Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.04.2011, Page 54

Fréttatíminn - 29.04.2011, Page 54
Engar áætl- anir eru hins vegar uppi um alheims- dreifingu. H afliði Helgason rak upp stór augu þegar hann gekk fram á blaðasala á götu í Jaipur í Rajastan-héraði á Indlandi. Það var þó ekki blaðasalinn sjálfur sem kom ferðalanginum frá Íslandi svo spánskt fyrir sjónir heldur sú staðreynd að hann flaggaði eintaki af Fréttatímanum sem var ekki komið út á Íslandi þegar Hafliði hélt utan. Fréttatímanum er dreift ókeypis á höfuðborgarsvæð- inu og Akureyri auk þess sem nálgast má blaðið á bensín- stöðvum N1 víða um landið. Engar áætlanir eru hins vegar uppi um alheimsdreifingu en útsjónarsamir blaðasalar á Indlandi virðast hafa gengið í málið sjálfir. Hafliði segir blaðasalann hafa boðið til sölu blöð úr öllum áttum en þar sem hann kunni lítið fyrir sér í hindí gat hann ekki fengið endan- legan botn í málið. Eftir því sem næst varð komist virtist blaðasalinn búa yfir upplýs- ingum um hvaðan ferðamenn væru væntanlegir til borgar- innar. Hann prentaði síðan út, af netútgáfum blaða frá við- komandi löndum, í nokkrum eintökum og stillti sér síðan upp á vinsælum ferðamanna- stöðum og flaggaði blöðum frá heimalandi túristanna. Götuverð fríblaðsins hinum megin á hnettinum fylgdi ekki sögunni en blaðasalinn komst í feitt þar sem hann fékk nokkrar rúpíur fyrir að stilla sér upp fyrir myndatöku.  blaðasala Víða flækist frómur  mENNiNG ÞorValdur daVíð á samNiNG Við stóra umboðsskrifstofu Flytur til Los Angeles Mér hefði ekki getað gengið betur og komst ekki yfir öll við- tölin ... Smartland Mörtu Marta María Jónas- dóttir er annáluð fyrir næmt auga og smekkvísi þegar kemur að fata- tísku, húsgögnum og öllu þar á milli. Marta smarta hefur skrifað um tísku og sveiflur og hræringar í heimi fræga og fallega fólksins í rúman áratug á hinum ýmsu miðlum. Nú síðast gerði hún það gott á Pressu Björns Inga Hrafnssonar þar sem hún var með puttann á púlsi tískunnar á vefnum Veröld Mörtu. Vinsældir Veraldarinnar áttu sinn þátt í uppgangi Pressunnar og Marta var orðin aðstoðarritstjóri vefjarins þegar hún söðl- aði skyndilega og óvænt um fyrir stuttu og réð sig til mbl.is. Marta ætlar að halda uppteknum hætti þar og opnar á fimmtudaginn vefinn Smartland þar sem hún verður á svipuðum slóðum og áður. Þeir og þær sem þekkja til skrifa Mörtu vita því við hverju má búast en Marta horfir sem fyrr til allra átta og stílar ekkert sérstaklega inn á drottningar, heldur konur almennt. H ann er að ljúka leiklistarnámi í Juilliard, einum virtasta listahá-skóla heims, og útskrifast þaðan í lok maí. „Í skólanum er hefð fyrir því að útskriftarnemar haldi sýningar í New York og Los Angeles fyrir fólk úr brans- anum. Þangað koma umboðsmenn og fólk frá sjónvarpsstöðvunum til að berja okkur augum. Eftir sýningarnar fengum við möppu með lista yfir þá sem óskuðu eftir viðtölum við okkur. Mér hefði ekki getað gengið betur og komst ekki yfir öll viðtölin sem mér stóðu til boða,“ segir Þorvaldur Davíð. Hann hljóp þó á milli manna og segist á endanum hafa landað samningi við Untitled Entertainment, stóra umboðs- skrifstofu sem mun aðstoða hann við að komast í leikprufur. Fjölmargar stjörnur eru á skrá hjá skrifstofunni, svo sem Penelope Cruz, Hillary Swank, Mad- onna og Aston Kutcher. „Þetta eru fulltrúar sem auðvelda mér aðgengi að bransanum og auka líkurnar á að ég komist í réttu herbergin. Þetta er það sem maður hefur verið að bíða eftir. Nú er ég búinn að ná mér í réttu mennt- unina, réttu umboðsmennina og þetta lítur bara vel út. Þá er bara að byggja upp ferilinn í útlöndum.“ Að sögn Þorvaldar er langt ferli að koma sjálfum sér á framfæri í Bandaríkjunum. „Ég er að safna mér pening svo að ég geti lifað úti og farið í leikprufur. Ég von- ast til að landa fleiri hlutverkum eins og því sem ég er að takast á við í Svartur á leik. Það er ofboðslega ögrandi hlutverk. Draumurinn er að geta flakkað á milli Ís- lands og Bandaríkjanna og haft frelsi til að velja á milli hlutverka. Það er reyndar staða sem fáum býðst.“ -ÞT Fréttatíminn seldur á Indlandi Þorvaldur Davíð Kristjánsson hefur skrifað undir samning við umboðsskrifstofuna Untitled Entertainment í Bandaríkjunum og stefnir á að flytja til Los Angeles í haust. Þorvaldur Davíð Draumurinn er að geta flakkað á milli Íslands og Bandaríkjanna og haft frelsi til að velja á milli hlutverka. Blaðasalinn í Jaipur situr fyrir ferðafólki og kemur því á óvart með fréttum að heiman. Konunglegar Vikukonur Ritstjórn tímaritsins Vikunnar lætur sér fátt mann- legt óviðkomandi og þar er kóngafólk í hávegum haft. Aðstoðarritstjórinn, Guðríður Haraldsdóttir, er mjög hrif- inn af bresku konungsfjöl- skyldunni og hefur blásið til brúðkaups- veislu fyrir framan sjón- varpstæki í fundar- herbergi tímaritaút- gáfunnar Birtíngs. Samkvæmt dagskrá átti gleðin að hefjast klukkan sjö að morgni en bein útsending frá brúðkaupi Vilhjálms prins og Kate Middleton hefst á RÚV og Stöð 2 klukkan níu. Vikukonur lögðu hart að samstarfsfólki sínu á öðrum tímaritum að taka þátt í gleðinni, virða hirðsiði og tala til dæmis ekki illa um klæðaburð brúðkaupsgesta. Veitingar í brúðkaupspartíinu eru heldur ekki af verri endanum þar sem á boðstólum eru „breskar cucumber-samlokur, sérrí og sætindi – og að sjálfsögðu English Breakfast Tea.“ Gullaldarkappar Margir af bestu fót- boltamönnum síðustu aldar taka fram skóna á árlegu árgangamóti Fram um helgina. Meðal kappa sem von er á í Safamýrina eru meðlimir gullaldarliðs Fram sem vann alla mögulega titla undir stjórn Ásgeirs heitins Elíassonar. Undanfarin fjögur ár hefur 1968-árgangurinn unnið mótið. Hefur það vakið nokkurn pirring meðal manna í yngri árgöngum, enda tæpast gott til afspurnar að menn á fimm- tugsaldri taki mótið ár eftir ár. Meðal liðsmanna í 68-árganginum eru Pétur Þ. Óskarsson, Arnljótur Davíðsson og Þór- hallur Víkingsson sem telja sig hafa sannað að á svona mótum sé það grunngeta í knattspyrnu og leikskilningur sem ræður úrslitum. 30 OPIÐ HÚ S APRÍL EIRBERGSDA GURINN LAUGARDAG INN Úrval af heilsuvörum og hjálpartækjum til sýnis og sölu í verslun okkar að Stórhöfða 25 Fjöldi tilboða Verið velkomin Opið frá kl. 11-16. 54 dægurmál Helgin 29. apríl-1. maí 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.