sé ekki til tafar og traf­ ala, en því er til að svara að óeðli­ legt ástand leikur sitt sérstaka hlut­ verk í stjórnmálunum og er alveg ómissandi öðru hverju. Því meðan það ríkir gleymast allar ávirðingar Sjálfstæðisflokksins og sú ábyrgð sem hann kann að bera á því sem orð­ ið er. Á meðan vinstristjórnin rembist við að lafa er Sjálfstæðisflokkurinn eins og hver önnur afturbatapíka og fær um síðir pólitískan meydóm á ný. Það tekur þó aldrei langan tíma, og því þarf flokkurinn ekki að halda sér til hlés, hann getur alveg eins gengið beint inn í hlutverk andspyrnuhreyf­ ingar gegn vinstristjórninni og látið öllum illum látum. Hún er ekki annað en samkrull valdaræningja og allt sem miður fer í fortíð, nútíð og fram­ tíð er henni að kenna. Ef niðurstaðan af því að hafa hafnað Icesave­samn­ ingnum skyldi, per hypothesin, verða verri en sú sem hefði hlotist af því að samþykkja þá, verður það vitanlega Steingrími að kenna; ef hann hefði haldið betur á spöðunum, o.s.frv., o.s.frv. Vinstristjórn er jafnan sú guðs volaða gimbur sem burt ber syndir Sjálfstæðisflokksins. Hvað svo? En hvað er svo fyrir höndum? Ef marka má söguna er það annaðhvort helmingaskiptastjórn eða viðreisnar­ stjórn sem næst vermir ráðherrastól­ ana. Helmingaskiptastjórnin mun þá sjá til þess að ólígarkar Sjálfstæðis­ flokks og Framsóknarflokks beri hnífjafnan hlut frá borði, og er það kannski lýðræðislegast og réttlát­ ast, en viðreisnarstjórn tekur að sér að reisa ólígarkana við, hverju nafni sem þeir kunna þá að nefnast. Skyldi nokkur þriðji kostur vera til? 32 viðhorf Helgin 29. apríl-1. maí 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.