Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.04.2011, Qupperneq 51

Fréttatíminn - 29.04.2011, Qupperneq 51
Á hljómgrunnur.is er að finna aðgengi- legt yfirlit yfir tónlistarviðburði sem eru fram undan. Rokk, djass, popp, klassík og allt þar á milli. Föstudagur 29. apríl Megas og Senuþjófarnir með vandræði Faktorý Bar kl. 22 Megas og félagar mun leika lög af (Hugboð um) Vandræði sem er mest selda plata á Íslandi um þessar mundir. Á plötunni er að finna 17 lög Megasar við texta hans og Þorvaldar Þorsteins- sonar. Á efnisskránni verða að auki lög af fyrri plötum Megasar og Senuþjófanna. Aðgangur 1.500 kr. Skálmöld og Sólstafir Nasa kl. 22 Tvær af stærstu þungarokkshljómsveitum landsins leiða saman hesta sína og halda stórtónleika á Nasa. Skálmöld ruddist fram á sjónarsviðið á síðasta ári. Fyrsta plata þeirra, Baldur, segir sögu víkings sem missir allt sitt í árás, hvernig hann ferðast yfir ófærur til að hefna og allt fram yfir dauða. Textar Skálm- aldar hafa vakið sérstaka athygli, kjarnyrtir og dýrt kveðnir, og sækja innblástur í þjóðar- arfinn. Sólstafir hafa vakið mikla athygli fyrir frumlegt indí-skotið og epískt síð-þungarokk. Síðasta plata þeirra, Köld, frá árinu 2009, hlaut mikið lof gagnrýnenda. Aðgangur 2.500 kr. Karlakór Eyjafjarðar Hof, Akureyri, kl. 20.30 Karlakór Eyjafjarðar heldur árlega vortónleika. Hann mun njóta liðstyrks frábærra hljóð- færaleikara en þeir eru Páll Barna Szabó píanó- leikari, Birgir Karlsson gítarleikari, Haukur Ingólfsson bassaleikari og Rafn Sveinsson trommuleikari. Þar að auki stíga fram þeir Birgir Björnsson, Engilbert Ingvarsson og Haukur Harðarson og syngja bæði ein- og tvísöng. Á dagskrá er fjölbreytt tónlist, allt frá angurværum ástarljóðum til kraftmikilla karl- mennskusöngva. laugardagur 30. apríl Kvöldstund með Janis Joplin Tjarnarbíó kl. 20 Söng- og leikkonan Bryndís Ásmunds túlkar hina einstöku Janis Joplin ásamt hljómsveit. Bryndís sló í gegn sem Janis Joplin í sýningunni um söngkonuna í Íslensku óperunni og var tilnefnd til Grímunnar sem besta söngkona ársins 2009. Nína verður tvítug Salurinn, Kópavogi, kl. 20.30 Hinn 4. maí verða liðin tuttugu ár síðan Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson fluttu lag Eyjólfs, Nína, á sviðinu í CineCitta-kvikmynda- verinu í Rómaborg. Upp frá því hefur óður sá verið fluttur oft og víða og má fullyrða að lagið fylli nú flokk allra vinsælustu dægurlaga Íslandssögunnar. Í tilefni afmælis Nínu ætla Stebbi og Eyfi að halda einstaka tónleika í Salnum. Þar munu faðir og frændi afmælis- barnsins, ásamt fleiri hljóðflæraleikurum, flytja blandaða dagskrá, með sérstakri áherslu á Evróvisjónlög sem þeir hafa ýmist komið nálægt í gegnum tíðina, tekið þátt í að skapa eða eru þeim hugleikin. sunnudagur 1. maí Martraðaprinsinn eftir Brynjar Jóhannsson Café Rósenberg kl. 21 Söngleikurinn Martraðaprinsinn er þrettán laga söngleikur sem verður fluttur í heild sinni á þessum tónleikum. Flytjendur eru Brynjar Jóhannsson, Þórunn Pálína Jónsdóttir, Ingi Valur Grétarsson, Ingimundur Óskarsson og Eysteinn Eysteinsson. Aðgangur 1.000 kr. Stjórn og starfsfólk Eflingar-stéttarfélags styður þá kröfu Félags heyrnarlausra sem hefur barist fyrir því í þrjá áratugi að táknmálið hljóti opinbera viðurkenningu. Þetta eru grundvallar mannréttindi sem heyrnarlausir hafa farið fram á. Við hvetjum Alþingi Íslendinga til að viðurkenna táknmálið sem er grunnur að öðrum réttindum þessa hóps svo sem til túlkunar, aukinna tækifæra í menntun og tryggara umhverfi fyrir nýfædd heyrnarlaus börn. Stjórn Eflingar-stéttarfélags Við styðjum Félag heyrnarlausra í baráttu fyrir viðurkenningu táknmálsins Stendur með þér! Efling-stéttarfélag sendir félagsmönnum sínum og öllu launafólki baráttukveðjur 1. maí Fjölmennum í 1. maí gönguna og kaffið í Valsheimilinu á eftir

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.