Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.01.2011, Blaðsíða 59

Fréttatíminn - 28.01.2011, Blaðsíða 59
Á hljómgrunnur.is er að finna að- gengilegt yfirlit yfir tónlistarviðburði sem eru fram undan. Rokk, djass, popp, klassík og allt þar á milli. dægurmál 59Helgin 28.-30. janúar 2011 Opið laugardag & sunnudag 10-16 Lagersala Lín Design Malarhöfða 8 LAGERSALA 40-80% afsláttur Sængurfatnaður Barnavörur Handklæði Borðdúkar Rúmteppi Löberar Púðar & fleira Aðeins þessa einu helgi! www.lindesig n.is Sængurfatna ður frá 3.990 kr Handklæði fr á 1.245 kr A lbert Eiríksson hefur á liðnum árum skraut-ritað það sem hann kallar ættarhringi og gefið sínum nánustu, fjölskyldu og vinum, í afmælis-, fermingar- og brúðkaupsgjafir. Þessi hringlaga ættartré hans hafa vakið talsverða athygli þannig að hann gefur nú fólki kost á að panta ættarhringina á netinu og hefur vart undan eftirspurninni. „Ég byrjaði að gera þetta fyrir systkinabörn mín og gaf þeim í fermingargjafir. Hring- irnir vöktu athygli vina þeirra og fleiri og þannig vatt þetta upp á sig,“ segir Albert. „Það hefur verið mikið að gera og þetta fer mjög vel af stað. Margir fengu ættarhringi í jólagjöf og ég heyri ekki annað en að það sé almennur áhugi á þeim fyrir fermingar,“ segir Albert sem ætlar með vorinu að kynna til sögunnar sérstaka ættar- hringi fyrir brúðhjón. „Eða bara öll hjón. Þannig að þessir hringir geta verið tilvalin gjöf, til dæmis á brúðkaupsafmæl- um.“ Til þess að anna eftirspurn er Albert kominn með hring- ina í sérstakt tölvuforrit og hann skrautritar síðan nöfn viðfangsefna sinna og skyld- menna í hringina. „Þetta er gríðarlega mikil vinna og heil- mikið ferli en mjög skemmti- legt. Það er líka gaman að sjá hve áhuginn á ættfræði er mikill í öllum aldurshópum, og þá ekki síst hjá ungu fólki eins og sést vel á áhuga ferm- ingarbarnanna. Ættarhringir Alberts eru fáanlegir í tveimur stærðum. „Sá stærri rúmar 125 nöfn, með aðalpersónuna í miðj- unni, en í þeim minni eru langömmur og langafar í ysta hringnum.“ Albert segir eftir- spurnina eftir minni hringn- um vera mikla og bætir við að á bak við hvern hring liggi heilmikil vinna við öflun upp- lýsinga, auk þess sem hann fer vandlega yfir allar upplýs- ingar áður en hann tekur upp skrautritunarpennann. „Ég fæ upplýsingar frá fólkinu sjálfu en nota líka Esp­ ólín-ættfræðiforritið og er í samstarfi við ORG­Ættfræði­  Albert eiríksson býr til ættArhringi Skrautritar persónulegar tækifærisgjafir Ættarhringir Alberts þykja snoturt og persónulegt veggs- kraut. Albert hefur ekki undan að skrautrita ættartré áhugasamra Íslendinga. Föstudagur 28. janúar Tríó Reykjavíkur Kjarvalsstaðir kl. 12.15 Með einstöku samstarfi sínu bjóða Tríó Reykjavíkur og Listasafn Reykjavíkur upp á ókeypis hádegistónleika. Laugardagur 29. janúar Myrkir músíkdagar – Andlit Unu og Tinnu Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar, kl. 12 Andlit er yfirskrift tónleika Unu Sveinbjarnar- dóttur og Tinnu Þorsteinsdóttur. Þar munu heyrast spennandi verk fyrir fiðlu og píanó og verða þrjú þeirra frumflutt á tónleikunum, eftir þá Áka Ásgeirsson, Guðmund Stein Gunn- arsson og Pál Ivan Pálsson. Myrkir músíkdagar – Blásarasveitin Hnúkaþeyr Kjarvalsstaðir kl. 14.30 Blásarasveitin Hnúkaþeyr leikur verk eftir Elínu Gunnlaugsdóttur, Önnu S. Þorvaldsdótt- ur og Lars Graugaard. Almennur aðgangseyrir er kr. 2.000 kr.; börn, stúdentar og eldri borgarar greiða 1.000 kr. Myrkir músíkdagar – Íslenski saxófón­ kvartettinn Kjarvalsstaðir kl. 20 Íslenski saxófónkvartettinn leikur verk eftir Þórð Magnússon, Lárus H. Grímsson, Kjartan Ólafsson og Þorstein Hauksson. sunnudagur 30. janúar Famuli­tónlist með Samuli norræna húsið kl. 13 Samuli Kosminen flytur fjölskylduvæn slagverks- og rafverk. Um sjónrænan hluta tónleikanna sér Örvar Smárason. Upphitun er í höndum Kira Kira og Alex Somers. þjónustuna, auk þess sem ég hef stuðst við upplýsingar úr Íslendingabók,“ segir Albert sem hefur haft mikinn áhuga á ættfræði frá barnæsku. Líf forsetans fer á fleygiferð þegar prinsessa kemur í heimsókn á Bessastaði. Bessastaðaball á Stóra sviðinu Ballið á Bessastöðum, nýtt barna- leikrit sem byggist að hluta til á vinsælum barnabókum eftir gerði Kristnýju, verður frumsýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins næstkomandi fimmtudag. Forsetinn er önnum kafinn og hefur lítinn tíma til að gera það sem hann þráir helst. Þetta breytist þegar prinsessa kemur í heimsókn á Bessastaði og heilmikið ævintýri hefst. Tónlistin í verkinu er eftir Braga Valdimar skúlason sem semur einnig söngtexta ásamt Gerði Kristnýju. Þess má til gamans geta að Gerður Kristný komst á blað í nýlegri könnun Fréttatímans á því hvern hópur álitsgjafa blaðsins vill sjá sem arftaka Ólafs ragnars grímssonar á Bessastöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.