Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.01.2011, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 28.01.2011, Blaðsíða 22
 Viðurkenning FkA Fyrir árAngur AðAlheiður Birgisdóttir Selur Nikita-fötin í þrjátíu löndum Við stefndum alltaf á erlendan markað,“ segir Aðalheiður Birg- isdóttir, hönnuður og einn þriggja stofnenda Nikita, sem framleiðir brettafatnað og lífsstílsfatnað fyrir konur. Hún hlýtur FKA-viðurkenn- inguna 2011, sem er viðurkenning Félags kvenna í atvinnurekstri. „Það kom mér frekar á óvart. Ég hef ekki verið í félaginu en viðurkenningin er skemmtileg.“ Félag kvenna í atvinnurekstri bendir á að Nikita sé orðið eitt stærsta og virtasta vörumerkið í snjóbretta-heiminum. Fyrirtækið selji vörur sínar í þrjátíu löndum, hanni þær á Íslandi, láti að mestu leyti framleiða þær í Asíu en skrif- stofa fyrirtækisins í Þýskalandi sjái um fjármál og flutninga. Þrátt fyrir að fyrirtækið hafi vaxið hratt séu höfuðstöðvarnar enn í sama hús- næði og þær voru í við stofnun þess árið 2000. Aðalheiður segir að nú starfi um þrjátíu hjá fyrirtækinu og skiptist starfsmannafjöldinn nokkuð jafnt milli Íslands og Þýskalands. „Evr- ópa í heild sinni er sterkasti mark- aður Nikita og hann deilist á milli margra landa, þá helst í kringum Alpana. Fá fyrirtæki lögðu áherslu á klæðnað fyrir stelpur sem stunda bretti þegar við byrjuðum. Við sáum því gat í markaðnum á sínum tíma,“ segir hún. „Við höfum haldið fókus – þeim sama og í byrjun – en við höf- um stækkað línuna og fatnaðurinn þróast eftir tíðarandanum.“ Aðalheiður ljóstrar engu upp um nýjar áætlanir fyrirtækisins en seg- ir þó: „Við ætlum að halda áfram að stækka og gera betur.“ -gag  hVAtningArVerðlAun FkA MArgrét PálA ólAFsdóttir Hvetja hana til að halda áfram að breyta heiminum Margréti Pála Ólafsdóttir, stofn- andi Hjallastefnunnar, hlýtur hvatn- ingarviðurkenningu Félags kvenna í atvinnurekstri 2011. „Mörgum finnst hún ekki þurfa hvatningar- verðlaun því hún sé búin að vera svo lengi að, en við hjá FKA viljum hvetja hana til að halda áfram að breyta heiminum og berjast gegn misrétti þar sem hún kemur auga á það. Við viljum líka hvetja hana og þakka henni fyrir það að vera öðr- um konum ómetanleg hvatning til að berjast fyrir sínu og standa með sjálfum sér og láta til sín taka í sam- félaginu.“ Margrét Pála Ólafsdóttir rekur nú þrjá grunnskóla og tíu leikskóla. Fyrsti kven- formaður gullsmíða- félags á Norð- urlöndum Já, þetta er upphefð fyrir fagið og handverkið,“ segir Dóra Guðbjört Jónsdóttir, gullsmiðurinn sem hlaut Þakkarviðurkenningu FKA 2011, spurð hvort viðurkenning- in komi henni á óvart. Hún var að afgreiða í verslun sinni Gullkistunni við Frakka- stíg þegar Fréttatíminn náði í hana. Dóra, sem varð átt- ræð í nóvember, fetaði í fótspor föður síns og segir að það hafi ver- ið heldur óvanalegt fyrir konur á sínum tíma að leggja gull- smíði fyrir sig. „Mér fannst samt sérkennilegt, þeg- ar ég var að læra, að fólk spurði mig hvort einhverjar konur væru í gull- smíði. Ég svaraði því til að ég vissi það ekki, ég hafði ekkert spekúlerað í því. Það kom reyndar í ljós að tvær voru að læra á sama tíma og ég en önnur þeirra hætti. Við vorum því tvær eftir og vorum tvær í tuttugu ár. Það talar sínu máli,“ segir Dóra Guðbjört sem varð því önnur konan sem fékk inngöngu í Félag íslenskra gullsmiða, stýrði síðar félaginu og var fyrsti kvenformaður gullsmiðafélags á Norðurlöndum. Dóra hefur sérhæft sig í smíði bún- ingasilfurs og er enn að: „Ég fer mér kannski hægar en starfa enn, því það er enginn sem kontrólerar það,“ segir hún. „Ég hef velt því fyrir mér annað slagið að setjast í helgan stein en á meðan heilsan og sjónin leyfir er kannski ekki ástæða til þess.“ -gag  þAkkArViðurkenn- ing FkA dórA guðBjört jónsdóttir V iðurkenning fyrir árangur, hvatning, þakkir og Gæfusporið 2011. Félag kvenna í atvinnurekstri afhenti í ell- efta sinn í gær, fimmtudag, fjórum konum þessar viðurkenningar fyrir að skara fram úr. Hafdís Jónsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnurekstri, segir að oft þurfi að grafa upp merkar konur sem skari fram úr í samfélaginu. „Það er svo oft með konur að þær trana sér ekki fram. Það þarf að leita að þeim,“ segir hún en bætir því við að það eigi ekki við um allar þær fjórar sem fái viðurkenningu sam- takanna nú, því Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar, hafi fengið hvatningarverðlaun samtakanna og Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hlotið Gæfusporið. „Hins vegar sáum við viðtal við Dóru Guðbjörtu Jónsdóttur, gullsmið í Gull- kistunni við Frakkastíg, í sjónvarpsþætt- inum Íslandi í dag og áttuðum okkur á að þar færi merk kona. Það ber að þakka svona kraftmiklum einstaklingi. Hún er mikill brautryðjandi og fyrst kvenna til að gerast formaður gullsmiðafélags á Norðurlöndum. Þær voru aðeins tvær konurnar í Gullsmiða- félaginu í tuttugu ár. Hún fær því Þakkar- viðurkenningu FKA 2011,“ segir Hafdís og bendir einnig á að Aðalheiður Birgis- dóttur, aðalhönnuður og einn stofnenda Nikita, hafi lítið látið fyrir sér fara hér heima á sama tíma og hún hafi fest vöru- merkið í sessi og selji nú bretta- og lífs- stílsfatnað fyrir stelpur í þrjátíu löndum. „Heiða er ein af þeim sem þurfti að kafa eftir. Hún er í karllægum við- skiptum; „snjóbrettabissness“, og þegar hún hannaði fyrstu kvenpeys- urnar 1997 kviknaði hugmyndin að Nikita. Þá voru engin brettaföt hönnuð fyrir konur og þær fáu stelpur sem voru á brettum keyptu lítil strákaföt,“ segir Hafdís. „Nikita er nú heimsþekkt vörumerki. Nikita var og er málið.“ Konurnar fjórar feta nú í fótspor Hillary Clinton, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sem fyrst fékk viðurkenningu samtakanna árið 1999. „Hillary kom til landsins og hélt fyrirlestur. Það var ákveðið einn, tveir og þrír að veita henni viðurkenn- ingu fyrir að vera sterkur kven- leiðtogi,“ segir Hafdís. Síðan hafi samtökin veitt viður- kenningar árlega, utan ársins 2001. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, veitti konunum viður- kenningu félagsins í Ráðhúsinu í gær. Aðalheiður Birgisdóttir fékk FKA-viðurkenninguna 2011. Hún stofnaði Nikita fyrir tíu árum og selur nú bretta- og lífsstílsfatnaðinn fyrir stelpur í þrjátíu löndum. Lj ós m yn d/ H ar i Lj ós m yn d/ H ar i Lj ós m yn d/ H ar i Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður fékk Þakkarviðurkenningu FKA 2011. Margrét Pála Ólafsdóttir hvött áfram af konum í atvinnurekstri.  FélAg kVennA í AtVinnurekstri Veitir Viðurkenningu í 11. sinn Konur heiðraðar og hvattar áfram Fjórar konur fengu viðurkenningu Félags kvenna í atvinnurekstri í gær fyrir að skara fram úr. Hillary Clinton var sú fyrsta sem fékk viðurkenn- ingu Félags kvenna í atvinnurekstri. Félagið afhenti viðurkenningu í ellefta sinn í gær. Hillary kom til landsins og hélt fyrir- lestur. Það var ákveðið einn, tveir og þrír að veita henni viðurkenn- ingu fyrir að vera sterkur kvenleiðtogi. Lj ós m yn d/ G et ty im ag es /N or di c Ph ot o 22 verðlaunahafar Helgin 28.-30. janúar 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.