Fréttatíminn - 29.04.2011, Blaðsíða 41
www.rumfatalagerinn.is
OPIÐ Á
SUNNUDAG
1. MAÍ
SUMARBÆKLIN
GURINN
OKKAR ER KOM
INN ÚT!
Þríhyrningar, kassar og fleiri geómetr-
ísk form gefa umhverfinu nýja vídd og
skemmtilega hreyfingu. Réttara er að
kalla formin rúmfræðileg, sem er íslensk
þýðing á orðinu geometric, en það verður
að segjast eins og er að enska orðið er
mun þjálla þegar nota á það um hönnun
og mynstur. Geómetrísk form ryðja sér
til rúms með reglulegu millibili og nutu
síðast mikilla vinsælda á níunda áratug
síðustu aldar og einnig þeim sjöunda en
litavalið virðist ráðast af þeim síðari. Ef
til vill hafa þrívíddarforritin sem margir
hönnuðir nota veitt þeim innblástur þar
sem upphafsteikningar eru dregnar upp
í rúmfræðilegu rými. En auðvitað hafa
þessi form komið fram víða og allir
þeir sem læra að teikna takast á við
geómetrísk form. Þau geta verið
tæknileg og kuldaleg við fyrstu sýn
en skemmtileg þrívíddin sem birtist
manni um leið og farið er af stað
með þau af einhverri alvöru leiða
mann inn á nýjar slóðir. Þannig
er hægt að stara tímunum saman
á myndverk, höggmyndalist og
veggfóður í geómetrísku formi.
Auk þess sem samsetning þeirra
býður upp á ótal skemmtileg
mynstur sem eru í senn lif-
andi, nútímaleg og spennandi.
Rúmfræðileg fegurð
Samsetning þríhyrninga og annarra rúmfræðilegra forma býður upp á
ótal skemmtileg mynstur sem eru í senn lifandi, nútímaleg og spennandi.
Geómetrísk form
Helgin 29. apríl-1. maí 2011 heimili 41