Fréttatíminn - 29.04.2011, Side 48
48 tíska Helgin 29. apríl-1. maí 2011
Kauptu stílinn alexa chung
Hönnun sem
eykur þægindi
Raphael Young hefur lengi verið
þekkt nafn innan tískubransans
fyrir glæsilega hönnun á skótaui.
Nú hefur hann frumsýnt nýjustu
afurð sína og segir að hún muni
umbreyta skóhönnun framtíðar-
innar. Þessi nýja lína einkennist af
himinháum hælum og sveigjan-
legum gúmmísólum sem ku auka
á þægindin. Young hefur eytt
síðustu árum í að þróa þessa vöru-
hönnun og segir sjálfur að hún
hafi heppnast gríðarlega vel. Nýja
skólínan verður sett í sölu seinna
á árinu og mun skóparið kosta um
550 dollara.
Megan losar sig
við húðflúrið
Kynþokkafulla leikkonan Megan Fox er
þekkt fyrir sitt djarfa útlit og það vakti
mikla athygli um heim allan þegar svo
virtist sem hún hefði gengist undir all-
margar lýtaaðgerðir. Hún er ekki hætt
að eiga við útlit sitt og í þetta sinn eru
það ekki breytingar á andliti. Leikkonan,
sem skartar fjölbreytilegu og áberandi
húðflúri víða á líkamanum, er víst komin
með bakþanka og finnst eitthvað af
þessu skrauti aðeins tilheyra fortíðinni.
Andlitsmyndin af Marilyn Monroe, sem
hún lét húðflúra á hægri handlegg, er til
dæmis farin að dofna og svo virðist sem
Megan sé að ganga í gegnum langt
leiserferli til þess að losa sig við gyðjuna.
Vero Moda 4.990 kr
Topshop 5.995 kr
Friis & Company 3.990 kr.
Kaupfélagið 15.995 kr.
friis & Company 10.990 kr.
Tekur
mikla
áhættu
Breska sjónvarps-stjarnan
Alexa Chung er
mikill frumkvöðull
þegar kemur að
tísku og hefur
hún verið útnefnd
oftar en einu sinni
best klædda kona
Bretlands. Hún
hefur alltaf farið
sínar eigin leiðir og
tekur gjarna mikla
áhættu sem alltaf
verður að einhverju
trendi. Alexa
Chung mætti svona
til fara í sam-
komu hönnuðarins
Alexanders Wang í
lok febrúar og það
leynir sér ekki hve
stíll hennar er fág-
aður og flottur.
Bronsað útlit
í sumar
Svo virðist sem bronsað
útlit sé nýjasta vortrendið.
Snyrtivörufyrirtækið MAC
var ekki lengi að átta sig
á því og hefur í kjölfarið
hafið framleiðslu á nýrri
sumarlínu sem nefnist
Surf. Hún er ætluð fyrir
ströndina, sólina og gleðina
og eru vörurnar sam-
bland af náttúrulegum
litum. Vörurnar eru flestar
vatnsheldar og innihalda
sólarvörn sem hentar vel
fyrir sumarið. Þarna er um
að ræða maskara, sólar-
púður í blautu formi sem
færir mikinn glans og brons
í andlitið og varalit sem er
áberandi og heillandi. Línan
verður sett í sölu í lok maí
á Bandaríkjunum og mun
að öllum líkindum berast
stuttu seinna hingað til
lands.
www.nordicaspa.is
FRÁBÆR VAXTAMÓTUN
MIKIL FITUBRENNSLA
GEGGJAÐ FJÖR &
SKEMMTILEG TÓNLIST
HANDKLÆÐI OG HERÐANUDD
Í POTTUNUM
SÉRSNIÐIN ÆFINGAÁÆTLUN
MEÐ EINKAÞJÁLFARA
4 VIKNA NÁMSKEIÐ
SKRÁNING444-5090
HEF
ST
10. M
AÍ
B U T T L I F T
GEGGJAÐUR ÁRANGUR!
Jennifer Lopez af-
hjúpar leyndarmál
Ofurskutlan Jennifer Lopez, sem
nýlega var krýnd fegursti kvenmaður
heims af tímaritinu People Magazine,
er ekki feimin við að afhjúpa
leyndarmál þegar kemur að fegurð
sinni. Í nýlegu viðtali sagðist hún hafa
fundið sitt fyrsta gráa hár aðeins 23
ára gömul, á þeim tímapunkti þegar
hún fór að leika í bíómyndum. Þá
fór stressið og álagið að aukast og
sagðist hún vera lifandi dæmi um
að það fjölgi gráu hárunum. Hún
hefur þó alltaf verið talin hárprúð og
hefur verið dugleg að hlúa að hárinu.
Passar vöxt gráu háranna vel og
heldur þeim í skefjum með hárlitun
minnst einu sinni í mánuði.