Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.01.2011, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 28.01.2011, Blaðsíða 52
52 bíó Helgin 28.-30. janúar 2011 M yndirnar tíu sem tilnefndar eru að þessu sinni eru ekkert slor og úrvalið er fjölbreyttara og betra en oft áður. Íslendingum hefur þeg- ar gefist kostur á að sjá þrjár þessara mynda, Inception, eft- ir Christopher Nolan, The Social Network í leikstjórn Davids Fincher og tölvu- teiknimyndina Toy Story 3. Allar myndirnar þrjár eru stórgóðar. Fjöldi gagnrýn- enda valdi Inception bestu mynd síðasta árs, margir eru þeirrar skoðunar að Toy Story 3 sé jafnvel besta mynd- in í þeim vinsæla bálki og þá er mikið sagt og krafturinn, spennan og spriklandi fjörið í handriti Facebook -mynd- arinnar er svo óneitanlega heillandi. Gyllt óskarskálið er þó ekki sopið þótt í ausuna sé komið og tveir verðugir keppinaut- ar verða kynntir til leiks á Íslandi um helgina þegar tvær sannsögulegar myndir, ólíkar þó, verða frumsýndar. Hnefaleikamyndin The Fig- hter er til alls líkleg en eftir að tilnefningarnar til Óskars- verðlaunanna voru kynntar fyrr í vikunni telja margir að tími Bretanna sé runninn upp eina ferðina enn og að stamandi konungurinn í The King´s Speech muni raka til sín verðlaunun- um í febrúarlok. The King´s Speech f ja l lar um hremming- ar Georgs VI Bretakonungs, sem neyðist til að taka við krún- unni þegar eldri bróði r ha ns , Játvarður VIII, afsalar sér kon- ungdæminu eft- ir stutta setu til þess að geta gengið að eiga hina fráskyldu, bandarísku Wallis Simpson. Bertie, eins og hann var ætíð kall- aður af sínum nánustu, tekur við krúnunni á erfiðum tím- um í lífi þjóðarinnar og þarf heldur betur að taka á hon- um stóra sínum þegar Hitler byrjar með dólg og stríð er yfirvofandi. Það sem stendur konunginum helst fyrir þrif- um er að hann er þjakaður af erfiðum talgalla og stamar þannig að hann á ekki gott með að hvetja þjóð sína til dáða í ræðu. Hann bregður á það ráð að leita til óhefð- bundins talkennara, Lionels Logue, sem Rush leikur en samleikur þeirra Firths og Rush þykir frábær. Georg var faðir Elísa- betar Englandsdrottningar og Helena Bonham-Carter leikur eiginkonu hans, Elísabet, drottningar- móðurina sem sjá l fsagt var einhver dáðasti meðlimur kon- ungsfjölskyld- unnar á sinni tíð. The King´s Speech fék k f lestar tilnefn- ingar að þessu sinni, 12 talsins, en auk þess að vera tilnefnd sem besta myndin er Colin Firth tilnefndur sem besti karlleikarinn í aðalhlutverki, Geoffrey Rush sem besti karl- leikarinn í aukahlutverki og Helena Bonham-Carter sem besta leikkonan í aukahlut- verki. Þá er myndin meðal annars tilnefnd fyrir leik- stjórn, kvikmyndatöku, bún- inga, klippingu og tónlist. Aðrir miðlar: Imdb: 8,5 Rotten Tomatoes: 95% Metacritic: - Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is bíó  verðlaunabíó óskarsverðlaunaMyndirnar hrúgast í bíó Colin Firth með Rush og Bonham-Carter að baki sér. Leikarinn hefur verið hinn mesti k vennaljómi frá því hann lék Mr. Darcy í sjónvarpsþáttum byggðum á Hroka og hleypidómum Jane Austen en hefur aldrei verið á jafn mikilli siglingu og þessi misserin.  bíódóMur the Fighter  Stamandi konungur kemur sterkur inn Óskarsverðlaunin verða afhent í Los Angeles 27. febrúar. Tíu kvikmyndir berjast um hina eft- irsóttu styttu fyrir bestu mynd síðasta árs. Þrjár þeirra hafa þegar verið sýndar á Íslandi, tvær, The Fighter og The King’s Speech verða frumsýndar á föstudag og í það minnsta tvær til viðbótar ættu að bætast í hópinn á næstu tveimur vikum þannig að áhugasamir ættu að hafa nokkuð góða yfirsýn yfir þennan magnaða hóp keppinauta þegar stóra stundin rennur upp. Þ ótt The Fighter byggist á raun-verulegum atburðum og segi sögu tveggja boxara gerist hún sem betur fer að mestu utan hnefaleika- hringsins og snýst miklu fremur um innri baráttu þessara manna, átök þeirra hvors við annan og sína nánustu. Sterk saga, stórkostlegt persónugallerí og magnaðir leikar- ar gera The Fighter að alveg hreint frábærri mynd um hversu andskoti seigt getur verið í mannsandanum og að jafnvel vonlausustu lúsablesar eigi sér viðreisnar von. Dicky Eklund er heillum horfinn dópisti og smákrimmi sem var áður efnilegur boxari. Hann myndast nú við að þjálfa litla bróður sinn Micky Ward en gerir meira af því að dópa sig út úr heiminum og bregðast bróður sínum. Christian Bale er stórkostlegur í hlutverki Dickys; grindhoraður, ógeðslegur og nánast óþekkjan- legur. Hann skyggir nokkuð á Mark Whalberg sem er engu að síður stórgóður sem yngri bróðir- inn. Allt yfirbragð myndarinnar er hrátt og sjúskað eins og fólkið sem hún fjallar um. Hér er boðið upp á venjulegt fólk sem er einhvern veg- inn ómótstæðilegt í ljótleika sínum. Melissa Leo leikur ættmóður hyskisins með tilþrifum og Amy Adams er firnasterk sem kærasta Mickys sem býður pakkinu birginn og bjargar honum frá fjölskyldu hans. Aðrir leikarar gefa þessum fjórum í forgrunni svo lítið eftir. Einhvern veginn hefði maður nú haldið að Sylvester Stallone væri búinn að mergsjúga söguna um minnipokamanninn sem snýr gæf- unni sér í hag með hnefunum en í The Fighter er þetta gert svo vel að Rocky III-VI fölna í samanburðinum. Hér er boðið upp á allan pakkann; bræðrabönd í tilfinningaflækju, ást, reiði, vonbrigði og von með nokkr- um ógleymanlegum gæsahúðarat- riðum þannig að The Fighter er al- veg 12 lotu mynd. Þórarinn Þórarinsson Tólf lotu gæsahúð Milli steins og sleggju Gamanmyndin The Dilemma í leikstjórn Rons Howard verður frumsýnd um helgina. Þar segir frá Ronny (Vince Vaughn) og Nick (Kevin James) sem hafa verið vinir síðan í æsku. Það kemur hins vegar heldur betur babb í bátinn þegar Ronny kemst óvart að því að eiginkona Nicks, sem Winona Ryder leikur, stendur í framhjáhaldi. Þegar hann hermir hjúskaparbrotið upp á frúna bregst hún hin versta við og hótar að saka Ronny um kynferðislega áreitni haldi hann ekki kjafti. Það reynir því heldur betur á gamla vináttu þegar Ronny reynir að finna út hvernig best sé að bregðast við í þessari flóknu klemmu. Aðrir miðlar: Imdb: 4,9 Rotten Tomatoes: 22% Metacritic: 46/100 Margir telja tíma Bretanna runninn upp eina ferðina enn og að stamandi konungurinn í The King ś Speech muni raka til sín verðlaununum í febrúarlok.  the Fighter boxbræður berja saMan Fjölskyldu sína Bræður snúa bökum saman Hnefaleikamyndin The Fighter blandar sér í slaginn um óskarsverðlaunun sem besta myndin í ár. Myndin er byggð á sannri sögu hálfbræðranna Dicky Eklund og Micky Ward en báðir eru þekkt nöfn í hnefaleikum. Dicky var á sínum tíma efnilegur boxari, sem miklar vonir voru bundnar við, en hann sturtaði ferli sínum niður og leiddist út í glæpi og dópneyslu. Í júlí árið 1978 mætti hann heimsmeistaranum Sugar Ray Leonard og stóð uppi í hárinu á meistaranum en var dæmdur ósigur. Eftir þetta fór að fjara undan Dicky og tíu ára atvinnu- hnefaleikaferli hans lauk árið 1985. Christian Bale er tilnefndur til Óskars- verðlauna fyrir túlkun sína á Dicky. Þegar Dicky er búinn að vera er komið að Mark Whalberg, í hlutverki litla bróðurins Mickys Ward, að stíga út úr skugga stóra bróður og sýna hvað í honum býr. Þrátt fyrir einbeittan vilja og mikla vinnu á Micky erfitt uppdráttar og er ítrekað laminn í gólfið. Hann segir því skilið við bróður sinn sem þjálfara en þegar hann fær einstakt tækifæri til þess að berjast um heimsmeistaratitilinn rífur stóri bróðir sig upp úr vesal- dómnum og tekur einbeittur við þjálfun hans á ný. Aðrir miðlar: Imdb: 8,3 Rotten Tomatoes: 89% Metacritic: 79/100 Mark Whalberg berst eins og ljón fyrir heiðri fjölskyldu sinnar í hringnum eftir að eldri bróðir hans hefur klúðrað hnefa- leikaferli sínum. Tilnefndar sem besta myndin Inception The Social Network Toy Story 3 The Fighter The King’s Speech Black Swan True Grit The Kids Are All Right 127 Hours Winter’s Bone Stuttmyndir í Paradís Heimilda- og stutt- myndahátíðin Reykjavík Shorts & Docs hófst í Bíó Paradís á fimmtudag en henni lýkur á mánudaginn. Boðið er upp á 40 stutt-, heimilda- og teiknimyndir frá Íslandi og annars staðar af Norðurlönd- unum. Heimildarmyndin lood in the mobile, eða Blóðgemsar, eftir danska leikstjórann Frank Poulsen verður sýnd að leikstjóranum viðstöddum en myndin hefur vakið athygli á ýmsum kvik- myndahátíðum og fjallar um málma frá Kongó sem notaðir eru í framleiðslu á farsímum. Christian Bale er fáránlega góður í The Fighter og skyggir á annars fínan Mark Whalberg. Kurteist fólk Lítið lát er á straumi íslenskra mynda í bíó. Okkar eigin Osló eftir Reyni Lyngdal verður frumsýnd í byrjun mars og síðasta dag marsmánaðar kemur Kurteist fólk í leik- stjórn Ólafs de Fleur í bíó en þar stýrir hann ekki ómerkari leikurum en Stefáni Karli, Eggert Þorleifssyni, Hilmi Snæ og Ágústu Evu. Fyrsta stiklan úr Kurteisu fólki verður frumsýnd á www.vísir. is í dag, föstudag, þannig að fólk getur farið að búa sig undir það sem koma skal. PURE & NATURAL BERST VIÐ HRUKKUR Á NÁTTÚRULEGAN MÁTA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.